Vikan - 04.05.1944, Side 2
2
VIKAN, nr. 18, 1944
Pósturinn \ m
Góða Vika!
Ég undirrituð óska eftir að kom-
ast í bréfasamband við pilt eða
stúlku á aldrinum 14—16 ára, helzt
á Norðurlandi.
Guðný Anna Eyjólfsdóttir, Múla,
Gufudalssveit, A.-Barð.
Keflavík.
Ég undirritaður bið yður að segja
mér af beztu sannfæringu hvort er
réttara að skammstafa orðið vélbát-
ur með V/b eða M/b, miðað við
islenzkt rétt mál. G. B.
Svar: V/b.
Ég er sjómaður og hefi hugsað
mér að komast einhvemtima á Sjó-
mannaskólann i Reykjavik.
Mér hefir verið sagt, að til þess
að fá inntöku i fiskimannadeild,
þurfi 27 mánaða siglingatima, þar
af 9 mánuði á skipum yfir 90 smá-
lestir. Nú langar mig til að spyrja
þig, hvort krafist sé jafn langs tíma,
ef siglt hefir verið eingiingu á skip-
um yfir 90 smál. eða hvort skemmri
timi er tekinn gildur, þegar þannig
stendur á.
Með fyrirfram þökk.
S. A.
Svar: Nú þarf að hafa siglt á skip-
um undir og yfir 75 smál. alls 36
mánuði, en breytingar iiggja fyrir
Alþingi á skólalögunum og fara þær
i þá átt, að sigla þurfi i 27 mánuði á
skipum yfir 30 smál. Þetta er ekki
búið að samþykkja.
Reykjavik, 22.—4. ’44.
Kæra Vika!
Viltu vera svo góð og svara fyrir
mig eftirfarandi: Er rétt að skrifa
frú utan á bréf til konu, sem býr með
manni og á með honum 4 böm en er
ekki gift honum ? Ef ekki, þá hvað ?
Kær kveðja.
„Einn ógiftur".
Svar: Ef þér eruð eitthvað feim-
inn að skrifa „frú". i þessu tilfelli, þá
getið þér skrifað „húsfreyja". Annars
finnst okkur, að hún eigi vel frúar-
titilinn skilið!
Svar til „önnu og Dísu“.
Þið frímerktuð ekki bréfið og fáið
ekki svar fyrr en þið sendið okkur
frímerkt bréf!
Svar til „Spuruls“.
Lesið þér „Skúlaskeið".
Kæra margfróða Vika!
Viltu segja mér, hvort sé réttara
að segja: „Mikið hefir dimmað síðan
áðan," eða „Mikið hefir dimmt síðan
áðan." Sendu svar sem fyrst. Með
fýrirfram þakklæti. Bráðlát.
Svar: Hið fyrra höfum við aldrei
heyrt og þykir þvi ótrúlegt, að það
geti verið rétt!
„Kvöldið er fagurt"!
1 siðasta blaði spurðum við les-
enduma hvort þeir þekktu visu með
þessum iinum: „Ég þekki litinn,
fagran lund" o. s. frv. Margir hafa
sent okkur afskrift af tveim erind-
um, sem hér fara á eftir, og eru þau
sögð eftir Xngólf Þorsteinsson:
Kvöldið er fagurt, sólin sest
og sefur fugl á grein.
Við skulum koma vina min,
og vera saman ein.
Ég þekki fagran, lítinn iund,
hjá læknum upp við foss,
þar sem að gróa gullin blóm,
þú gefur heitan koss.
Þú veist, að öll mín insta þrá,
er ástarkossinn þinn.
Héðan aðeins yndi ég
i örmum þínum finn.
Ég leiði þig i lundinn minn,
mín Ijúfa, komdu nú.
Jörðin þó eigi ótai bióm,
min eina rós ert þú.
Plastic-eement
Mjög límkennd asfalt- og asbest-blanda til að þétta mcð
leka á þökum, þakrennum, múrbrúnum og niðurfalls-
pipum.
Gott til rakavama í kjallaraveggi og gólf, undir gólf-
lagnir o. fl.
Plastic-cement þolir alls konar veðráttu.
Fyrirliggjandi hjá
J. Þorláksson & Norðmann
Bankastrœti 11. — Sími 1280.
Svar til „Vandræðagepils":
Við getum ekkert sagt þér um það,
sem þú spyrð, þar sem við höfum
enga hugmynd um útlit þitt.
Leiðrétting á svari við fyrirspum
um Joseph Cotton: Það var prent-
villa, að hann væri fæddur 1915, átti
að vera 1905.
Svar til „Litillar telpu i Dýrafirði":
Því miður getum við ekki útvegað
þér það, sem þú biður um.
Kæra Vika!
Viltu gera svo vel, að koma olckur
í bréfasamband við pilt eða stúlku
á aldrinum 14—19 ára. Helzt á Suð-
urlandi. Aðalheiður Kristjánsdóttir,
Aðalgötu 7. Margrét Pálsdóttir,
Kirkjuvegi 9. Anna Gunniaugsdóttir,
Aðalgötu 5. Margrét Jóhannesdóttir,
Aðalgötu 9. Allar í Ölafsfirði.
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu
Atkvœðagreiðsla
utan kjörstaðar, er greinir í þingsályktunartil-
lögu samþykktri á Alþingi 25. febr. 1944 um
niðurfellingu dansk-íslenzka sambandslaga-
samningsins frá 1918 og í stjórnskipunarlögum
frá 15. desember 1942, fer fram í Reykjavík í
Góðtemplarahúsinu við Vonarstræti (uppi)
hvern virkan dag frá og með 2. maí kl. 10—12
og kl. 13—16 og í skrifstofu borgarfógeta í Arn-
arhvoli sömu daga kl. 17—19 og kl. 20—22.
Kæra Vika!
Geturðu sagt mér hvað stúlkan
heitir, sem ieikur aðalhlutverkið í
kvikmyndinni „Óður Ecrnadotte"?
Mér þætti mjög vænt um það, ef
þú gætir gefið mér upplýsingar um
þetta. Lilla.
Svar: Jennifer Jones.
Reylcjavík, 29. apríl 1944.
Y f irk jörst jórnin.
'kiiitumiimiiiiiiiimiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiimiiiiiitiMiiiiiiiiiii
4:
1
1
Sundhöllin opin í sumar:
Mánud.
Þriðjud.
Miðvikud.
Fimmtud.
Föstud.
Laugard.
Sunnud.
Kl. 7.30—10
Bæjarb. og yfirm.
10—12.30
Bæjarb.
12.30—2.15
Innl. og erl. karl.
8—10 bæjarb. og yfirm.
Bæjarbúar
10—2 bæjarb.
2.15—8 -V1 • 8—10
Bæjarb. Bæjarb.
— Herinn
5—6 kon. Bæjarb.
Bæjarb. —
— —
— Herinn
2—4 herinn
S Ath.: Miðasalan hættir 45 mín. fyrir lokunartíma.
1 i
$ SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR.
Geymið auglýsingnna.
Ctgefandi: VIKAN ILF., Reykjavik. — RiUtjóri og ibyrgóarmaóur: Jón li. Uuómtwdsaon, Kirkjustneti 4, simi 5004, póathólf 305.