Vikan


Vikan - 14.10.1943, Qupperneq 7

Vikan - 14.10.1943, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 41, 1943 7 <33e$tí kvenkosíur effolli/rvood, INGRID BERGMAN. Framh. af bls. 3. ing. Prófin voru haldin að viðstöddum leik- urum konunglega leikhússins. Sérhver umsækjandi átti að leika nokkur atriði, og á eftir fékk hann umslag, sem innihélt annað hvort frávísun eða boð um að mæta við annað próf. Ingrid var varla byrjuð á fyrsta hlut- verkinu, þegar prófdómaramir kölluðu til hennar, að hún skyldi hætta, þetta væri nóg. Hún segir, að þessi stund hafi verið bitrasta stund ævi sinnar. Hún beið ekki eftir umslaginu, heldur þaut út og fór heim. Þar læsti hún sig inni í herbergi sínu og grét. Næsta dag var hringt til hennar úr skólanum og spurt, hvers vegna hún kæmi ekki í næsta próf. Dómendumir höf ðu ekki þurft að hlusta á hana lengur en í tvær mínútur til þess að sjá, að hún væri ágæt. Ungir nemar við leikskólann fá sjaldan önnur hlutverk en þau, sem kref jast lítils annars en að ganga um leiksviðið, þangað til þeir hafa fengið verulega æfingu í leik. Ingrid gekk svo vel, að hún var brátt beð- in um að leika í kvikmynd. En þrátt fyrir þetta allt hætti hún ekki við skólann fyrr en hún hafði tekið próf. Til hvíldar frá lestrinum fór hún í leikhúsið. Um þetta leyti sást oft með henni ung- ur og laglegur læknanemi, Peter Lind- ström að nafni. Árið 1937 giftust þau, og var hún þá 21 árs. Skömmu síðar var það, að David Selz- wick sá hana í fyrstu myndinni, „Inter- mezzo“ í London. Hann sendi undir eins mann til Svíþjóðar. Árið 1939 sigldi svo Ingrid Bergman til Ameríku. „Frá þeirri stundu, þegar ég sá Frelsisstyttmia fyrst, var ég hrifin,“ segir hún hlæjandi, „ég bráðnaði alveg fyrir Ameríku. Skýjakljúfamir, lyftumar þjót- andi upp og niður, „ískrem" og allar mögulegar amerískar uppfinningar, allt var þetta eins og í ævintýralandi." Svona var líka töfralandið í Hollywood. En það steig henni aldrei til höfuðs. Þeg- ar Selznick sagði henni, að hún yrði að breyta um nafn, svo að það yrði meiri ljómi yfir því, svaraði hún: „Nafn mitt er gott og mér þykir vænt um það. Ef mér mistekst hérna, þá get ég snúið heim til Svíþjóðar og verið Ingrid Bergman.“ Næst komu andhtssnyrtingarmennimir. Ingrid Bergman, sem hefir eðlilegan og blómlegan litarhátt, skipaði þeim strang- lega að fara á brott. Þegar hún einstöku sinnum notar snyrtivörur, þarf hún ekki hjálpar við. Svo komu ljósmyndaramir. Þeir vildu Starfsafmœli blaðamanns. Skúli Skúlason, ritstjóri Fálkans, átti 25 ára starfsafmæli sem blaðamaður 1. október síðastliðinn. — Stéttarbræður hans og vinir héldu honum þá samsæti í Oddfellowhöllinni og var þar glatt á hjalla. Skúli varð fastur starfsmaður hjá Morgunblaðinu 1. okt. 1918 og var þar* til áramóta 1923. Þá varð hann for- stöðumaður fréttastofu Blaðamanna, en fluttist 1926 til Noregs og var fréttarit- ari margra blaða. Árið 1927 stofnaði hann, ásamt Vilhjálmi Finsen og Svavari Hjaltested, vikublaðið Fálkann og hefir verið ritstjóri hans síðan og þó dvalið stundum á þessu tímabili í Noregi, með konu sinni og börnum. Skúli er tvímælalaust í hópi hinna fær- ustu blaðamanna á Islandi og vinsæll Efri mjmdin: Heiðurs- gesturinn, Skúli Skúla- son ritstjóri, í miðið. Til hægri á myndinni: Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, skrif- stofustj. Alþingis. Til vinstri: Valtýr Stefáns- son ritstjóri. Neðri myndin: Hsegra megin við langborðið, frá vinstri: Kristján Guðlaugsson ritstjóri, Pétur Ólafsson, fyrrver. form. Blaðamannafélagsins, Árni Jónsson frá Múla og Bjarni Guðmunds- son blaðamaður. Vinstra megin við borðið: Thorólf Smith, Jón Magnússon, fréttastjóri útvarpsins og Jón Þórarinsson fréttamaður útvarpsins. Við háborðið, frá hægri: Ivar Guðmundsson blaðamað- ur, Jón Sigurðsson skrifstofustjóri, Skúli Skúlason, Valtýr Stefánsson og við hlið hans, næstum í hvarfi, Vilhj. S. Vilhjálmsson blaðamaður. Við enda borðsins: Svavar Hjaltested framkvæmdastjóri. mjög af öllum, sem þekkja hann. Skúli er formaður Blaða- mannafél. Islands og í miklu áliti meðal stéttarbræðra sinna, vegna dugnaðar og ljúfmennsku. taka myndir af fótum hennar. Hún benti þeim á, að hún væri engin dansmær. Vildi hún þá láta mynda sig í skrautlegum sam- kvæmiskjól? Nei, hún vildi vera í sínum venjulegu fötum. Hún hefir aldrei leyft að nota nafn sitt eða mynd til auglýsinga. Hún fer sjaldau í samkvæmi og hefir aldrei samkvæmi sjálf. Hún hefir gaman af því, að tala við ókunnug'a, sem ekki vita hver hún er, og hún skrifast á við fólk, sem hún hefir áhuga á; hún stendur í stöðugum bréfa- skriftum við bílstjóra í Minneapolis. Ingrid er hlýleg, blátt áfram, maimleg og einlæg. En leikkonan vill ekki láta einkenna sig sem kvenmann með slíka skapgerð. Hún hefir nú náð hátindi frægðar sinnar og ætlar ekki að falla þaðan. Á leiksviðinu var hún hin táldregna vinnustúlka í „Liliom“, vændiskonan í „Anna Christie“. í kvikmyndinni sjáið þið hana sem ævintýrakonuna Creole í „Sara- toga Trunk“. Hún vill ekki gera upp á milh leikhúss- ins og kvikmyndanna; hún vill vera á báð- um stöðum. Metnaður hennar í lifinu er að fá að leika Jean d’Arc. Ingrid líkist „meynni frá Orleans" furðulega mikið, og hún verð- ur áreiðanlega mesta leikkonan, sem leik- ið hefir það hlutverk, frá því að Sarah Bemhardt lék það. Þó að vinsældir leikara komi, fari og gleymist, þá má þessi stúlka frá Stokk- hólmi búast við því, að frægð hennar end- ist og geymist lengur en æska hennar og blómi. Hún sannar þetta sjálf óafvitandi, þegar augu hennar ljóma af hrifningu og áhuga á öllu nýju og furðulegu : „Ég get ekki beðið eftir því, að verða gömul. Það eru til svo mörg dásamleg hlutverk, sem ég get ekki leikið fyrr en þá.“

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.