Vikan


Vikan - 02.09.1943, Side 1

Vikan - 02.09.1943, Side 1
Harmleikur í hversdagslífi. Eftir Henry Morton Robinson. Þetta er sönn frásögn og átakanleg, — skyggnst inn í sálardjúp og hjarta hins hugprúða barns. Rafn litli 1 á á bakinu í skrautlegu vöggunni sinni og var að hjala mót flöktandi skýjunum á himinhvolf- inu, og seilast eftir þeim með báðum hönd- um. Þetta var í fyrsta sinni, sem fundum okkar bar saman, og hann var svo hnött- óttur og vel á síg kominn í alla staði, og' ánægður með tilveruna, sem skilja mátti af hjali hans við skýin og himininn, að ekki var hægt að láta sér detta í hug, að hann yrði einn af olnbogabörnum örlag- anna. „Þið verðið að kynnast betur,“ sagði elskuleg móðir hans. „Þegar Rafn eignast fullorðið fólk að vinum, þá elskar hann þá vini takmarkalaust. Sjáðu — hon- um geðjast vel að þér,“ bætti hún við, þegar hinn ungi herramaður brosti til mín breiðu, þrítentu brosi. Ég svaraði honum á tæpitungu, eins og þeim er tamt, sem hafa yndi af böfnrnn, og var nú stofnað til vináttu með okkur, sem hélst um mörg ár, og mér er mjög minnisstæð. Hamingjan reyndist Rafni ekki stöðug- lynd á bernskuárunum. Foreldrar hans skildu samvistum og þó að móðir hans umvefði hann öllu því ástríki, sem hún gat í té látið og fórnaði honum lífi sínu til þess, að fullnægja takmarkalausri kærleiks- þörf hans og umhyggju, þá var öll viðleitni' hennar ekki megnug þess að vernda hann fyrir óláni því, sem yfir vofði. Stúlkan, sem fengin hafði verið til að sjá um Rafn og gæta hans, hét Jenny og hún átti sér kærasta. Kvöld eitt lagði þessi náungi að henni, með að koma með sér á dansleik. Rafn var óvenjulega óvær þetta kvöld, en að lokum tókst stúlkunni þó að svæfa hann. En hún var hrædd um, að ef til vill myndi hann vakna aftur, áður langt um liði, og í heimsku sinni, framdi hún nú hörmulegan verknað. Einhvemtíma hafði hún heyrt, að klóróform væri örugt svefn- lyf — og hún notaði nú þetta lyf til þess að tryggja það, að barnið vaknaði ekki um sinn, — og stalst síðan út með kærastan- um. Þegar móðir drengsins kom svo inn til hans nokkru síðar, til þess að líta eftir honum, hélt hún að hann væri dá- inn. I ofboði vakti hún heimilisfólkið, en þá vitnaðist það, að Jenny hafði verið úti allt kvöldið og var ókomin heim. Læknir var til kvaddur og bjástraði við vesalings litla drenginn í heila klukkustund, en ekki sagði hann móður hans frá ástæðunni til þessa svefnþunga, fyrr en honum hafði tekist að lífga hann við. Eftir nokkra daga fóru að sækja á drenginn áköf og óviðráðanleg krampa- ÞramhalcJ á bls. 3.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.