Vikan


Vikan - 04.05.1944, Síða 6

Vikan - 04.05.1944, Síða 6
VTKAN, nr. 18, 1944 en ég kærði mig ekkert um að benda henni á pær. Ég minntist lauslega á nýja nábúann bkkar - til þess að skipta um umræðuefni. Það var nýlega kominn ókunnugur maður í næsta hús við okkur, sem heitir „The Larches". Sér til mikillar gremju hafði Caroline ekki getað komizt að öðru en að hann væri útlendingur. Upplýsingaliðið hafði brugðizt. Maðurinn fær, að öllum líkindum mjólk, grænmeti og kjöt og aðrar vörur eins og við hin, en það virðist sem ekkert af því fólki, sem tekur að sér dreifingu þessa hluta, hafi tekizt að afla sér upplýsinga. Hann heitir víst Porrott — sem mér finnst mjög ein- kennilegt nafn. Það eina sem við vitum um hann er það, að hann ræktar grasker sér til skemmt- unar. En það er ekki það, sem Caroline langar til að vita. Hún vill vita, hvaðan hann kemur, hvað hann gerir, hvort hann sé kvæntur, hvernig kon- an hans var, eða er, hvort hann á börn, hvað konan hans hét áður en hún giftist — o. s. frv. „Góða Caroline mín,“ sagði ég. „Það er enginn vafi á því, hvaða atvinnu þessi maður hefir haft. Hann hefir verið hárskeri og rakari. Líttu á yfirvaraskeggið." Caroline var ósammála. Hún sagði, að ef mað- urinn væri hárskeri, þá mundi hann vera með liðað hár — ekki slétt. Þannig væru allir hár- skerar. Ég nefndi nokkra sem ég þekkti og voru með slétt hár, en Caroline neitaði að láta sannfærast. „Ég skil ekki, hvað hann getur verið,“ sagði hún hnuggin. „Ég fékk lánað nokkur garðverk- færi hjá honum í gær, en varð einskis vísari. Ég spurði hann svo, hvort hann væri Frakki, og hann sagði, að hann væri það ekki — og ég kunni ein- hvem veginn ekki við að spyrja hann um meira.“ Ég fór að hafa meiri áhuga á þessum leyndar- dómsfulla nábúa okkar. Maður, sem getur fengið Caroline til þess að þagna, hlýtur að vera mikil persóna. „Ég býst við þvi,“ sagði Caroline, „að hann eigi eina af þessum nýju ryksugum —.“ ,Ég sá á augnaráði hennar að hún var að hugsa ijm að fá hana lánaða til þess að fá tækifæri til þ'ess að spyrja hann um fleira. Ég sá mér færi að sleppa út í garðinn. Ég hefi gaman af garðyrkju. Ég var önnum kafinn að athuga fíflarætur, þegar ég heyrði aðvörunar- kail og eitthvað stórt flikki flaug yfir höfuð mitt og datt niður við fætur mína. Það var grasker! Ég leit reiðilega upp. Uppi yfir veggnum til vinstrí handar birtist andlit. — Egglagað höfuð, grunsamlega svart hár, heljar mikið yfirvarar- skegg og athugul augu. Þetta var leyndardóms- fulli nábúinn okkar, Porrott. Hann ruddi strax úr sér heilum straumi af afsökunum. „Ég bið yður margfaldra afsökunar, herra minn. Þetta er eingöngu mér að kenna. Ég er að rælíta grasker núna. 1 morgun varð ég svo allt i einu reiður við þau. Ég_ greip það stærsta og kastaði því yfir vegginn. Herra minn, ég skamm- ast mín. Ég bið yður auðmjúklega afsökunar." Ég gat ekki annað en blíðkast við slikar af- sakanir. Og graskerið hafði heldur ekki hitt mig. En ég vonaði það einlæglega, að það væri ekki venja nábúa okkar að kasta grænmeti yfir vegg- inn. Með slíkum vana gæti hann ekki orðið okk- ur kær nábúi. Þessi skrítni litli maður virtist lesa hugsanir minar. „Ó! nei“, hrópaði hann. „Verið órólegir. Það er ekki vani minn. En hugsið yður, herra minn, að maður vinnur og erfiðar til þess að fá nokk- urs konar hvíld og athvarf, en svo kemst hann að því eftir allt, að hann þráir gömlu starfsömu dagana og gamla starfið, sem hann hélt að mundi verða svo gaman að losna við?