Vikan


Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 5
*tirtiiuftmiiMuniiiiiiuiimuriuHHirmnHiiiiiim!t4, VIKAN, nr. 45, 1943 5 Ný framhaldssaga: Höfundurinn: Agatha Christie iui Hver gerði það? Sakamálasaga eflir AGATHA CHRISTIE ^ mill.llHHIIIHIUHIUIUIIIIIUIHIIHIUHUUUUIIUUIIIIIH.UUIIIIUIHIUIUHIIHUIIIIHHIUIHHIIHnUHIUUIIUUHIIIHIIIIIIU.IHIHIIIHIIIIIIUHIIIUI „Og þó,,“ sagði Poirot, ,,ef kæmi fyrir slys — „Ó, nei, vinur minn.“ „Frá þínu sjónarmiðt mundi það vera hörmu- legt, skal ég viðurkenna. En við skulum nú samt hugsa okkur það eitt andartak. Kannske erum við öll tengd saman — með dauðanum.“ „Meira vín,“ sagði Bouc og hellti I flýti í glasið. „Þú ert lasinn, vinur minn. Það er ef til vill meltingin.“ „Það er satt,“ sagði Poirot, ,,að maturinn á Sýrlandi á ekki alveg vel við maga minn.“ Hann saup á vini sínu, og hallaði sér síðan aftur í stólnum og renndi augunum hugsandi um borðstofuvagninn. Það sátu þrettán manns þár, og eins og Bouc sagði, af öllum stéttum og þjóðerni. Hann byrjaði að athuga fólkið. Við borðið á móti þeim voru þrir menn. Stór dökkur Itali, sem var að hreinsa tennur sínar með tannstiku. Á móti honum sat snyrtimann- legur Englendingur með hið sviplausa andlit velæfðs þjóns. Við hliðina á Englendingnum var stór Ameríkumaður í áberandi fötum, hann leit út fyrir að vera umboðssali. „Þú verður að fresta því,“ sagði hann hátt með nefmæltri röddu. Italinn tók út úr sér tannstikuna, til þess að geta patað með henni frjálslega. „Já, einmitt, Það er það, sem ég er alltaf að segja.“ Englendingurinn horfði út um gluggann og hóstaði. Poirot horfði í aðra átt. Við lítið borð, sat einhver sú allra ófríðasta kona, sem hann hafði nokkurntíma séð. En, það var ófriðleiki, sem fremur dáleiddi mann en lét manni bjóða við. Hún sat mjög bein í baki. 1 kringum háls hennar var kragi úr stórum perlum, sem voru, þótt ótrúlegt sé, ekta. Hendur hennar voru þakt- ar hringjum. Hún var með loðkápu á herðunum. Hún var iheð svartan dýrindis hatt á höfðinu, sem klæddi hið gula, pöddulega andlit alveg hörmulega illa. Hún var nú að tala við þjóninn með kurteis- legum, en einvaldslegum tóni. „Viljið þér gjöra svo vel, að áetja inn í klefa minn eina flösku af sódavatni og stórt glas af appelsínusafa. Og viljið þér svo sjá um, að ég fái soðna kjúklinga til miðdagsverðar — lika soðinn fisk.“ Þjónninn svaraði með mjög mikilli virðingu, að svo skyldi vera. Hún kinkaði kolli léttilega og stóð upp úr sæti sínu. Hún leit af tilviljun á Poirot, en úr augnaráði hennar skein afskiptaleysi hins áhuga- lausa aðalsmanns. „Þetta er Dragomiroff prinsessa,“ sagði Bouc lágt. Hún er rússnesk. Maðurinn hennar kom öllum peningum sínum úr landi, þegar byltingin braust út og kom þeim fyrir erlendis. Hún er ákaflega rík. Heimsborgari.“ Poirot kinkaði kolli. Hann hafði heyrt um Dragomiroff prinsessu. „Hún hefir mikinn persónuleika,” sagði Bouc. „En ljót eins og sjálf amma fjandans. Finnst þér ekki?