Vikan


Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 43, 1943 11 1 i kastala i« i> ' > < > >« < > <« < > (> ■ > ■ ■ i « | < - 22 Konan í Glenns- i 1 -ASTASAGA- „Það er bara af því, að þú þarft að rísa upp og komast í nýtt umhverfi! Það lífgar þig upp, að búa í bænum. Það mun áreiðanlega verða skemmtilegt fyrir þig, að eignast ný húsakynni — og kaupa húsgögn og þess háttar — kven- fólkinu þykir alltaf gaman að verzla. Við skulum alltaf hafa mikið af fólki í kringum okkur, og við skulum taka þátt i samkvæmislífinu sjálf. Svo skulum við fara í leikhús og borða kvöld- mat á þekktum matsöluhúsum, við getum líka borðað úti morgun- og miðdagsmat svo oft, sem Við viljum!“ Augu hans Ijómuðu. Hann var nærri eins og glaður skóladrengur, sem kemur heim í skóla- leyfi sínu. En Barbara hristi að#ins höfuðið. „Eg hefi enga löngun til að lifa slíku lífi sem þú býður mér!“ Hún talaði í ákveðnum tón. „Hugsaðu um það, að ég er ekki ung stúlka — é g hefi ekki þrótt til þess, að taka þátt í sam- kvæmislífinu." Burton varð hálf vandræðalegur á svipinn. Hann hafði lengi hlakkað til að eiga skemmti- lega daga í London, eftir að hann væri búinn að vinna sér fé og frama erlendis. Hann var ekki búinn að tapa löngun sinni til skemmtanalífsi' hann var alltaf léttur i lund. En nú fannst hon- Hm Barbara vera bitrari en hún hafði nokkru sinni verið fyrr. Hún mundi áreiðanlega valda Honum miklum vonbrigðum, þegar þau væru gift. Það, sem hann þráði, var fjörleg og lífsglöð kona. „Þú mátt ekki halda, að þú sért orðin á eftir tímanum,11 sagði Ho'ward og hló. „Nú á dögum eru konur um fertugt — já, allt til fimmtugs — alveg jafn lífsglaðar og ganga jafnt til skemmt- ana sem átján ára stúlkur — og þú ert þó ekki nema þrítug. Ég mundi hafa mjög mikla ánægju af því, að hafa þig með mér, hvert sem ég fer, og ég skal sjá um, að þú skemmtir þér vel.“ Varir Barböru titruðu. „Ó, Howard, bara við gætum gengið tólf ár til baka! Ég mundi hafa getað skemmt mér fyrir tólf árum síðan, en nú er ég orðin svo heima- kær. Ég hefi breytzt svo hræðilega rnikið!" „Já, því trúi ég mæta vel, að þú hafir breytzt," svaraði hann eins og annars hugar, „en það er af því, að þú hefir reynt svo þungar sorgir og átt við svo miklar áhyggjur að stríða." Hún kinkaði kolli. „Já, ég hefi misst æskugleði mína. Ég get að vísu vísu verið hamingjusöm, en aldrei jafn kát og lífsglöð, eins og ég áður var — gleði mín er flúin frá mér fyrir löngu.“ Hún fitlaði vandræðalega við langa gullfesti, sem hékk um háls hennar. Hún hafði ómótstæði- lega löngun til þess að tjá Howard hugsanir sin- ar, svo að honum yrði ljóst, hvers konar eigin- kona hún mundi verða, — alls ekki lífsglöð eða bjartsýn kona, eins og hann óskaði sér. En það var svo erfitt að klæða þessar hugsanir í búning. „Howard —“, hún lagði hönd sína mjúklega handlegg hans, „heldur þú ekki, að það væri betra fyrir okkur sjálf, að við athugum okkur í svolít- tnn tima og yrðum aðeins góðir vinir — og bið- um svo dálítið með að koma fram eins og við værum trúlofuð, þar til við erum komin í meiri rólegheit og búin að kynnast hvort öðru að nýju ? Þessi níu ár hafa fjarlægt okkur hvort frá öðru, og við þurfum að kynnast aftur.