Vikan - 14.10.1943, Side 6
6
VIKANr nr. 41, 1943
og ég er dálítið þreytt. Ég er heldur ekki ung
lengur, ég má líka hugsa til þess — að vor-
dagar lifs míns eru liðnir; mér finnst ég vera
orðin gömul og föl.“
Hún hló, en hlátur hennar var uppgerðarlegur,
og Revelstone horfði dapurlega á hana. Hvað var
það, sem gerði hana svona dapra, hvað hafði
komið fyrir hana, þessa þróttmiklu konu, sem
hann alla tið hafði ,dáð og virt svo mikið —
þennan glaða og hrausta félaga hans, sem um síðir
hafði tekizt að endurlífga lífsgleði hans, útrýmt
hinum skuggalegu og döpru hugsunum hans, og
fengið hann til þess að gleyma sinni sorglegu
fortíð ? Var ekki vinskapur Barböru lifsnauðsyn-
legur fyrir hann?
„Föl og gömul,“ endurtók hann dauflega. „Hvað
áttu við.“
„Ég á við það, sem ég sagði,“ svaraði hún
og brosti um leið og hún beygði sig niður og
fór að skoða bláklukku, sem óx í garðinum, og
indælan ilm frá blóminu lagði að vitum þeirra.
Sjáðu nú til, Revelstone lávarður. Burton kemur
heim frá útlöndum og ætlar nú að setjast um
kyrrt. Ég býst við honum á hverjum degi úr
þessu, og þá verður brúðkaup okkar innan
skamms. Heldurðu ekki, að hann verði fyrir dá-
litlum — vonbrigðum, þegar hann sér mig? Það
eru vorblómin, sem vekja hjá mér tilfinningar
um það, að ég sé orðin gömul — vorblómin og
Ethnee!“
„Góða, frú Maloney, þú gengur alveg fram af
mér með svona tali!"
„1 þessu augnabliki ofbýður mér það sjálfri,
hversu tíminn líður hratt,“ sagði Barbara. „Ég
mundi ekki hafa látið þetta dragast svona öll
þessi ár, ef ég hefði ráðið. Ég hefði viljað gefa
Howard lausan strax eða giftast honum; en
í hvert sinn, er ég ámálgaði það við hann í bréf-
unum, að það væri betra fyrir okkur að giftast
strax, þá svaraði hann því ævinlega ákveðið neit-
andi. Fyrir fimm árum var ég ákveðin, og vildi
giftast honum — ég var komin á fremsta hlunn
með að yfirgefa Glenns-kastala um tíma og fara
til hans, en þá var það, sem Ethnee fékk botn-
langabólguna og varð að láta skera sig upp.
Þá varst þú mér hjálplegur og góður eins og
fyrri daginn, þú varst sannarlega mín stoð og
stytta þann erfiða tíma!“
Revelstone kinkaði kolli.
„Þú varst mjög kvíðafull þá, það vissi ég vel.
Ég sé það fyrir mér eins og það hafi skeð í
gær! Ég sat inni hjá þér á meðan uppskurður-
inn var gerður." Hann þagnaði við. Svo hélt hann
áfram í glaðlegri tón:: „Auðvitað gazt þú ekkl
farið í burtu frá Ethnee, á meðan hún var að
ná sér. Það var líka ekki hægt fyrir þig að
hafa hana með þér, með öðrum orðum, það varð
að fresta brúðkaupinu, og að endingu ákvað
Burton að koma sjálfur til þín.“
„Já, hann ætlaði að gera það,“ svaraði Bar-
bara, „en þá var það sem Glinkon-banki varð
gjaldþrota, og Howard misti næstum allar eign-
ir sínar. Það var mjög mikil áræðni hjá honum
og þróttur, að hann skyldi strax leggja út á
þá braut, að reyna að vinna upp aftur, það
sem hann hafði tapað. En fyrir það varð hann
að hætta við ferðalagið og dvelja áfram kyrr
í Rhodesia. Ég bauð honum, að ég skyldi koma
til hans, strax, þegar Ethnee væri orðin sæmi-
lega hress, en um það vildi hann ekki heyra.
Hann vildi ekki gifta sig fyrr en hann væri aft-
ur orðinn rikur maður — hann var alltof stór-
brotinn til þess að bjóða mér upp á fátæklegt
heimili, eftir alit það, sem hann hafði heitiö
mér. Já, það var sjálfsvirðing Howards sem eyði-
lagði það, og það var ekki i fyrsta sinni.“
Hún stundi við — mjög hugsandi.
„En nú er þetta alltsaman orðið gott!“ sagði
Revelstone hughreystandi. Nú kemur Burton heim
— biðtimanum er lokið.“
„Æska mín er lika liðin! Ö, ég fann það svo
vel, að Howard gerði mjög mikla vitleysu í þá
daga, þegar hann batzt mér, fyrir níu árum síð-
an. Ég reyndi líka að leiða honum það fyrir sjónir,
og koma honum í skilning um það.“
„Ég skil hann mæta vel, honum hefir fundist
það ómaksins vert að bíða eftir þér, og þú
værir þess fullkomlega verð.“
Revelstone talaði hægt og rólega, en sólarbirtan
hafði auðsjáanlega skinið i augu hans, því hann
deplaði þeim ofurlítið.