“ Poirot samþykkti. Við annað stóra borðið sat Mary Debenham Forsaga: Hercule Poirot er á leið frá Sýrlandi með Taurus hraðlestinni. 1 lestinni eru aðeins tveir aðr- ir farþegar; ung stúlka, sem heitir Mary Debenham og Arbuthnot ofursti frá Ind- landi. Þau Mary og ofurstinn þekkjast lítið eitt. Þegar Poirot kemur til Stamboul, fær hann skeyti um að koma strax til Eng- lands. Hann hittir gamlan vin sinn, Bouc, sem er framkvæmdarstjóri jámbrautar- félagsins. Þeir verða samferða með járn- brautinni. Á Tokotlia gistihúsinu sér Poi- rot tvo Amerikumenn. Honum lízt illa á þann eldri, sem heitir Ratchett. Þessir tveir menn, Mac Queen og Ratchett, fara einnig báðir með lestinni. Þegar hér er komið sögu sitja Bouc og Poirot að snæðingi í lestinni. með tveim öðrum konum. Önnur þeirra var há fullorðin kona, í röndóttri blússu og vaðmáls- pilsi. Hár hennar var mikið og fölgult, hún var með gleraugu, en andlit hennar var milt og vin- gjarnlegt. Hún var að hlusta á þriðju konuna, sem var feitlagin með skemmtilegt andlit. Sú feita talaði alltaf í sömu tóntegundinni og virtist aldrei þurfa að stoppa til þess að draga andann. ,,— Þetta sagði nú dóttir mín, „Af þvi,“ sagði hún, „þú getur ekki tekið upp ameríska siði i þessu landi, þessi deyfð er mönnum hér eðlileg," sagði hún „það er enginn kraftur í þeim —.“ „En þrátt fyrir það, mundir þú verða hissa, ef þú vissir, hvað skólinn okkar hefir gert. Kenn- araliðið er afbragð. Það er ekkert, sem jafnast á við menntun. Við þurfum að kynna austur- landabúum hugsjónir okkar. Dóttir mín segir —.“ Lestin rann inn í jarðgöng. Þessi rólega til- þreytingarlausa rödd heyrðist ekki lengur. Við næsta borð, sem var lítið, sat Arbuthnot ofursti aleinn. Hann horfði á hnakka Mary Debenham. Þau sátu ekki saman. En það hefði nú samt verið hægt að koma því þannig fyrir. Hvers vegna? „Ef til vill hafði Mary Debenham neitað öllum kunningskap,“ hugsaði Poirot. Kennslukonur verða að vera aðgætnar. Stúlka, sem hefir henn- ar stöðu, verður að láta lítið á sér bera. Hann renndi augunum yfir í hinn enda vagns- ins. Út við vegginn sat miðaldra kona, klædd í dökkan kjól, hún var breiöleit, og andlit hennar var sviplaust. „Annað hvort er hún Þjóðverji eða norðurlandabúi,“ hugsaði Poirot. Ef til vill þerna hefðarfrúarinnar. Við hliðina á henni sat par, sem hallaði sér saman og töluðu ástúðlega saman. Maðurinn var í fötum úr ensku ullarefni, en hann var ekki enskur. Poirot sá aðeins I hnakkann á honum og breiðar herðarnar. Stór maður og vel vaxinn. Hann sneri allt í einu höfðinu; og Poirot sá fram- an í hann. Hann var mjög laglegur maður á þrí- tugsaldri með mikið, velhirt yfirvaraskegg. Stúikan, sem, sat á móti honum var unglingur, svona á aö giska tuttugu ára, hún var klædd i svart aðskorið pils og jakka og hvíta satínblússu, og svo var hún með svarta kollu á höfðinu. Hún hafði fallegt útlendingslegt andlit, hvitt hörund, stór brún augu og kolsvart hár. Hún var reykj- andi sígarettu með munnstykki. Neglur liennar voru litaðar dökkrauðar. Hún var með langa perlufesti um hálsinn. Það var ástleitni í rödd hennar og svip. „Hún er töfrandi falleg," muldraði Poirot. — „Líklega eru þau hjón?