Vikan


Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 45, 1943 iwrmin rini IIKIIIIII Ufl <§>másag.a eftir Charles Foley. Meðal annarra vina og kunningja, voru ungfrú Vaubert og frændi hénnar, René Dubrail gestir mín- ir eina kvöldstund. I samræðunum kom einn gestanna með þessa athugasemd: „Hver þorir að halda því fram, að hann hafi ekki, að minnsta kosti einu sinni í lífi sínu verið óréttlátur eða grimmur?“ Ég sat einmitt hjá ungfrú Vaubert, og það fór hrollur um hana, þegar hún heyrði þessi orð. Hún varð einkennilega föl í andliti, og hin dökku augu hennar fylltust tárum. Eins og til þess að reka í burtu sárs- aukakennda minningu, strauk hún ósjálf- rátt hendinni um enni sér, þar sem hárið var farið að grána. Og með þeirri þörf, sem samvizkubitið hefir svo oft í för með sér, til þess að skrifta, hvíslaði hún til mín lágt: ,,Já, hver þorir að halda því fram? — Ég, sem nú er víst álitin vera mild, réttlát og vingjarnleg, varð ekki góð fyrr en ég hafði verið grimm — meira en grimm.“ Án þess að gefa mér tíma til þess að biðja sig um að segja mér frá því, hvern- ig stóð á því, byrjaði hún með hrærðri röddu. „Það var á baðstað í Normandie fimm árum eftir fransk-þýzka stríðið. Móðir mín, frændi minn René Dubrail og ég bjuggum á gistihúsinu. Ég var þá mjög ung; og ég vissi, að ég var fríð, ég var dálítið stolt og kannske líka nokkuð hreyk- in af því. Á meðal gestanna á gistihúsinu var að- eins einn, sem mér leizt vel á. Það var mjög hár maður um þrítugt. Hinir göfug- legu og reglulegu andlitsdrættir hans báru vott um styrkleik og viljafestu, en þeir voru líka nokkuð þunglyndislegir. Göngu- lag hans og limaburður sýndu, að hann var hermaður; þjónn hans færði honum matinn upp í herbergi hans, og hann gekk alltaf um eins og í þungum þönkum; blæddur í síða, svarta herforingjakápu. Það virtist sem hann þekkti engan, og hann heilsaði heldur ekki nokkrum. Allt þetta kom mér einkennilega fyrir sjónir og vakti forvitni mína. Ég gekk þess vegna alltaf sömu leið og hann og ávarpaði hann meira að segja líka. Hann svaraði mér varla og það mjög kuldalega. Einn daginn fannst mér samt ég sjá gleði- ljóma í hinum mannfælnu augum hans. Ég þóttist þessvegna missa hanzka minn. Hann virtist hálfruglaður af þessu, en hann gekk leiðar sinnar, án þess að taka hanzkann upp. Prá þessarri stundu forðaðist hann mig og tók á flótta strax, þegar hann sá mig. Frændi minn, Dubrail, tók eftir því og hlífði mér ekki við háði sínu og spotti. Ég reyndi að gera framkomu ókunnuga mannsins hlægilega, en var í hjarta mínu stórlega móðguð og særð. En tvö atvik breyttu brátt þessarri móðgun minni í andúð og síðar í ákafleg- an viðbjóð. Morgun nokkurn, þegar ég kom gang- andi niður bratta brekku, sá ég fyrir fram- an mig gamla, fátæka konu, sem var að sligast undan þunga hrísknippis, sem hún bar á bakinu. Liðsforinginn birtist allt í einu á bugðu á veginum. Annað hvort af hræðslu eða þreytu sleppti gamla konan reipinu, sem hélt hrísknippinu saman á baki hennar. Greinarnar ultu á jörðinni, og gamla konan hneig niður. Ég hljóp til hennar og reisti hana upp og setti baggann aftur á bakið á henni, áður en liðsforinginn hreyfði sig til hjálpar. „Ekki hélt ég, að nokkur maður.gæti verið svona óhjálpfús!“ hrópaði ég og gat illa leynt reiði minni. „Ég hefi enga pen- inga á mér, sem mér þykir mjög leitt. Þér viljið kannske vera svo góður, herra minn, að gefa veslings konunni nokkra aura.