“ Hann hristi höfuðið alvarlegur á svip. „1 níu ár hefi ég litið á þig, sem tilvonandi konu mína — unnið fyrir þig og beðið eftir þér! •Guð minn góður, hvað hugsar þú, Barbara — ætlar þú að bregðast trausti nunu og hufa mig að leikfangi?“ „Finnst þér þetta vera réttmætt, að tala svona við mig?“ spurði Barbara og brosti biturlega. „Það, sem ég sagði, var aðeins af góðri hugsun við þig, af þvi að ég finn það sjálf, hversu hræði- lega gömul ég er orðin, bæði andlega og líkam- lega. Ég vildi einmitt koma vel fram við þig og ekki dylja þig neinu, til þess að þú værir engum skyldum bundinn við mig, ef þú ekki ert sjálfur fullkomlega viss um, að þú getir orðið hamingju- samur með mér.“ „Góða Barbara, auðvitað verð ég hamingju- samur í nærveru þinni! Vertu nú ekki svona barnaíeé'!" Hann þagnaði án þess að vita, hverju hann ætti að bæta við, og nokkru síðar sá Barbara hvar Ethnee kom hlaúpandi neðan garðinn á móti þeim. Hún gat ekki hjá þvi komist, að veita eftirtekt yndisþokka stjúpdóttur sinnar; hennar kviku og léttilegu hreyfingum, og frjálsræðinu í fasi hennar. „Þama kempr Ethnee," sagði hún og brosti, „hún er orðin fríð stúlka, sýnist þér það ekki?“ „Jú, hún er regluleg fegurðardís.“ Rómur Burtons var þrunginn aðdáun, og hann hafði ekki augun af ungu stúlkunni. „Revelstone lávarður er að fara af stað!“ kall- aði Ethnee með sinni skæru unglings rödd „Hann vill ekki bíða eftir morgunverðinum, en ekur nú strax heim. Hann heldur, að hann geri ónæði.“ Hún brosti svo sást í hvitar tennur hennar, en Barbara hleypti brúnum, þegar hún heyrði frá- sögn hennar. „Hvað er nú að! Revelstone lávarður verður að borða með okkur morgunverð! Það nær ekki nokkurri átt, að hann fari í burt á þennan hátt!“ „Hann vill víst ekki bíða. Bifreiðin hans stend- ur í gangi úti fyrir dyrunum — hann er víst alveg að renna af stað núna á stundinni. „Ég verð að reyna að stöðva hann!“ Barbara roðnaði ofurlitið og snéri sér að Howard. „Ethnee verður þér til skemmtunar, á meðan ég hleyp heim að húsinu. Ég get ekki til þess hugsað, að gestur minn fari burtu á þennan hátt, sem hann ætlar!“ Hún beið ekki eftir svari, en gekk hratt í burtu, og Ethnee og Howard urðu ein eftir í blómagarðinum. En áður en Barbara var komin heim að húsinu, heyrði hún bifreiðarhljóðið, og hún vissi, að nú hafði Revelstone lávarður yfir- gefið Glenns-kastala án þess að kveðja hana. Tárin komu fram í augu hennar. Hennar gamli trygglyndi vinur hafði þá búist við, að honum væri þar ofaukið, nú þegar Burton var kominn, og þess vegna mundi hann hafa farið heim til sín. Hann mundi auðvitað hugsa með sjálfum sér, að hann hefði skilið við hamingju- sama elskendur niður í blómagarðinum — en ekki konu, sem hafði misst sínar hugljúfustu vonir, og sem fann svo átakanlega sárt til þess, að beztu dagar ævinnar væru liðnir. Barbara beit saman vörunum. Það var eins og kökkur í hálsi hennar, sem næstum ætlaði að kæfa hana, hún hljóp upp stigann og fór til herbergis síns og læsti hurðinna á eftir sér. „Ég verð að vera einsömul um stund,“ sagði hún við sjálfa sig og stundi við. „Ég þrái mest að dylja sjálfa mig.