Vikan


Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 43, 1943 3 Efri röð frá vinstri: 1) Tvær af borholunum og eísti hluti leiðslanna. — 2) Unnið við einangrun aðfærsluæðanna. — 3) Hluti af aðfærsluæðinni fullgerðri. — 4) Vinna við að- inni sést þenslustykki. — 2)—3) Hitaveiturenna í Hverfisgötu. Búið að steypa lok á hana. Eftir að moka ofan á hana. — 4) Verið að moka upp úr hitaveiturennu i Hverfisgötu. — Rennurnar voru fylltar vegna þeirrar stöðvun- ar sem varð á verkinu af völdum ófriðarins. Hitaveítan Framh. al íorsíði!. Þetta skeður, í sem styztu máli, á eftir- farandi hátt: Á! hitasvæðinu hefir verið borað eftir heitu vatni. Holurnar eru 32. Þær eru dreifðar á all-stóru svæði og frá þeim er vatninu veitt í stálpípum niður í þró, sem er neðan við hitasvæðið. Hjá þró þessari er dælustöð og frá henni er vatninu dælt gegnum tvær 14 þumlunga víðar stálpípur í vatnsgeymana á öskjuhlíð í Reykjavík. Þaðan heldur vatnið áfram, að mestu sjálfkrafa, í allar götur borgarinnar og inn í hvert hús — um 3 þús. að tölu! Og í þetta mikla leiðslukerfi hefir verið keypt um 170 km. af pípum. En hvernig er farið að því að haida vatninu heitu alla þessa leið, í hvaða. tíð sem er ? Þess er fyrst að geta, að allar pípurnar, nema æðarnar í húsin, eru Iagðar í steypu- rennur, en innan í rennunum eru pípurnar vandlega einangraðar. Til einangrunar á aðfærsluæðunum, sem að mestu eru ofanjarðar, er notaður tvöfaldur reiðing- ur, alls 10 cm. þykkur, og pípurnar látnar vera á huldu, svo að óvelkomið vatn kom- ist eftir botni rennanna og út um tæm- ingsop á þeim. Einangrunin á bæjarkerf- inu og við flestar safnæðamar, en hvort- tveggja er í jörð, er létt hraungjall. Heim- æðarnar í húsin eru einangraðar með gler- ullarhólkum. Glerullin er vafin tjöru- pappa, en utanum hann er all-þykk bikplata, sem brædd er saman og er bik- inu ætlað hið sama . hlut- verk og rennunum, að verja einangrunina fyrir vatni utan fra. Venjulegur einangrun- arflóki er notaður innan- húss. Geymamir eru ein- angraðir að innan með vikurplötum og asfaltlagi, en til hlífðar því er járn- bent steypuhúð. Með þessum einangran- um á vatnið ekki að kólna, þegar kaldast er, nema um svo sem 5 stig frá upp- sprettunum og inn í húsin, sem f jarst eru þeim. Vatnið á að verða um eða yfir 80 stiga heitt komið í hús. Margt er enn merkilegt, sem hér er ekki hægt að geta, við leiðslurnar, en þó verður að segja eitthvað frá þenslustykkjunum. — Flestir hlutir þenjast út við hita, stál um Viooo part af lengd sinni við 100 stiga hitamismun og dregst sam- an um sömu lengd við kóln- un, og þarf því að gera sér- stakar ráðstafanir vegna hreyfinga, sem verða á píp- unum. Þar koma þenslu- stykkin til skjalanna. Á að- færsluæðunum eru það píp- ur, sem ganga hver inn í aðra, líkt og útdreginn sjónauki; annars staðar eins- konar bylgjupípur. Dragast þær sundur og saman, líkt og harmonikubelgur. Sums staðar eru notaðar gormslöngur úr eir- blöndu, gerðar til að þola hreyfingu til hliðar. Þetta verður að nægja um hina verk- fræðilegu hlið hitaveitunnar, en þá er eftir FTamhald á bls. 7. Reiðingnum fest utan um aðfærsluæðamar með virneti. Danaka verkfræðifélagið Höjgaard & Schultz var stofnsett árið 1918. Það hefir tekið að sér f jöida mörg verkfræðistörf víðsvegar um Evrópu, t. d. byggingu hafna i Danmörku, Portúgal, Madeira, Riga, Memel, Jugoslavíu og Gdynia; járnbrautarlagningar í Eistlandi og Lithauen; séð um byggingu orkuvera í Póllandi, Portúgal og á Islandi, og smiði brúa í mörgum löndum; það hefir og byggt marga vatns-, olíu- og ölgeyma. — Auk hitaveitumiar sér félagið hér um Skeiðsfossvirkj- unina fyrir Siglufjarðarkaupstað, en hefir áður haft með höndum Ljósafossvirkjunina 1935—37 fyrir Reykjavíkurbæ og Laxárvirkj- unina 1938—39 fyrir Akureyrarbæ. Kortið hér að ofan sýnir lönd þau (dökku reitimir), þar sem Höjgaard & Schultz hafa haft verk- fræðistörf með hönduni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.