Vikan - 04.05.1944, Side 12
12
VIKAN, nr, 18, 1944
köttur, sem sæti og starði á íbúana í hreiðrinu
uppi undir þakinu.
Nei, — þessi daufi, skjálfandi grátur gat ekki
komið frá ketti, það var áreiðanlega lítið barn,
sem grét! Já, en það gat ekki verið — nema
það væri einhver þorpskonan með barn sitt. En
hann hafði ekki heyrt fótatak á götunni fyrir
utan, og hann hafði góða heyrn. Hann stóð upp
úr rúminu, fór í morgunskó sína og læddist niður
stigann að ytri dyrunum. Það var enginn á ferli.
Hann nam staðar á þröskuldinum í náttfötum,
baðaður i geislum morgunsólarinnar.
Þarna sá hann næstum við fætur sína, dálítinn
böggul, vafinn inn í köflóttan herðadúk, og eins
og utan við sig tók hann bréfmiðann, sem var
festur við dúkinn og las það, sem á honum stóð
skrifað með klaufskri rithönd:
„Maurice Vaughan er faðir þessa barns. Verið
góð við það.“
Litla andlitið, sem sást varla upp úr dúknum,
var eins og blómsturhnappur í hlífðarblöðum sin-
um. Orðin, sem hann hafði lesið, voru honum
hræðileg. Hann féll í öngvit á gólfið.
Vinnumaður, Nói Binns, fann hann. Hann sá
samanvöðlaðan pappírinn, sem lá á gólfinu hjá
Vaughan. Hann tók miðann upp, slétti úr honum
og las það, sem á honum stóð með ánægju.
Það var engin furða, að gamli maðurinn yrði
hræddur! Nói var ékki hissa; hann hefði vel
getað sagt hitt og þetta, ef hann hefði verið
spurður. Það var heppni, að það skyldi vera
hann, sem náði í þessa frétt!
Hann barði á hurðina með dyrahamrinum.
Vinnustúlka kom þjótandi út, og frú Vaughan
leit í því út um svefnherbergisgluggann.
„Nói!" kallaði hann. „Hvað er að?“
„Það er Vaughan, frú mín góð. Það hefir liðið
yfir hann. Ég hélt, að þér mynduð kannske vilja
vita af þvi.“
„Fiflið þitt!“ hrópaði stúlkan.
„Hvers vegna hefir þú ekki lyft upp höfði
hans?" Svo sá hún bamið.
„Hvað á þetta að þýða?" stamaði hún.
„Þetta á piltunginn," sagði Nói. „Hann og El-
vira Grey. Ég hefi séð þau saman í skóginum."
Frú Vaughan kom hlaupandi niður tröppumar
og hélt að sér morgunsloppnum.
„Robert!" kallaði hún. „Guð hjálpi mér!“
Við það að heyra rödd hennar, opnaði hann
augun.
„Ég skal ná í koniak," sagði stúlkan.
Frú Vaughan kraup niður hjá eiginmanni sín-
um og lagði höfuð hans í kjöltu sína. Hann faldi
augu sín í slopp hennar og stundi lágt. Hún sá
miðann og tók hann kvíðin upp.
„Nei, nei," sagði hann hátt og skýrt, „þú mátt
ekki lesa hann!" En hann hafði ekki afl til þess
að hindra það.
Hún kreisti hann saman í hendi sinni og föln-
aði.
Stúlkan kom hlaupandi með koníakið.
„Ég er búin að sima eftir lækninum," sagði
hún. Hún skalf, svo að helltist úr flöskunni. Frú
Vaughan tók bamið upp og fann undarlegt afl
streyma frá þessari litlu veiku veru.
Nói Binns glápti á þau þrjú, ekkert fór fram
hjá honum. Vaughan var að ná sér.
„Réttu mér hönd þína, Nói," sagði hann. „Nú,
líður mér betur. Ég skil ekkert í því, að það
skuli líða yfir mig; slíkt kemur annars aldrei
fyrir mig. Það var líklega bara hræðslan, að finna
þetta veslings barn liggjandi hér á tröppunni.
Það hefir einhver óhamingjusöm þorpsstúlka lagt
það þarna, í þeirri von, að við aumkum okkur
yfir það. Það var það, sem stóð á miðanum.
Hún vonaði að við hefðum meðaumkun með henni
og tækjum barnið að okkur. Veslings stúlkan
— veslings stúlkan, ef einhver skyldi spyrja þig,
hvað hefir gerzt, Nói, þá segir þú þetta — er
það ekki?"
Með hjálp Nóa stóð hann upp aftur.
„Ég skal segja það, sem þú segir, herra,"
sagði Nói hlýðinn. „Það er alltaf gott að hafa
sögu reiðubúna. Það eru bölvaðir þvaðurhausar
hérna."
„Sagðir þú, að þú hefðir símað í lækninn?"
spurði Vaughan stúlkuna, þegar þau vóru kom-
in inn í forstofuna, hurðinni hafði verið lokað,
og þau heyrðu þungt fótatak Nóa Binns hverfa
í áttina að Jalna.
„Já, herra."
„Jæja —,“ sagði hann grimmdarlega — hringdu
aftur til hans og stöðvaðu hann, ef hægt er. Ég
er alveg frískur núna. Ég skil ekki, hvers vegna
leið yfir mig. Eintóm hræðsla nú, maður á ekki
von á því að finna lítið bam á þröskuldi sínum."