“ Hún settist á rúm sitt og grúfði andlitið niður í sængurfötin. Hjarta hennar sló ört, eins og á henni hvíldi þungt farg; henni fannst líf sitt óbærilegt. Hún vissi — hún hugsaði til þess með bitur- leik — að öll þessi ár hafði hún hlakkað til þess augnabliks, er Howard kæmi heim til hennar. Hún hafði treyst á hans innilegu ást. Hún vissi vel, að það voru mjög fáir menn, sem gætu verið svo trygglyndir, að vera án kvenna svo árum skipti, en hún hafði trúað þvi, að Howard væri það. Bréf hans höfðu ætíð borið með sér um- hyggju hans fyrir henni og höfðu verið þrungin af ást; hann hafði líka verið henni trúr, en nú skildi hún, að hann hafði aðeins verið trúlyndur draumadís þeirri, sem hann sjálfur hafði skapað sér, en ekki þeirri raunverulegu, lifandi konu, sem beið hans. Hún skalf af kulda, þrátt fyrir þennan hlýja vordag — og með vaxandi kvíða hugsaði hún um þá ókomnu tíma, er biðu hennar. Hún sá sjálfa sig í anda i þeim gleðskap, sem hún yrði að taka þátt í, án þess að finna \til gleði af því sjálf. Hún sá, hvernig hún mundi reyna að vera glöð og hamingjusöm, og hvernig það mundi ætíð mis- takast, og hún fann til þess með bitrum sárs- auka, hvernig hún jafnan mundi verða manni sin- um til óhamingju; kona, sem hann aðeins hefði kvænst af heiðarleik, sem hvorki mundi gera hon- um sóma né gleði. Tárin streymdu niður kinnar hennar. Henni fannst, að örlögin hafa leikið sig grimmilega hart. 1 gegnum allt lif sitt hafði hún átt við mótlæti að stríða — hún hafði aldrei í raun og veru verið hamingjusöm ■— og nú var hún orðin auðmjúk og undirgefin skapanomunum! Hún hafði orðið að bergja þann beizkasta bikar, sem kona gat orðið að drekka, og hún fann, að nú var hún ekki jafn ,mikils virði fyrir þann mann, sem áður hafði fallið tilbiðjandi að fótum hennar. Loksins reis hún upp af rúmi sínu. Hún varð að þvo tárin af vöngum sínum, og lagfæra hárið, sem nú var úfið, áður en hún hitti Howard aftur. En um leið og hún gekk rólega að þvotta- skál sinni í herberginu, sá hún allt í einu út um gluggann, hvar Howard og Ethnee komu gang- andi hlið við hlið up peftir hlaðvarpanum. Heit vorsólin hellti geislum sínum yfir þau, yfir þessa ungu fallegu stúlku, er sjálf var eins og sólargeisli og yfir þennan háa hérðabreiða og kröftuglega mann, sem eftir sinn langa starfs- tíma, þráði nú skemmtanir og lystisemdir og vildi njóta ávaxta verka sinna — Howard, sem stóð í blóma lífs síns, fríður og gjörfilegur. Þau hlóu um leið og þau ösluðu yfir grasið. Howard hafði auðsjáanlega verið að segja Ethnee eitthvað skemmtilegt, því Ethnee horfði á hann og ljómaði af gleði, hún horfði spyrjandi á hann, og Howard brosti til hennar — ánægður með sjálfan sig og ánægður með hinn fríða áheyranda sinn. ' Barbara horfði á þau, og svo skellti hún uppúr, og hló kalt og beiskjulega. „Nú svo þannig er það —“, muldraði hún. — „Ethnee hefir unnið það, sem ég hefi tapað? Hún hefir sennilega fengið rúm í hjarta hans? Það rúm sem ég átti." Hún var fölari en hún átti að sér að vera, þegar hún dró gluggatjöldin fyrir gluggann á herbergi sinu. Undarleg tilfinning greip hana, henni fannst sem hendi dauðans vera strokið um herbergið — að hún um tíma og eilífð hefði jarðsett ástina.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.