Vikan - 16.09.1943, Side 7
VIKAN, nr. 37, 1943
Konur blekkja sjálfar sig
í ástarmálum. emr ^To rrí3.
Veröld vor er full af fólki, sem gerir
sér leik að því, að skrökva að sjálfu
sér; einkum eru þó konur með því
marki brenndar. Þær halda, að þær séu að
leika á aðra, en ættingjar þeirra og vinir
sjá venjulega ,,í gegnum þær,“ eins og þeir
sjá í gegnum gler.
Oss finnst það öllum sjálfsagt, að ávíta
litlu stúlkuna, sem segir með uppgerðar
kæruleysi: „Ég vildi ekki vera að segja
þér frá því, að ég braut blómaskálina
þína, mamma, af því að mér leiðist alltaf
að segja fólki frá hlutum, sem því mis-
líkar!“ Eða: ,,Eg tók sætindin frá henni
Dúllu,' af því að ég hélt að henni myndi
verða illt af þeim.“
En það er fjöldi fullorðinna kvenna,
sem blekkja sjálfar sig, — og ekki er hægt
að ávíta. Til dæmis fallega unga konan,
sem segir, að maðurinn sinn kæri sig
ekkert um að fara í þessa fyrirhuguðu
laxveiðiför með kunningjum sínum, —
hann vilji miklu heldur vera kyrr heima,
og fara með sér heim til móður hennar.
Eða konan, sem segir okkur, að sig langi
svo ákaflega mikið til að annast húsverk-
in sjálf, og létta þannig undir með vesal-
ings Greorg, hvað heimilisútgjöldin snertir,
— en að það sé hann sjálfur, sem óski
þess, að hún reyni ekki mikið á sig og
hvíli sig. Af þessu lætur enginn blekkjast
nema hún sjálf.
Sennilega blekkja þó konur ofast sjálf-
ar sig á sviði ástamálanna. Þegar kona
er að missa þá töfra, sem maðurinn hefir
dáð mest, vill hún ekki við það kannast
fyrr en í síðustu lög. Hún heyir baráttu
við sjálfa sig, mánuðum og jafnvel árum
saman, og reynir að sannfæra sjálfa sig
um það, að manninum þyki enn vænt um
hana, að hann muni koma til hennar á ný,
að hinn fyrri eldur og unaður muni blossa
upp aftur.
Fridrikka er slík kona. Hún er tæplega
þrítug. Hún hefir elskað aðeins einn mann
í því nær sex ár. Þeirra ástand virðist fær-
ast nær hjónabandi, eftir því sem tíminn
líður. Og hún er farin að verða miður sín
út af því að bíða.
„Carlton kom hingað, í þennan litla bæ
okkar, fyrir sex árum,“ skrifar hún. „Hann
er búinn öllum þeim kostum, sem kona
getur óskað sér. Hann er hár vexti, fríður
sýnum, skemmtilegur, hefir fágaða fram-
komu, og honum gengur allt að óskum.
Hver einasta stúlka í bænum rétti þegar
úr sér, þegar hann kom á sjónarsviðið, og
leit hann hýru auga, en það liðu aðeins
fáar vikur, þangað til okkur var það báð-
um ljóst, að við áttum ákaflega margt
sameiginlegt, og áttum yfirleitt vel sam-
an.
„Rikka og Kalli“ var jafnan viðkvæðið,
þegar eitthvað átti að gera. Við lékum
aðalpersónurnar í öllum leikjum, og okkur
var jafnan skipað saman í veizlum og
skemmtiferðum. Skemmtilegust voru þó
kvöldin, er hann heimsótti okkur og ræddi
um bókmenntir og stjórnmál við farlama
föður minn. Við vorum þá vön að fara
fram í eldhús, tvö saman, og drekka þar
kaffi.
Móðir mín varð bráðkvödd og faðir
minn hjaraði aðeins skamma hríð eftir
það. Þá átti ég fastlega von á því, að
Carlton myndi láta verða af því að stinga
upp á hjónabandi. Hans hagur var þannig,
að hann gat það vel. En hann gerði það
tiekki. Hinsvegar reyndist hann mér ákaf-
’lega vel, var mér hjálpsamur um marga
^jjhluti, tók einlægan þátt í sorgum mínum
r og var mér góður. Tvær kennslukonur
'aðrar fluttu í íbúðina til mín og bjuggu
hjá mér síðan. Ekkert gerðist, og loks tók
ég af skarið, þegar þolinmæði mín var á
þrotum, sagði honum hreinskilnislega,
hvernig mér liði, og minnti hann á, að nú
værum við búin að „ganga saman“ í þrjú
ár.
Hann sagði, að sér hefði fundist, að
fráfall foreldra minna hefði eins og orðið
til þess, að skipa okkar sambandi aftar á
bekk, en áður hefði verið. En nú bað hann
um viku frest til að hugsa málið ræki-
lega. Áður en sá frestur var liðinn kom
hann til mín og sagði, að bezt væri, að
við hétum hvort öðru tryggðum „form-
lega“, — en það yrði þó að vera algert
leyndarmál, okkar á milli. Hann gaf mér
hring, sem móðir hans hafði átt, en bað
mig að bera hann ekki opinberlega.