„Nei, — það er alveg rétt.“ Stúlkan horfði
meðaumkunarfull á hann. „Á ég að taka það
litla með mér fram í eldhús, frú mín?“
„Nei, ég ætla að hafa það hjá mér, þangað til
við höfum ákveðið, hvað á að gera við það.“
Frú Vaughan fannst hún ætla að sligast undir
baminu, sem hafði leyndardómsfullt afl yfir
henni. Hún riðaði, þegar hún og maður hennar
MAGGI OG RAGGI.
1. Raggi: Hann snýr bók-
inni öfugt!
2. Raggi: Maggi, finnst þér
ekki, að þú ættir að leiðbeina
honum litla bróður þínum?
Hann heldur matreiðslubókinni
öfugt!
3. Raggi: Hann lærir ekkert
með þessu móti!
Maggi: Ég ætla að láta hann
eiga sig — hann er greindari
en ég hélt hann vera!
4. Maggi: Hann er auðvit-
að að lesa um kökú, sem bök-
uð er á hvolfi!
vom komin upp stigann. Hann tók utan um
hana.
„Nú ætlar þú þó ekki að láta líða yfir þig!“
sagði hann og brosti dauflega.
„Væri það nokkuð undarlegt!" Hún féll niður
í stól með barnið í fanginu. Hún horfði í kring-
um sig í þessu herbergi, sem hún þekkti svo
vel, eins og það væri einhver hræðilegur staður.
Henni fannst jafnvel andlit mannsins síns vera
ókunnugt og óeðlilegt. það eina, sem henni
fannst ekki óeðlilegt, var andlit barnsins —
vegna þess að það var andlit Maurice, eins og
það var, þegar hann var lítill. Hún leit á það,
eins og -hún gæti aldrei slitið augun af því. Hún
losaði dúkinn og skoðaði litlu hendurnar og fæt-
urna.
„Það er enginn, sem mun trúa því, að barnið
sé ekki skylt okkur," kveinaði Robert Vaughan.
„Ég hefði alveg eins getað sýnt Nóa miðann og
sagt honum að tilkynna það í sveitinni."
„Það getur enginn sannað, að Maurice eigi
barnið. En hann á það, það er ég sannfærð um!
Ö, Robert, sérðu það ekki? Littu á það héðan
sem ég sit. Sérðu ekki að þetta er andlit hans,
þegar hann var lítill?"
„Þrjóturinn! Slæpinginn! Landeyðan! Strák-
bjálfinn!"
Aldrei á ævi sinni hafði hann sagt neitt ljótt
um son sinn. Nú hreytti hann orðunum út úr
sér — með röddu, sem hvorki hann sjálfur né
konan hans höfðu heyrt áður. Hún sagði:
„Ef Whiteoakfjölskyldan kemst að því, að
Maurice er faðir þessa bams, leyfa þau Möggu
aldrei að giftast honum!"
„Þau mega ekki komast að því! Við verðum
að hindra það, hvernig sem við förurn að því.
Ég vildi heldur gangast sjálfur við barninu —
guð hjálpi mér — það vildi ég heldur!"
Frú Vaughan brosti dauflega og meðaumkun-
arfullt til hans. Hann hafði aldrei verið svona
ellilegur áður.
„Verum þakklát því, að enginn sá miðann,"
sagði hún. „Það hefði verið hræðilegt, ef Nói
hefði lesið hann."
Hann slétti aftur úr pappímum og las það
aftur. „Hver er hún? Hver er þessi stelpa."
* „Ég skil ekkert í þessu .... Já, en Róbert.
þetta er ómögulegt! Við gemm Maurice rangt
til, að láta okkur detta þetta nokkurn tíma í hug.
Eins og hann gæti gert slíkt! Hann, sem ætlar
að kvænast yndislegri stúlku eftir nokkrar vikur!"
„Hvað varstu að segja rétt áðan, að bamið
líktist honum?"
„Það hlýtur að hafa verið ímyndun."
Hann gekk til hennar og beygði sig yfir barnið
Það gaf frá sér dálítið hikstandi hljóð og pinu
lítil hvít froða var í öðru munnviki þess.
„Ó, litla greyið!" Frú Vaughan þurrkaði því um
hökuna með vasaklúti sinum.
„Hvernig eru augun á litinn?"
„Dökkblá — nei, þau era brún."
„Hm. Augu Maurice era grá."
„Robert, það er enginn svipur. Ég var utan
við mig."
„Nú, við komumst brátt að því. Ég skal tala
við piltinn." Rödd hans var hörð.
„En það getur ekki verið satt! Ó, hefðir þú
ekki látið líða yfir þig! Þá hefðum við getað
komið barninu í burtu, án þess að nokkur vissi."
„Var það sannfærandi, sem ég sagði við
Binus ? "
„Já, sannarlega." Hún horfði meðaumkvunar-
full á hann.
Hann þrýsti hendúmár að höfðinu.
„Guð minn góður — hvað á ég að gera við
barnið — ef drengurinn meðgengur það ekki?"
„Robert, heldurðu, að hann eigi það?‘
„Stúlka, sem finnur upp á slíkri sögu, hlýtur
að vera djöfull. Það vita allir, að hann ætlar að
fara að ganga í heilagt .hjónaband."
„Það væri þá ekki í fyrsta skiptið, sem stelpa
hefir logið."