Vikan


Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 45, 1943 15 Vaxtarrækt. Framhald af bls. 10. fyrir framan bamið en ekki til hliðar og aldrei of lengi í senn, svo það ofþreytist ekki né fái leiða á þessu. Með æfingu þessari er gert tvennt i senn: Leikið er við bamið og það æft um leið. 3. æfing. Skrið og ganga á fjórum fótum. Þegar bamið er orðið 6—7 mán- aða gamalt, verða handatiltektir þess Mynd nr. 34. enn verklegri en áður. Það fer öðm hverju að reisa sig upp á hendurnar, sparka mikið með fótunum, draga hnén inn undir sig og skríða dálítið fram á kviðinn (34. mynd). Þetta á að lofa baminu að gera afskipta- laust, en sjá um að það hafi nóg svigrúm til þess. Með þessum hreyf- ingum styrkir það alla sjálfráða vöðva líkamans, enda líður ekki á löngu, þar til það reynir að reisa sig enn hærra upp og skríða eða ganga á fjómm fótum (35. mynd). Bamið hefir þá af sjálfsdáðun lært einhverja hollustu bakæfingu, sem iðkuð er: Gang á fjórum fótiun. — Á svipaðan hátt og getið er um í 2. æfingu, má nú og á nú að örva hreyfingar bamsins með því að leika við það á ýmsan hátt. PÓSTURINN. Framhald af bls. 2. misþyrma bömum. Þér ættuð að reyna að koma drengnum í kennslu til einhvers annars, eða búa hann sjálf undir barnaskólann, það ætti hver fullorðin manneskja að geta, því að kröfur þær, sem gerðar em til barna við • inntöku í barnaskóla eru ekki miklar. Þér ættuð að taka drenginn strax úr skólanum, því að það er hreint og beint ómannúðlegt að láta bamið vera hjá slíkum kenn- ara, sem þessi er. Auk þess er aldrei hægt að vita, hver áhrif svona með- ferð getur haft á sálarlíf bamsins, því að börn em oft tilfinninganæm og langrækin. Reykjavík, 6. nóv. '43. ' Við óskum að komast í bréfasam- bönd við pilt eða stúlku á aldrinum 18—22 ára, helzt úr einhverjum kaup- stað á landinu. Maria Jóhannsdóttir, Fjólugötu 25. Reykjavík. Guðrún Sigurðardóttir, Bergstaðastr. 8. Reykjavik. Yélaverkstœdi Sigurdar Sveinbjörnssonar Sími 5753. —- Skúlatún 6. — Reykjavík. Tekur að sér viðgerðir á bátamótor- um, allt að 25 hestafla. Prufukeyrum og innstillum vélarn- ar að viðgerð lokinni. Með þessu er hægt að gera gamla vél sem nýja. Sendið mótorana í heilu lagi, til þess að hægt sé að gera þá í stand fullkomlega. Kaupi einnig notaða mótora. ♦»»»»»»»»»»»»»»»»»:«»»»:4»>»»»:, Um þessar mundir er gefið út mik- ið af bókum og um flestar þeirra er sagt, að þær séu annaðhvort fróð- legar eða skemmtilegar eða hvort- tveggja og auðvitað margt, margt annað. Nú er seinna bindið af Ævin- týri góða dátans Svejks, eftir Jaro- slav Hasek komið út í þýðingu Karls Isfeld blaðamanns. Og hvað sem sagt er um allar aðrar bækur, sem nú koma út á íslenzku, þá er alveg <5- mögulegt annað en halda þvi fram, að Ævintýri góða dátans Svejks er verulega skemmtilegt, — ósvikinn skemmtilestur, — sem djúp alvara liggur þó oft á bakvið. Bifreiðaeigendur! Komum til með að smíða í stórum stíl 2ja og 3ja manna hús á vörubíla. Þurfum ekki að hafa bifreiðina nema . 3—4 daga. Framkvæmum einnig allskonar: YFIRBYGGINGAR RÉTTINGAR KLÆÐNINGAR. Sjáum yfirleitt um alla vinnu við bifreiðar. H.f. Bílasmiðjan Skúlagötu 4. Sími 1097. :♦»»»»»»»»»»>»»»»»»»»»»»»»»» RAFMAGNSPERUR 15—200 watt fyrirliggjandi. Helgi Magnússon & Co. V V v V V V V V V V V V V V V V V Hafnárlstræti 19. * v V _ |T<| »:♦»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.