Vikan


Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 45, 1943 Við sjávarmálið stóðu nokkrar konur og börn, og horfðu með angistarfullu augnaráði út á sjó- inn til fiskibátarins, sem var í brimgarðinum fyrir utan. Þar háðu mennimir örvæntingarfulla bar- áttu við hinar þreytandi, himinháu öldur hafsins. Það leit svo út sem báturinn mundi á hverju augnabliki molast mélinu smærra og við hverja öldu sem reis, heyrðist angistarfullt hljóð og stimur frá fólkinu, sem í landi var — átakanleg og aumkunarverð hljóð. Það var búið að setja björgunarbátinn fast niður að flæðarmálinu, hann átti aðeins eftir að komast á flot, og mennimir, sem allir voru orðn- ir þjakaðir, eftir erfiðið við að setja þennan þunga bát niður lausan sandinn stóðu nú og biðu lags, að aldan lyfti honum. Þeir urðu að gæta sín fyrir briminu, að það sópaði þeim ekki með, þegar það æddi upp á sandinn. Konurnar og bömin þorðu ekki að ganga nær sjónum, heldur stóðu spölkorn frá uppi á ströndinni. Flest þetta fólk, sem stóð þama átti menn sina, feður eða bræður úti i fiskibátnum. Konumar báðu í hljóði og töldu perlurnar á bænafestinni sinni. Barbara sleppti armi Blake. Hún hafði komið auga á Revelstone lávarð i því, að hann stökk upp í björgunarbátinn, og hún þurfti að tala við hann, hún mátti til að segja honum það, áður en hann legði líf sitt í hættu á hinu tryllta hafi. Hann varð að heyra sannleikann frá hennar eigin vömm, áður en hann færi, ef hann kæmi ef til vill ekki aftur — hann varð að fá að vita, að hún elskaði hann! Hún hljóp af stað niður votan sandinn — hljóp næstum blindandi, án þess að gera sér grein fyrir hættunni af freyðandi öldunum, sem runnu langt upp eftir sandinum við aðsogið. Stormurinn feykti hárinu um andlit hennar, og munaði minnstu, að hann rifi hana um koll. En Barbara hafði skyndilega fengið þrótt og krafta — krafta, sem voru storminum yfirsterkari. „Richard — Richard!" Hún hrópaði nafn hans eins hátt og orka henn- ar leyfðu, en það var engin von til þess að rödd hennar gæti borist til eyma hans i gegnum nið sjávarins og hvin stormsins. Rokið reif stór tré upp með rótum og feykti þeim flötum til jarðar, og feykti þökum af húsunum, og hafið, þetta hræðilega úfna haf beljaði við ströndina, eins og það væri tilbúið að gleypa allt í sig! Gamall fiskikarl, sem var orð'inn alltof hrum- ur og vesæll til þess að geta nokkurt gagn gert við það, að setja björgunarbátinn á flot, greip í kápu Barböru með báðum höndum og dró hana til baka. „Þér megið ekki fara feti nær sjónum, frú!“ kallaði hann skipandi. „Hver haldið þér að geti heyrt, hvað þér segið í svona veðri? — Sjáið þér, hvemig sjórinn lítur út núna! Það má telj- ast kraftaverk, ef björgunarbáturinn nokkru sinni kemur heill aftur að landi!“ Barbara reyndi að slíta sig lausa frá gamla manninum, en Ethnee tók skyndilega utan um hana, með sínum ungu og sterku örmum og leiddi hana upp sandinn. „Vertu róleg, Barbara — við verðum að standa hér, þar sem við emm; því ef við reynum að aftra Howard og Revelstone lávarði frá því að fara, þá kemst björgunarbáturinn alls ekki út. Og þar að auki, mundu þeir ekki vilja hætta við að fara, þó þeir heyrðu til okkar!" Ethnee þrýsti Barböru fastar að sér. „Það eru forlögin, sem hafa leitt þá til Glenns- kastala — sem hafa stjómað því, að þeir hafa búið í sama húsi, sem hafa vakið þá á sama tima — þinn vin og minn vin, Barbara! Við erum öll undir handleiðslu guðs í dag. Allt sem gerist mun vera hans vilji!“ Veslings unga stúlkan reyndi að vera róleg og hafa stjóm á tilfinningum sínum, en hjarta henn- ar var fullt af angist og kvíða, þegar hún sá björgunarbátinn skríða út freyðandi brimlöðrið. Himinhá alda valt að bátnum, en hann braut hana og komst fram úr henni, svo var allt stillt augna- blik, rétt eins og öldurnar væru að safna kröft- um til næstu atlögu. „Ó, guð minn góður, fær þú mér Howard heil- an á húfi í land aftur! Við ætlum að halda brúð- kaup okkar eftir þrjá daga! Heilaga, María, frelsa þú Howard!" Ethnee slepti takinu af mitti Barböru. Nú gat hún hvorki séð björgunarbátinn eða litla fiski- bátinn — aðeins óendanlegar rastir af hvítum ólgandi bylgjum. Stormurinn þyrlaði sandinum upp í þring um þær, hann var líkur gráu skýi. Þeir fáu gömlu menn, sem eftir stóðu á strönd- inni hristu höfuðin vonleysislegir á svipinn. Mað- ur heyrði stunur og kvein kvenna og skæran og angistarfullan grát barnanna. Barbara kraup á kné við