Vikan


Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 1
Nr. 45, 11. nóvember 1943. KAN GUSTAF V. SVIAKONUNGUR Svíar hafa, eins og margar aðrar pjóðir, átt erfiða aðstöðu undanfarin ár. Þeir hafalagtmiklastund á að vernda hlutleysi sittogvirðingu í ógnum styrjaldarinnar. Deim hefir enn tekist hvorttveggja, og í pessari baráttu er hinn aldraði konungur mikilsvirtur leiðtogi. SVlAR njóta mikillar virðingar sem tápmikil og gagnmenntuð þjóð, ekki einungis á Norðurlöndum, þar sem litið er upp til þessa „stóra bróður", held- ur og um allan heim. Einar skáld Benediktsson segir í einu af sínum gullfallegu kvæðum, „Gamalt lág", um Svíana og menningu þeirra: — — .Stökkhólmur langt svo sem augað eygði á yztu forvöð múrana teygði, með blikandi hafsöltum borgarálum, borinn til aðals, af landi og sjó. Vorið hljómaði af háreystum skálum; í hlynum kvöldloftið andann dró. Á göflum og turnum gamallar frægðar glitruðu rúður, sem hlífar fægðar. VSnskálafiðlarinn strengina stillti. Stofuna Hásvía múgur fyllti. Þar sumbluðu í hópum þeir" öldnu og ungu, með augu köld, en hæverskan brag, miklir og prúðir, mjúkir á tungu og mjaðarglaðir hinn vorlanga dag. Um allt skinu sumarsins hvitu húfur — en hér og þar blakti við norskur skúfur. Þá bárust mér tónar af öldnum óði frá einum streng yfir hljómanna flóði, um áranna haf, yfir allt, sem var íiðið, sem innst mína lund og minning skar. — Þeir kváðu af hjarta og eðli öllu, þeir áttu jafnt heima í koti og höllu, með hámenning álfunnar snotrir og snjallir þeir sniðu sig jafna eigin þjóð, því námust þeir fljótt, því unnu þeir allir, því undraðist veröldin Svíanna ljóð, og háir í marmara og málmi þeir glóðu því miklir í lýðsins anda þeir stóðu. Já, þetta var listin, sú heilaga, háa, að hækkast ei yfir hið daglega lága, að stilla ei hjartnanna hörpur að nýju, að hljóma þeim næst, því það er þeim kærst; að forðast ei leik hinnar léttu gígju, að leita ei neins af því það sé f jærst — og bliki þér sjónir af bjartara degi . að bera þær varlega á annara vegi. Framhald á bls. 3. ¦¦Hlll ÍHIÍI ¦ . . .. . HBHHBHHBh WsBBBB&t lllSSSÍIlPíllÍS

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.