Þetta gerðist fyrir þrem árum, — og
engin breyting hefir á orðið síðan. I fyrra
sagði Carlton einu sinni, að „þangað til við
giftumst" væri réttast að við hittumst
ekki nema svo sem tvisvar í viku. Hann
kemur til mín á hverju miðvikudagskvöldi,
og þá gerum við jafnan áætlun fyrir næst-
komandi sunnudag. Annaðhvort förum við
þá eitthvað upp í sveit, eða við förum á
síðdegissýningu í einhverju kvikmynda-
leikhúsinu, og borðum síðan miðdegisverð
á gildaskála, úti í bæ. Upp á síðkastið hefir
hann boðið ungum hjónum, sem okkur fell-
ur vel við, með okkur. Og þessi hjón hafa
venjulega bæði börnin sín með sér.
Ég vil giftast," — þannig lýkur þessu
bréfi. „Ég vil eignast heimili og börn. Á
þessum óeirðartímum finnst mér ég ekki
vera óhult fyrr en ég er komin í örugga
höfn hjónabands. Þá mundi ég einnig geta
lagt fram minn skerf fyrir Ameríku, sem
kona og móðir. Ég er að verða óvær og
veikluð á taugum. 1 annað sinn, — og það
7
var seinast í gærkvöldi, talaði ég hrein-
skilnislega við Carlton, og krafðist þess,
að nú yrði bundinn endi á þessa bið. En nú
heldur hann því fram, að við verðum til
athlægis, ef við færum nú að giftast. Hann
er 33 ára. Viljið þér, eða getið þér ráð-
lagt mér, hvernig ég á að haga mér í þessu
máli. Ég hefi aldrei átt annan unnusta,
og ég elska Carlton jafn innilega og í upp-
hafi kunningskapar okkar.“
Þessi stúlka er líka að blekkja sjálfa sig.
Fridrikka veit vel, með sjálfri sér, að þótt
Carlton kunni að hafa þótt vænt um hana
einhverntíma, þá er sú kennd löngu út-
kulnuð. Ef hann heldur enn áfram að hitta
hana, aðeins hina tilteknu daga, þá er það
að nokkru leyti vanaatriði, en sumpart þó
vegna þess, að hann kemur því ekki fyrir
sig, hvernig hann á að fara að því að losna.
Það hefði verið drengilegra af honum, að
slíta þessu sambandi hreinskilnislega fyr-
ir fimm árum, jafnvel þó að það hefði
valdið nokkrum sársauka í svip. Og henni
hefði liðið miklum mun betur, ef hún hefði
verið hreinskilin við sjálfa sig,horfstíaugu
við sannleikann, og sagt skilið við Carlton
áður en hún varð þrítug, eða áður en hún
fór að láta nokkuð verulega á sjá!
Ég réði henni til að segja Carlton upp.
Segja honum, að henni sé engin hamingja
lengur í því fólgin, þó að hann sýni henni
vinsemd. Og þetta er fyllilega satt. Að
hún segði honum, að hún óskaði að vera
algerlega frjáls allra sinna gjörða, — og
þó að henni þyki enn vænt um hann, þá
mundi henni líða miklu betur, ef hún hætti
að gera sér vonir um hamingju, sem ef
til vill, eða að líkindum yrði svo vonbrigði.
Ef hún hefir þrek í sér til að fara að
þessum ráðum, þá leiðir það af sér þetta:
F^st og fremst sársauka, og ónotakennd
yfir því, að henni mun finnast, fyrst í stað,
sem hún sé á reki, þegar hún hefir sleppt
þeim landfestum, sem hún hefir rígbundið
sig við svona lengi, — í trú og von. En
síðan mun vakna hjá henni þrek og sjálfs-
virðing, og fögnuður yfir frjálsræðinu, —
en þessar tilfinningar verða þá, sem smyrsl
á sársaukann. Nema það komi þá fyrir, að
þessi hæggeðja og sofandalegi maður,
Carlton, vakni skyndilega, og það er ekk-
ert ólíkleg tilgáta, og vindi að því, að drífa
hana í hjónabandið. 1 báðum tilfellum á
hún sigur vísan.
En það þarf meira þrek til að hlíta
þessu ráði, en konur hafa almennt yfir að
ráða. Þegar hún hugsar um þetta í ein-
rúmi, finnst henni hún hafa fullkomlega
nægilegt viljaþrek til að ganga fram í
þessu einarðlega. Hún lofar þá sjálfri sér
því, að nú skuli ekki vera farnar neinar
krókaleiðir, nú skuli hún sannarlega ekki
gera neinar tilraunir til að viðra sig upp
við Carlton, — sjálfri sér til minnkunnar.
Hún ætlar að segja honum það skýrt og
skorinort, í eitt skifti fyrir öll, að hún er
ekki lengur veinandi og kjökrandi, — og
heldur ekki nein gólfþurrka, sem til þess
Framh. á. bls. 15.