Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 3
V3KAN, nr. 45, 1943
3
Gustaf V. Svíakonungur.
Framhald af forsíðu.
Gustaf konungur er fæddur 16. júní
1858, sonur Oscars n. Svíakon-
ungs og Sofiu drottningar. Hann
kvæntist 20. október 1881 Victoriu prins-
essu af Baden.
Gustav V. tók við völdum eftir föður
sirm 8. desember 1907, við ákaflega erfið-
ar aðstæður eftir sambandsslit Noregs
og Svíþjóðar.
Þegar konungur átti 85 ára afmæli síð-
astliðið sumar, kom það mjög í ljós, hve
geysimiklum vinsældum hann á að fagna
með þjóð sinni. Eftirfarandi saga| hvort
sem hún er sönn eða ekki, gæti átt mjög
vel við í veruleikanum.
Það er sagt, að útlendingur nokkur hafi
spurt konunginn:
„Hve stór er lífvörður yðar hátignar ?“
„Sjö miljónir,“ svaraði konungurinn.
Alþekkt er, hve konungur lifir reglu-
sömu og heilbrigðu lífi. Hann er mikill
íþróttamaður, iðkar tennis allan ársins
hring af miklum áhuga og er mjög fær
á því sviði. Hann stundar fiski- og dýra-
veiðar og til dæmis um það, hve ern
hann er, hefir verið frá því sagt, að eitt
sinn fyrir skömmu, þegar hann hafði ver-
ið á veiðum allan daginn, lét einhver þau
orð falla, að nú hlyti konungurinn að vera
orðinn þreyttur eftir erfiði dagsins. Kon-
ungurinn heyrði þetta og var ekki seinn
á sér að sýna hið gagnstæða: Hann setti
annan fótinn aftur fyrir hnakka! Hve
margir 85 ára menn mundu leika þetta
eftir honum?
Ævi Gustaf V. Svíakonungs er orðin
löng og viðburðarík. Tvær heimsstyrjaldir
hafa geisað í stjórnartíð hans og fært
Konungur heilsar jafnaldra sínum, gömlum jám-
smíðameistara.
honum og þjóð hans mörg erfið viðfangs-
efni. Miklar þjóðfélagslegar breytingar
hafa átt sér stað, síðan hann tók við
völdum, og hefir hann sýnt mikinn skiln-
ing og víðsýni og þrek, þegar mest hefir
riðið á, enda er karlmennsku hans, skyldu-
rækni og ljúfmennsku viðbrugðið.
1 byrjun heimsstyrjaldarinnar fyrri
hófu Norðurlandaríkin þrjú, Svíþjóð,
Noregur og Danmörk, sameiginleg mót-
mæli gegn brotum, sem stríðsþjóðirnar
frömdu á alþjóðarétti. Konungarnir þrír,
Gustav, Hákon og Kristján, komu, að
boði Svíakonungs, saman á fund í Malmö
dagana 19. og 20. desember 1914 og ræddu
þar sameiginleg hagsmunamál ríkjanna.
Gustav konungur er föðurlegur og vin-
gjarnlegur við alla, sem eitthvað eiga
saman við hann að sælda. Hann hefir
áhuga á mörgu, mönnum og málefnum,
þjóðfélagslegum viðfangsefnum, veiði-
skap, útlilíf, íþróttum, gömlum silfurmun-
um, hljómlist og leiklist; byggingum og
bílum. Hann var meðal hinna fyrstu, sem
Gustaf konungur óskar Jussi Björling til ham-
ingju eftir söngskemmtun. Jussi er vinsælasti
söngvari Svía, sem nú er á lífi.
eignuðust bíl í Evrópu. Þegar hann vill
taka sér hvíld sezt hann við að sauma
og prjóna! Þegar einhver spurði hann,
hvort það væri nauðsynlegt, að hann væri
svona iðinn við prjónana, þá svaraði hann
og hélt áfram að prjóna: Já, þetta á að
verða trefill handa honum Vilhjálmi, og
hann þarf að fá hann á morgun.“
Sem elzti þjóðhöfðingi frjálsra landa,
hefir Gustav V. á hinni löngu ævi sinni
aflað sér meiri persónulegrar reynslu en
margir aðrir fá notið. Reynsla hans
hefir ekki einungis hjálpað honum til þess
að standa með sóma í hinni ábyrgðar-
miklu stöðu sinni, heldur og orðið þjóð
hans blessunarrík. Velferð þjóðar hans
hefir verið honum meira áhugamál en
nokkuð annað. Hann helgaði líka því tak-
marki líf sitt. Hann hefir þurft að færa
Fjórir bræður. Eugen prins listmálari. Oscar prins
Bemadotte, form. K. F. U. M. og forseti bind-
indisfélagsins „Blá bandet“, Gustaf V. og Carl
prins, giftur Ingeborg, sem er systir Kristjáns X.
miklar fórnir og láta margt á móti sér,
hann hefir því oft þurft að gleyma einka-
áhugaefnum sjálfs síns fyrir heill almenn-
ings.
Þegar Gustav V. varð 85 ára, skrifaði
forsætisráðherra Svía, Per Albin Hansson,
meðal annars í eitt sænska vikublaðið:
„Með einkunnarorðum sínum — Med
folket för fosterlandet — hefir Gustav
V. greinilega látið í ljós skilning sinn á
skyldum konungsins. Eftir þessari reglu,
sem hann hefir sett sér, hefir hann líka
unnið að heill lands og þjóðar.
Ást þjóðarinnar á konunginum hefir
vaxið með þeim ógnum og erfiðleikum,
sem yfir heiminn hafa dunið síðustu árin.
Hin sanna ljúfmennska konungs, ásamt
þeirri virðingu og trausti, sem menn bera
til hans, hafa skapað mikinn trúnað og
hollustu, sem er mikill styrkur fyrir Sví-
þjóð. Gustav konungur er orðinn tákn
sænskrar einingar, frelsisvilja og sjálf-
stæðis. En hann er meira en tákn. Hann
er meginþátturinn í einingu sænsku þjóð-
arinnar á vorum dögum.
Per Albin Hansson forsætisráðherra og konung-
urinn sitja að snæðingi. Hin bezta samvinna og
gagnkvæmt traust hefir alltaf verið á milli kon-
ungsins og stjórnar hans.