Vikan


Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 14

Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 43, 1943. Þjóðtrú. Ef borin er út sæng hjóna á sunnudagsmorgni, til að viðra hana, þá verður hjónaskilnaður. Ef maður gefur heitmey sinni fyrst hníf, akœri, nálar eða nokkurt það járn, sem hefir egg eða odd, verður ást þeirra endaslepp, því hún stings þá út, (sama er að segja um allan kunningsskap). Ef reiðhestur er jámaður á sunnudegi, þá helt- íst hann. Ef hrafnar fljúga í kross yfir kirkju, þá er einhver feigur í sveitinni. Ekki má slíta niður dordingul né rífa viljandi kóngulóarvef, því það er ólánsmerki. Ef maður brennir viljandi £if sér hárið, brennir maður af sér auðinn. „Að bregðast við á haeli“ er aðeins fimleikabragð, sem oft kom að liði i vopnaviðskiptum, þegar menn viku sér snöggv- ast undan höggi annars. Nú er orðið úr þessu leikur, og er i því fólginn, að maður tekur upp annan fótinn, en snýr við á hælnum á hinum fætinum, og ætlast á að snúningurinn verði hvorki meiri né minni en svo, að tæmar lendi þar aftur á fætinum sem maður snýr sér á, sem þær vom, áður en maður snéri sér.“ (Isl. skemmtanir). Kálfatjörn. Selhagi heitir næsti bær fyrir framan Þverár- dal í Laxárdal. Þar er tjöm sú fyrir framan og heðan bæinn, sem heitir Kálfatjöm. Þorleifur hét maður i Selhaga, sem seinna bjó i StóradaL Þegar hann stóð yfir sauðum sínum um vetur- inn veiddi hann í tjöminni. Drápust þá fyrir hon- List — peningar. Framh. af bls. 13. Einn mánuður leið, þá hitti Lindelin for- stjóri Pétur frænda sinn á götu. „Þú ert ekki dauður úr hungri ennþá“, sagði Lindelin. „Var þér fleygt út af vinnu- stofunni ?“ „Nei,“ svaraði Pétur. „Það hefir þá einhver blábjáninn orðið til þess að lána þér peninga,“ sagði Linde- lin kuldalega. „Það fór eins og ég bjóst við,“ sagði Pétur. „Forlögin réttu mér hjálparhönd. Einhver velgerðarmaður minn sendi mér fimm hundruð krónur, og ég gat haldið sýningu á myndum mínum.“ „Og þú hefir náttúrlega verið settur á geðveikrahæli til rannsóknar?” sagði Lindelin. „Mig undrar, hversu fljótt þér hefir verið sleppt aftur.“ „Lest þú ekki blöðin?“ spurði Pétur. „Hefir þú ekki séð, að ég fæ^ einróma lof listgagnrýnendanna, og ég hefi selt þrjú málverk fyrir feikna verð.“ Fimm hundruð krónur, hugsaði Linde- lin, og þegar hann kom heim, sagði hann við konu sína: „Þú hefir aldrei sýnt mér það, sem þú keyptir fyrir þessar fimm hundruð krónur, sem þú fékkst hjá mér um daginn.“ um tvær ær um daginn. Lagði hann þá niður veiðina í K&fatjöm og hefir síðan enginn tekið hana upp aftur. Skollagróf. Það er sagt, að Sæmundur fróði hafi látið Skolla sækja skóg fyrir sig upp á Rangárvelli og Land, inn í Búrfell, sem er á framanverðum Gnúpverjáafrétti. Dró kölski allan skóginn í einum bagga, eða slóða, heim í Odda. Kom þá allbreið laut undan draganum, og sést hún sumstaðar á Landi, en eftir endilöngum Rangár- völlum er hún glögg, og er hún kölluð Skolla- gróf. Svar við orðaþraut á bls. 13. VALMENNI. V ALD A ASK AR LÓMUR M O R Ð I EFINN NÆSTI NOT AÐ I LI N A. Svör við spurningum á bls. 4. 1. Einar H. Kvaran. 2. Árið 1904. 3. 650 kílómetrar. 4. Edward Grieg var norskur, og var uppi frá 1843 til 1907. 5. Árið 1910. 6. 20, ef það er líkamlega heilbrigt. 7. Febrúar. 1 36 ár hafa að meðaltali verið 17 frostdagar í febrúar, en aðeins 8 í janúar. 8. 1910. Robert Svendsen. 9. Martin Nyrop. 10. Þær eru í TJralfjöllum og Suður-Ameriku. „Ég keypti ekkert fyrirþær,“sagðifrúin. „Ég skal segja þér sannleikann, ég kenndi í brjóst um Pétur og konuna hans. Ég gat ekki hugsað mér að kaupa mér fín föt, þegar þau ef til vill hefðu ekkert að borða. Svo sendi ég þeim peningana án þess að geta um frá hverjum þeir væru. En þú verður að lofa því, að segja Pétri aldrei frá því. Þetta var náttúrlega rangt af mér, finnst þér það ekki?