Barbara hristi höfuðið.
„Það er nú það, — og það hörmulegasta er
og það, sem ég ber mestar áhyggjur af, að hon-
um fannst það þá, að ég væri þess virði, að
beðið væri eftir mér, og það mundi borga
sig, en heldur þú ekki að honum snúist hugur
nú, þegar hann sér mig? Hann mun verða fyrir
mjög miklum vonbrigðum. Hann býst við ungri
og fríðri stúlku, en hittir í staðinn fyrirgengilega
miðaldra konu.“
„Hættu nú að ímynda þér svonalagað! Þú ert
auðvitað ekki jafn ung og fyrir níu árum, en
án efa engu síður töfrandi en þá! Og andlit
þitt hefir aftur á móti miklu meiri festu í svip,
heldur en áður!“
„Ó, góði Revelstone lávarður, þú ert alltof
góður við mig allar stundir! Hér ert þú og vilt
leggja það á þig, að reyna að hughreysta mig,
og gylla hlutina fyrir mér! En ég hefi farið
eftir því, sem spegillinn hefir sagt mér.“ Barbara
þagnaði um stund og strauk hárlokk frá enni
sér. „Annars þarf ég ekki að eyða tímanum fyrir
framan spegilinn, til þess að sjá ellimörkin á
mér, því upp á síðkastið hefi ég fundið mörg
grá hár í lokkum míngm, og hrukkurnar í
andliti mínu vitna einnig um það, að ég sé búinn
að lifa mitt fegursta!"
„Þetta er bara mas!.“ Revelstone hristi höfuðið.
„Ég segi þér — og það er hreinn sannleikur — að
þú -ert hrifandi fögur ennþá. Og trúir þú því
ekki þar að auki, að persónuleiki þinn hafi nokk-
uð að segja ? Ég get 'sagt þér, að það er persónu-
leiki þinn og manngildi, en ekki fegurðin, sem
hér hefir ráðið mestu um, hvernig þér hefir tekizt
að stjóma þessum óupplýstu bændum, sem búa
hér í kring á eignum þinum, og hvernig þú hefir
getað unnið ást stjúpbamanna svo, að þau til-
biðja þig.“
„Persónuleiki minn —,“ hún brosti háðslega,
„ég hélt að ég ætti hann ekki til. En ég veit að
eitt sinn var ég ung og frið, en nú er ég orðin
þrjátíu og sex ára!“
„Það skiptir engu máli, hve gömul þú ert! Þú
getur verið tuttugu og sex ára, eða þrjátíu og
sex ■— þú ert alltaf sú sama, hvort heldur sem
væri! Ég þekki þig, frú Maloney, og ég veit, að
þú ert ein af þeim konum, sem alltaf eru jafn
ungar og fallegar i augum þeirra, sem elska þær-!
Þú fyrirgefur mér, þó ég tali svona blátt áfram,
en, við erum góðir vinir, og ég á þér mikið að
þakka."
„Hefir þú mikið að þakka mér?“
„Já. Þegar ég hitti þig fyrst var ég bitur og
napur sérvitringur, og það var af því að kona
hafði gert mér vonbrigði, og valdið mér hryggð-
ar — vesæl og aumkunarverð kona i raun og
vera! Mér fannst ég eiga í stríði við lífið — og
vera kaldhæðinn og gerði gys að öllu og öllum,
fannst allt tilgangsleysi. En þú kenndir mér að
meta lífið og gafst mér trúna á, að til væru góð-
mennska, ást og viljaþrek!"
Hann þagnaði augnablik. Síðan tók hann hönd
Barböra og lyfti henni upp að vörum sér.
„Þú ért eins og góður garðyrkjumaður, frú
Maloney — mjög góður garðyrkjumaður, og eins
og þú hefir útrýmt illgresinu úr garðinum hér í
Glenns-kastala og plantað blómum í staðinn, svo
hefir þú og upprætt illgresið úr sál minni."
Erla og
unnust-
inn.
Erla: Oddur minn, elskan, komdu snemma, mér
finnst heil eilífð síðan ég sá þig seinast í gærkveldi,
ástin min.“
Skrifstofumaðurinn: Hvers vegna ertu svona ánægður?
Oddur: Draumadísin mín — kallaði mig ástina sína. Ég hlakka
til, þegar við verðum gift. Þá skulum við búa í yndislegu litlu húsi
uppi í sveit og nefna það „Birkilaut".
Oddur: Ég sé mig í anda sitja við skrif-
borðið, á inniskónum. — Elsku konan min
sýður svo kvöldmatinn, en á eftir sitjum við
fyrir framan arininn og röbbum saman —.
Oddur: Aldrei rifrildi eða illt orð. -— Við
stöndum saman í blíðu og stríðu. Hún verður
elskulega blómlega húsmóðirin, og svo
heimatilbúni maturinn. — Lífið verður leikur.
Skrifstofumaðuxinn: Þetta er þá það, sem þú hugsar þérl