“ „Já,“ sagði ég hægt. „Ég held, að það sé mjög algengt. Ég er nú sjálfur eitt dæmið. Fyrir ári fekk ég arf, sem var nógu mikill til þess að draumur minn gæti ræzt. Mig hefir alltaf langað til að ferðast og sjá heiminn. Nú, það var fyrir ári, eins og ég sagði, og — ég er hérna ennþá. Litli nábúinn kinkaði kolli. „Bönd vanans. Þegar maður hefir náð ein- hverju settu marki og hefir ekkert að gera, finn- ur maður, að maður saknar hins daglega strits. Og starf mitt, herra minn, var skemmtilegt. Skemmtilegasta starfið í öllum heiminum! „Já?“ sagði ég uppörfandi. Á þessari stundu var andi Caroline i mér. „Athugun á mannlegu eðli, herra minn.“ „Einmitt það," sagði ég vingjamelga. Hann hafði augsýnilega verið hárskeri. Hver þekkir betur mannlegt eðli en einmitt hárskerinn? „Ég átti líka vin — vin sem skildi aldrei við mig í mörg ár. Stundum var hann svo sljór, að ég var næstum því hræddur, samt sem áður þótti mér mjög vænt um hann. Hugsið yður að ég sakna næstum hreinskilni hans, barnaskap- ar han og góðlega svip, og ánægjunnar, sem ég hafði af því að glepja hann, vegna þess, að ég var betri gáfum gæddum — ég sakna alls þessa meir en ég get frá sagt.“ „Dó hann?“ spurði ég samúðarfullur. „Nei. Hann lifir og dafnar — en í annari álfu. Hann er í Argentínu núna.“ „1 Argentínu," sagði ég með öfund. Mig hefir alltaf langað að koma til Suður-Ameríku. Ég andvarpaði og leit upp og sá, að Porrot horfði meðaumkvunarfullur á mig. Hann virtist vera skilningsgóður maður. „Ætlið þér að fara þangað?" spurði hann. Ég hristi höfuðið og stundi við. „Ég hefði getað farið fyrir ári,“ sagði ég. „En ég var heimskur — og það sem er verra en heimskur — gráðugur. Ég stofnaði eignum mín- um í hættu." „Ég skil," sagði Porrott. „Þér hafið verið í gróðabralli?" Ég hristi höfuðið sorgmæddur; en þrátt fyrir það var mér skemmt. Þessi hlægilegi litli maður var svo afskaplega hátíðlegur. „Það hafa ekki verið Porcupine olíulindirnar?" spurði hann hátíðlegur. Ég starði. „Mér datt þær náttúrlega i hug, en að lokum datt ég yfir gullnámu í vestur-Ástralíu." Nábúi minn horfði á mig með undarlegum svip, sem ég skildi ekki. „Þetta eru forlögin," sagði hann svo loksins. „Hvað eru forlög? spurði ég gremjulega. „Að ég skuli búa I næsta húsi við mann, sem hugsar í alvöru um Porcupine olíulindirnar og líka um vestur-Ástralíu gullnámurnar. Hafið þér líka veikleika fyrir jörpu hári?“ Ég starði á hann með opnum munni, og hann skellti upp úr. „Nei, nei, ég er ekki brjálaður. Þetta var heimskuleg spuming, sem ég lagði fyrir yður; en sjáið þér til, vinur minn, sem ég talaði um, var ungur maður, sem fannst allt kvenfólk gott og flest líka fallegt. En þér eruð miðaldra, læknir, og maður, sem þekkir heimsku og hégóma flestra hluta i lifi okkar. Nú, jæja, við erum nábúar. Ég ætla að biðja yður um að taka við þessu gras- keri sem gjöf til hinnar ágætu systur yðar.“ Hann beygði sig niður og tók upp risavexið grasker, sem ég tók við með kurteisi. „Þessum morgni hefir ekki verið varið til ónýtis," sagði litli maðurinn glaðlega. „Ég hefi kynnst manni, sem líkist á margan hátt gamla víni mínum. Annars langar mig að spyrja yður um eitt. Þér þekkið eflaust alla i þessu litla þorpi. Hver er ungi maðurinn, dökkhærði og fríði? Hann ber höfuðið hátt og brosir þótta- fullur." Ég var ekki í neinum vafa. „Það hlýtur að vera Ralph Paton," sagði ég hægt. „Ég hefi ekki séð hann fyrr?“ Erla og unnust- inn. Teikning eftir Geo JlcManus. Oddur: Hvemig líður þér, ástin mín! Erla: Oddur, ég hefi ákveðið. að þú skulir verða hers- höfðingi — og ég hringdi i hershöföingjann —. ^Oddur: Hvað segirðu! Hringdirðu í hann? *Erla: Já, en hann var ekki við. Oddur: Það var lelðinlegt!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.