“ Fyrst skein úr andliti hans kvíðafullt hik, og ég hugsaði, að nú mundi hann koma með útskýringu eða. biðjast fyrirgefningar. [ VITIÐ ÞÉB ÞAÐ? 1 s i 1. Hvað er hið nýja nafn Konstantinópel ? | z 5 I 2. Hver var Messalina ? I | = 3. Hvenær var fyrsti vitinn byggður ? i I : 4. Sigraði Julíus Cæsar Bretland. S £ | 5. Hverjir þessara manna voru samtíma- menn: (a) Charles Dickens, (b) Daniel | Defoe, (c) Robert Browning? i 6. Hvaða Amerikumaður fékk fyrstur | Nobelsverðlaun ? í | I 7. Hvar dó Kolumbus? i 8. Hvaða fræga fjölskylda græddi á or- f ustunni við Waterloo? | 9. Hvað er balalaika? i 10. Á kvenmaður að taka af sér hanzk- i ann, þegar hann heilsar? i | Sjá svör á bls. 14. i : : i 1 '■miimiiMiinmiiiiinaiiHtnitfuinniiiiiiniiiniiiNtiiiiiiinmiantiiiinimimimai En hann þurfti víst að láta mjög á móti sér. Varir hans bærðust og titruðu, en það kom ekki hljóð fram af þeim; andlitsdrætt- ir hans urðu aftur hörkulegir, og hann gekk í burtu í flýti, og án þess að gefa kon- unni nokkuð. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég bað ó- kunnugan mann að gera mér greiða og 1 fyrsta skipti, sem mér var neitað um bón mína. Ég gekk heim til gistihússins í mjög miklum hugaræsingi, og þegar ég hafði sagt frænda mínum frá atburðinum, var hann alveg jafngramur og ég. Hann lofaði mér líka því, að hann skyldi áreiðinlega lesa eftirminnilega yfir liðsforingjanum næst þegar þeir sæjust; og ég eggjaði hann til þess í þessarri hugsunarlausu reiði minni. , I heila viku sáum við ekki liðsforingjann. „Honum lízt auðvitað ekki á blikuna og er hræddur,“ sagði ég. Og René trúði því. Kvöld eitt vorum við frændi minn, þrátt fyrir mikinn storm, nokkuð seint á ferð niður við bryggjuna, sem skolaðist stöð- ugt af hinum freyðandi öldum. Við heyrð- um neyðaróp og hlupum að þeim stað á bryggjunni, þar sem járnstigi var áfastur við steinsteypuvegginn. Þegar við vorum komin þangað, sáum við liðsforingjann. standa þar náfölan og afskræmdan í and- liti. Með hræðsluþrunginni röddu hrópaði hann: „Það datt maður í sjóinn — þarna — þarna — já, maðurinn datt þarna!“ Ég horfði óð á René, sem leit á mig, og hrópaði síðan mjög illgirnislega —: „Maður er kominn að drukknun og svo látið þér yður nægja að standa á sama blettinum og væla eins og kvenmaður! Yður dettur ekki einu sinni í hug að ganga niður stigann þarna og rétta honum —. René ætlaði að stökkva út í sjóinn, þeg- ar tveir sjómenn héldu honum tilbaka, sá þriðji lagðist niður á steinbryggjuna, horfði ofan í sjóinn og hrópaði: „Ég sé manninn — hann heldur sér upp úr vatninu — nú tekur hann í stiga- þrepið, og nú getur hann gengið upp!“ Frændi minn vildi fara niður stigann til þess að hjálpa honum, en sjómennirnir tveir urðu á undan honum. Við biðum þögul, en róleg — svo komu sjómennirnir og báru á milli sín holdvotan manninn. Við æptum öll af gleði, og á meðan fólk, sem hafði komið þarna að, og björgunar- mennirnir komu m,anninum á björgunar- stöðina urðum við René ein eftir með liðs- foringjanum. Það var hægt að sjá, þrátt fyrir myrkr- ið, hvað hann var fölur ennþá, og hánn skalf frá hvirfli til ilja. Þessi fölvi og skjálfti höfðu því ein- kennilegri áhrif á mann, þar sem maður- inn var risi að vexti og andlitsdrættir hans hörkulegir. Pramhald á. bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.