hliðina á Ethnee. „Richard," stundi hún, „elsku Richard minn! Ég bið þig um líf hans, góði guð — aðeins, að hann fái að lifa! Lát þú hann koma aftur til mín! Lát ekki hafið svelgja hann! Við — við MAGGI OG RAGGI. Maggi; Heyrðu afi, þú veizt um kjúklingana, sem við höf- um verið að ala úti í bakgarð- inum? Afi: Já. Maggi: Jæja, ?n við höfum sex kjúklinga, en fáum bara fimm egg á dag!!! Það er eitt- hvað bogið við það!! Afi: En einn af þeim er hani, og hann verpir ekki eggjum! Maggi: Nú sltil ég, hvernig í öllu liggur. Hann er náttúr- lega að draga úr stríðsfram- leiðslunni, báninn sá arna!! þráum svo hamingjuna! Við höfum bæði lengi beðið eftir hamingju — svo hræðilega lengi!" Hún bað upphátt -—- og skeytti engu, þótt einhver heyrði til hennar. Ethnee bað líka hátt. Hver einasta kona á ströndinni baðst nú fyrir, og hver fyrir sínum ástvini. Það hugsaði hver um sig og sína, án þess að hafa tíma til að veita umhugsun þeim öðrum, sem börðust við hættu hafsins. Þær hugsuðu aðeins um þann eina, sem stóð hjarta þeirra næst. Þeim fannst sjálfsagt, að allir aðrir legðu sig i hættu, til þess að aðeins þeirra eini kæmist lifs af. Barböru var það ljóst, að þessa stundina, var hún ekki vitund öðruvísi gerð en annað fólk. öll hennar margra ára sjálfsafneitun og fómarlund var nú alls ekki megnug, að stjóma tilfinningum hennar þetta augnablik. Hún gat ekki hugsað um, nema. ástvin sinn, aðeins sinn eigin ástvin, og lét sér á sama standa um sorgir allra annara — aðeins hennar eigin angist gagntók hana! Hún hrópaði til guðs og bað hann að frelsa Richard Revelstone, en hún nefndi ekkert annað nafn. Hjá henni var nú aðeins þessi eini maður fyrir öllu. Hún skildi nú — ef til vill of seint — að af þeim þremur mönnum, sem höfðu elskað hana, var það aðeins Revelstone lávarður, sem sam- ræmdist henni í einu og öllu. 1 eðli Richards Revelstone hafði hún fundið sitt eigið eðli og það, sem hún hEifði haldið' í öll þessi ár, að að- eins hefði verið vinskapur, hafði í rauninni. verið ást — þessar djúpu, tryggu tilfinningar, þessi skyldleiki milli sálar og hugsana, voru þegar allt kom til alls, þýðingarmeiri milli manns og konu heldur en eintóm ástleiðsla og sveimhugakenndir draumar æskunnar. Já — í þessi níu ár höfðu þau nálgast hvort annað meira og meira, án þess þeim sjálfum væri það ljóst, að hverju stefndi á milli þeirra. Og nú — nú þegar þau skildu bæði, hvernig málum var komið, nú þegar ástip hafði brotizt fram í sinni réttu mynd, nú þegar hjarta Barböru hafði vakn- að til lífsins að nýju og sá maður, sem hún elsk- aði, hafði fundið aftur trúna og vonina á farsælt líf, var það þá mögulegt, að það væri ætlun guðs að eyðileggja þetta allt saman ? Mundi hafið nú taka ástvin hennar frá henni, ástvin þann, sem Barbara hafði nú fundið, sem hún hafði vonað, að mundi verða hennar fyrir allt lifið? „Ó, guð, bjarga þú honum! Ó, Jesú, vertu miskunnsamur! Ó, Jesús minn, hjálpa þú mér!“ Hún hélt höndunum fast upp að brjóstinu. Henni fannst hún þurfa að halda um hjarta sitt, því það barðist svo vilt. Bara að vindurinn og brimið vildi hætta svo litla stund! Bara ef guð vildi segja: „Verði logn!“ — En guð sagði ekki neitt. „Heilaga María — bið þú fyrir oss!“ Rómur Ethnee heyrðist rétt hjá Barböru. Bæn hennar barst með storminum og heyrðist gegnum hann til þeirra, sem næstir voru. Það var nú ekki ein manneskja á ströndinni, sem ekki bað. Gnýr hafsins varð hærri og hærri og þyngdist alltaf — ekkert annað heyrðist en dunandi brimhljóðið, þegar bárurnar veltust hvor á fæt- ur annari og hvítfreyðandi löðrið skall upp á steinana við ströndina. Barbara söklt æ dýpra og dýpra í angist sinni og vonleysi. Aldrei fyrr í lífi sínu hafði hún beðið jafn heitt og nú. Hún hafði gleymt Ethnee — hún hafði gleymt Howard — hún hafði gleymt hverri einustu manneskju á jörðinni, utan þeim eina, sem hún nú bað fyrir, hún bað aðeins fyrir honum, sínum nánasta ástvini! Skyndilega heyrðist óttaslegin konurödd hrópa: „Það féll einhver útbyrðis af björgunarbátn- um! -— Það var einhver, sem drukknaði!“ Hróp hennar bergmálaði í brjóstum allra hinna, og það var ekki ein einasta kona stödd þar, sem ekki fékk sáran sting í hjartað, og angistin jókst, varir þeirra titruðu, og þær voru náfölar. Hver var það. sem sjórinn hafði tekið, sem fyrstu fórn ? Var það Mike Cregan — eða Tim O’Hag- an? Var það Shane O’Dovagn? Eða var það

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.