“ „Nei, það var ljómandi fallega gert af þér,“ sagði Lindelin forstjóri ánægjulega. „Ég hefi verið þeirrar skoðunar upp á síð- kastið, að þú vildir aðeins hugsa um sjálfa þig, en nú sé ég að þú ert brjóstgóð kona, sem villt gera öðrum gott. Það gleður mig mjög.“ Sama kvöldið fóru Pétur og kona hans í kvikmyndahús, og horfðu á myndina um fátæka málarann, sem unni listinni svo mjög, en sem fyrst varð viðurkendur, þegar hann lá fyrir dauðanum í fátæklega kvist- herberginu. „Þetta er ómerkileg mynd“ sagði Pétur, þega,r hann gekk heim frá sýningunni. „Þetta er alltof sorgleg mynd. Það ætti ekki að sýna svona myndir, maður hefir illt af að horfa á þær. Annars er enginn sem tekur svona alvarlega.“ En ef frú Lindelin hefði ekki tekið myndina alvarlega, væri Pétur ef til vill ennþá fátækur og óþekktur málari. Vikunnar. Lárétt skýring: 1. máffarshagleikur. — 11. stóra. —- 12. höll. — 13. látæði. — 14. skrá. — 16. eldstæði. — 19. skökk. — 20. vinna. — 21. vot. — 22. rit. — 23, hýungur. — 27. tvíhljóði. — 28. á litinn. — 29. saklaus. — 30. beita. — 31. kyrrð. — 34. tveir eins. — 35. blátt áfram. — 41. viði. — 42. vendir, — 43. félagana. — 47. knattspymufélag. — 49. forfaðir. — 50. slæm. — 51. brothættri. —1 52, umhyggja. — 53. vinzli. — 56. fnímefni. — 57. vitfirring. — 58. bág. — 59. svelgur. — 61. stallor, 65. hitti. — 67. flýtir. — 68. fljótgeðja. — 71, amboð. — 73. ekki marga. — 74. ákvæðaskáldið Lóðrétt skýring. 1. veiki. — 2. rimi. — 3. einkennisbókstafir. — 4. fóðra. — 5. líta. — 6. forsetning. — 7. kveikur, — 8. innsigli. — 9. lin. — 10. ginning. — 11, óbyggð kirkja. — 15. nátttröllin. — 17. straum- kast. — 18. hlaði. — 19. lof. — 24. óýndi. —- 25, heppni. — 26. bylta. — 27. brún. — 32. háttur, -— 33. hafa lært. — 35. stanz. — 37. sætti mig við, — 36. vöðvafesta. — 38. dráttur. — 39. flýti. — 40. svína. — 44. áminning. — 45. dálitil. — 46, málmur. — 48. forskeyti. — 49. fljótið. — 54. vætu. — 55. guðshús. — 57. borðandi. — 60. reyk. — 62. nóa. — 63. kveðið. — 64. löngun. — 66. handsamað. — 68. atviksorð eða forskeytl. —- 70. tveir eins. — 71. fjail. — 72. sk.st. Lausn á 205. krossgátu Vikunnar. Lárétt: J,- ask. — 2. skálmar. — 9. orf. — 12, l.m. — 13. ekil. — 14. ásar. — 16. ál. — 17. dáfríð, — 20. klessa. — 22. lit. — 23. Góa. — 25. lyk, — 26. þol — 27. þrasa. — 29. káf. — 31. sót. —• 32. fjá. — 33. kul. — 35. lóg. — 37. ör. — 38. slóttugar. — 40. tó. — 41. spáði. — 42. rakar,. — 44. kola. — 45. foss. — 46. óklén. — 49. hratt. — 51. ló. — 53. sálarlaus. — 54. út. — 55. læs. — 57. nöf. — 58. agi. — 59. oft. — 60. tál. — 62, gnauð. — 64. æpi. — 66. tak. — 68. amt. — 69. ern. — 71. álasar. — 74. ofsagt. — 76. ró. — 77. tröf. — 79. stal. — 80. er. — 81. ami. — 82. prestar. — 83. frá. Lóðrétt: — 1. alda. — 2. smá. — 3. skít. — 4 kið. — 5. ál. — 6. má. — 7. ask. — 8. rall. — 10. rás. — 11. flag. — 13. eril. — 15. reyk. — 18. flot. — 19. sóa. — 21. skál. — 23. gráti. — 24. askur. — 26. Þór. — 28. þjóðfélög. — 28, augabragð. — 30. fót. — 31. sökkull. — 32. flá. —* 34. lak. — 36. gómsætt. — 38. spaks. — 39. rafts, — 41. sló. — 43. rot. — 47. lán. — 48. nafna. — 49. hlaut. — 50. au-i. — 52. óæt. — 54. úfi. — 56. sáta. — 59. opna. — 61. last. — 63. ama. — 64. ærsl. — 65. bára. — 67. krap. — 69. efar. — 70. strá. — 72. lóm. — 73. rör. — 74. ota. — 75. ger. — 78. f. 1. — 79. st.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.