Vikan


Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 43, 1943 7 HITAVEITA1II Framhald af 3. síðu. að segja sögu hennar í stórum dráttum, og má þó til að sleppa mörgu af því mark- verðasta, svo að hér verður um punkta eina að ræða. Hitaveitan frá þvottalaugunum var fyrsti vísirinn að hitaveitu Reykjavíkur. Það var eftir fyrri heimsstyrjöld að fyrst var farið að tala í alvöru um það mál, og árið 1927 fól bæjarstjómin þrem verk- fræðingum, þeim Geir G. Zoega, Valgeiri Bjömssyni og Benedikt Gröndal rannsókn möguleika á hitaveitu frá þvottalaugim- um. Töldu þeir bæði gerlegt og arðvæn- legt að leiða heita vatnið til bæjarins og nota það til upphitunar og baða. Síðan var hitaveitan frá þvottalaugunum lögð árið 1930, samkvæmt teikningum Bene- dikts Gröndal. Auk þessarra manna verð- ur að geta f jögra manna, sem mikið koma við forsögu hitaveitunnar. Það em þeir Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri, dr. Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri, Jón Þorláksson og Knud Zimsen borgarstjór- ar. Steingrímur stakk uppá því að reyna að bora við þvottalaugarnar. Þorkell hafði um mörg ár rannsakað hér hveri og laug- ar og bæjarstjórnin fékk hann árið 1926 til að kynna sér boranir eftir gufu á ítalíu. Steingrímur sá síðar um fyrstu boranirn- ar eftir heitu vatni við þvottalaugarnar, í samráði við Þorkel, en þær hófust 1928. Jón Þorláksson sýndi fyrstur fram á að hægt væri að hita upp alla Reykjavík með heitu vatni, þótt sækja yrði það upp að Reykjum eða upp í Hengil og var hitaveit- an eitt af hans hjartfólgnustu málum til dauðadags. Knud Zimsen hafði og mikinn áhuga á málinu og sem borgarstjóri vann hann mjög að framgangi þess. Hann undirbjó samningana við ábúendur Reykja, en Jón Þorláksson gekk endan- lega frá þeim. Hltaveitan frá þvottalaugunum reyndist svo vel, að farið var fyrir alvöru að hugsa um að hita upp alla Reykjavík með lauga- vatni. Byrjað var að bora á Reykjum haustið 1933. Hitamagnið var þá sem svaraði 100 lítrum á sekúndu af 82 stiga heitu vatni, Þvottalaugam- ar eins og þær voru áður en hitaveitan kom til sögunnar. en nú er vatnsmagnið orðið um 260—270 lítrar á sekúndu og meðalhitinn 87 stig á Celcius. Helgi Sigurðsson verkfræðingur gerði frumáætlun og frumteikningar að hita- veitunni frá Reykjum, í samráði við Val- geir Björnsson bæjarverkfræðing, og voru þær fullgerðar haustið 1937. Þótt búið væri að gera frumteikningar að hitaveit- unni, var ekki allt þarmeð fengið. Til þess að hefja framkvæmdir þurfti fé. Á.þess- nm árum, var það ekki eins auðfengið og nú og sérstaklega voru örðugleikar á út- vegun erlends gjaldeyris til efniskaupa. Það yrði oflangt mál að lýsa þeim erfið- leikum, sem Pétur Halldórsson borgar- stjóri, Valgeir Björnsson og fleiri áttu við að stríða í sam- bandi við útvegun láns til hitaveitunn- ar. Höjgaard & Schultz, danskt verkfræðifélag varð loks til að útvega lán til verksins gegn því, að það tæki að sér framkvæmd þess og gerði fulln- aðarteikningar af mannvirkinu. Þann 15. júní 1939 var samningurinn gerð- ur við félagið. — — Vegna stríðsins urðu óvæntir erfið- leikar á flutningi efnisins og stöðv- aðist verkið því um skeið. — K. Lang- vad hefir verið yfirverkfræðingur hér alla tíð síðan verkið hófst og mun hann hafa átt frumkvæðið að því, að Höjgaard & Schultz fengu áhuga á mál- inu. Verkfræðingamir B. Fanöe og E. Verið er að taka mót undan loki á rennu aðfærsluæðar. Lokin voru steypt hvert á sínum stað og- mótin tekin undan þegar lokin höfðu harðnað. Gróu Jónsdóttur konu hans. Helgi lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík árið 1923. Tók verk- fræðipróf frá „Den polytekniske Lærean- stalt“ í Kaupmannahöfn 1929. Kom hann þá strax hingað heim og byrjaði að vinna hjá Reykjavíkurbæ 1. apríl 1929, við mæl- ingu bæjarlandsins. Varð verkfræðingur vatns- og hitaveitunnar 1934. Var skipað- ur forstjóri hitaveitunnar 1. október 1943. Helgi er kvæntur Guðmundínu Guttorms- dóttur. ^xcvntíjbcvis^i, 1 „Ársriti Skógræktarfélags Islands 1943“ er margt nytsamlegt og fróðlegt og skemmtilegt. Þar skrifar Björn Sigfússon stutta en velgerða grein um Dynskóga- hverfi og segir m. a.: „.. Aleyði fjögurra alda ræðursandinumogþað gleymskudjúp yfir staðanöfnum, að hann heitir nú ranglega eftir grannsveit sinni: Mýrdals- sandur, — en Höfðabrekkusandur eða Dynskóga- sandur hefði mátt verða heildamafn hans. Og fer ekki þannig um fleiri byggðir? Komið með mér upp í Sandfell, — en svo heita ótal fell i efstu byggðum til marks um baráttu gróðrar og auðnar. Litum niður eftir lág- lendi Ámessþings, og látum t. d. vera liðnar fjór- ar aldir enn. Hvítar stórár kastast niður dalslétt- una, og á hverasvæði brýzt fram kraftur undir- djúps. Meginhluti af orku beggja hefir verið virkjaður og nytjaður af .þorpi hitasvæðisins, og dýrt mundi að láta nokkurn blett þessa umhverfis eyddan. Er ekki sem mér sýnist, að dalurinn sé djúpum og þéttum skógum girtur, ekki hlíðir einar og hæðir, heldur skógarbelti með millibil- um þvert yfir láglendið? Beltin á möttlinum græna veita nytjar og veðraskjól. Er það ekki hér í skjóli framtiðarmenningar, sem Dynskógahverfi endurrís og fuglar eiga hreiður kyrr í stormi í hrikavöxnum trjám ? . .. . “ Ársrit Skógræktar- félagsins er sannarlega þess vert, að það sé lesið af sem flestum og að reýnt sé að færa sér í nyt þann fróðleik, sem þar er birtur. Lundgaard hafa einnig verið við verkið frá upphafi. Helgi Sigurðsson, forstjóri hitaveitunn- ar, er fæddur í Reykjavík 15. marz 1903, sonur Sigurðar Jónssonar bóksala og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.