“ Bouc kinkaði kolli. „Ég held hann sé ungversk- ur sendiherra,“ sagði hann. „Lagleg hjón.“ Svo voru aðeins tveir menn til í vagninum, sam- býlismaður Poirots, Mac Queen og vinnuveitandi hans Ratchett. Sá siðarnefndi sneri andlitinu að Poirot, og i annað sinn horði hann á hið aðlaðandi andlit, en athugaði nú hinn falska velvilja í augnaráðinu og litlu grimdarlegu augun. Bouc tók eftir svipbreytingu Poirots. „Ertu að horfa á villidýrið þitt?“ spurði hann. Poirot kinkaði kolli. Bouc stóð upp, þegar þeim var fært kaffið. Hann hafði byrjað að borða á undan Poirot og hafði þess vegna lokið máltiðinni á undan. „Ég ætla að fara inn í klefa minn,“ sagði hann. „Komdu með og spjallaðu við mig.“ „Með mestu ánægju.“ Poirot drakk kaffið sitt og bað þjóninn um glas af munkaveig. Þjónninn gekk á milli borðanna með peningakassa sinn og tók á móti borgunum. Ameríska konan talaði með hvellri og raunalegri röddu: „Taktu með þér matvælaseðlana, mamma, þá lendir þú áreiðan- lega í vandræðum." — „En hvemig er þetta svo, maður borgar þeim svo tíu prósent í drykkju- peninga, og svo koma þeir með lélega gosdrykki, ja, það er skrýtið vatn. Þeir hafa engin létt vín, ég er alveg steinhissa, já, það er ég.“ „Það er víst ekkert við þessu að gera,“ sagði konan með gula hárið. „Jæja, mér finnst þetta skrýtið.“ Hún horfði með ólund á smáhrúgu af skiptimynt, sem var á borðinu fyrir framan hana. „Horfðu á þetta rusl, sem þjónninn lét mig hafa! Dóttir mín segir —." Mary Debenham ýtti aftur stólnum sinum. lmeigði sig fyrir hinum tveim konunum og gekk út úr borðstofuvagninum. Arbuthnot ofursti stóð upp og gekk á eftir henni. Ameríska konan tók peningahrúguna af borðinu og gekk út, í fylgd með henni var konan með gula hárið. Ungverj- arnir voru líka farin Aðeins Poirot, Ratchett og Mac Queen voru eftir. Ratchett talaði við félaga sinn, sem stóð upp og gekk út. Þá reis hann sjálfur úr sæti sínu, en í stað þess að fara með Mac Queen, þá settist hann óvænt í sætið á móti Poirot. „Getið þér hjálpað mér með eld?“ sagði hann. Hann var lítið eitt nefmæltur, en röddin var blíðleg. „Nafn mitt er Ratchett.“ Poirot hneigði sig léttilega. Hann stakk hönd- inni í vasa sinn og dró upp eldspýtustokk, sem hann rétti hinum manninum, sem tók við honum, en kveikti samt ekki á eldspýtu. „Ég hefi víst þá ánægju að tala við Hercule Poirot, er ekki sv'o?“ Poirot hneigði sig aftur. „Jú, rétt er það.“ Leynilögreglumaðurinn var þess fyllilega með- vitandi, að þessi ókunnugu slælegu augu hvíldu rannsakandi á honum, áður en hinn hóf máls aftur. „1 mínu landi,“ sagði hann „erum við ekki með neinar málalengingar, við komum strax að efn- inu, Poirot. „Ég ætla að biðja yður um að gera svolítið fyrir mig.“ „Skjólstæðingar minir eru fáir nú orðið’. Ég tek fá mál að mér.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.