Vikan - 04.05.1944, Side 5
5
VIKAN, nr. 18, 1944
^'•MMMIIMHIMMMMMIMII
f ramhaldssaga:
IIUMIMMMIIMIIIIMIIIIIIMIIIMMMIIIIIIMIMIiniMMmilllHIMMMmiMinillMIII
Poirot og lœknirinn
2
íTv- V*. -H*
^'4lUMMMIMIMMMMMMMIMMMMMMMIMIMMMIMIMMMMIIMMMMMMMMMMIMMI«*inM
- Sakamálasaga eftir Agatha Christie -
„Þú hefir þá heyrt?“
Hann kinkaði kolli. Ég sá, að hann hafði orðið
fyrir áfalli. Stóru rauðu kinnarnar hans virtust
hafa fallið inn, og hann var ekki nema skugginn
af sjálfum sér.
„Það er verra en þig grunar,“ sagði hann hægt.
„Heyrðu, Sheppard, ég verð að tala við þig.
Geturðu komið með mér núna?“
„Varla. Ég á ennþá eftir að líta til þriggja
sjúklinga og ég verð að vera kominn aftur klukk-
an tólf, til þess að líta til uppslturðarsjúkling-
anna minna.“
„Þá eftir hádegi — nei, ennþá betra i kvöld.
Klukkan 7.30? Geturðu það?“
„Já, ég get komið því þannig fyrir. Hvað er
að? Er það Ralph?“
Ég veit ekki hvers vegna ég sagði það — nema,
vegna þess að það hefir svo oft verið Ralph.
Ackroyd starði á mig eins og hann skildi varla.
Ég fór að skilja, að eitthvað væri bogið við það.
Ég hafði aldrei séð Ackroyd svona æstan fyrr.
„Ralph?“ sagði hann dauflega. „Ó, nei, það er
ekki Ralph. Hann er í London. — Fjárinn! Mig
langar ekki til að tala við hana um þetta. Sjá-
umst í kvöld, Sheppard. Klukkan hálf tólf.“
Ég kinkaði kolli, og hann flýtti sér í burtu
og skildi mig eftir undrandi. Var Ralph i Lon-
don? En hann hafði áreiðanlega verið í King’s
Abbot í gær eftir hádegi. Hann hlaut að hafa farið
aftur til borgarinnar í gærkvöldi eða snemma í
morgun, og þó var allt annað að heyra á Ack-
royd. Hann hafði talað eins og Ralph hefði ekki
komið hingað á staðinn mánuðum saman.
Ég hafði engan tima til að hugsa meira um
þetta.
Ungfrú Gannett var komin að mér og þyrsti
eftir fréttum. Ungfrú Gannett hefir öll einkenni
systur minnar Caroline, en hana skortir óskeikul-
leika systur minnar, þegar hún ályktar, einmitt
það, sem gerir aðferðir Caroline dálítið merki-
legar. Ungfrú Gannet stóð á öndinni af forvitni.
Var það ekki sorglegt um veslings frú Ferrars ?
Fjöldi fólks sagði, að hún hefði tekið eiturlyf í
mörg ár. Fólk var svo illkvittið. En það versta
var samt, að venjulega var eitthvað sannleiks-
korn til í svona tilhæfulausum staðhæfingum.
Enginn reykur án elds! Það er sagt, að Ack-
royd hafi komizt að því og slitið trúlofuninni —
af því að þau voru trúlofuð. Hún ungfrú Gannett,
vissi það frá áreiðanlegum heimildum. Vitanlega
hlaut ég að vita það — læknar vita allt — en
þeir segja víst aldrei frá því?
Hún sagði allt þetta um leið og hún horfði
rannsakandi á mig, til þess að sjá hvernig mér
yrði við að heyra þessar tilgátur. Til allrar ham-
ingjti hafði ég vanist því, í umgengni við Caro-
line, að láta aldrei sjást á mér neina svipbreyt-
ingu og vera viðbúinn ýmsum athugasemdum.
Ég óskaði ungfrú Gannett til hamingju með
bað, að hún skyldi ekki vera sömú skoðúnai* og
illgjarn almúginn. Mér fannst ég snúa mér snið-
uglega út úr þessu, Hún var engu nær og áður
en hún hafði tíma til að átta sig, var ég farinn
af stað.
Ég gekk heim í djúpum þönkum, nokkrir sjúk-
lingar biðu eftir mér í lækningastofunni.
Ég hélt að sá síðasti væri farinn og var að
hugsa um að fara í nokkrar mínútur út í garð-
inn fýrir hádegisverð, þegar ég tók eftir því að
©inn sjúklingur beið eftir mér. Hún stóð upp og
gekk til mín, þar sem ég stóð dálítið undrandi.
Ég veit ekki, hvers vegna ég varð það, en mér
Forsaga
Sheppard læknir er að
koma frá heimili frú Ferr-
ars, en hún hafði látizt um nóttina. Caro-
line systir hans spyr hann spjörunum úr
og heldur þvi fram, að frú Ferrars hafi
framið sjálfsmorð, og að hún hafi komið
manni sínum fyrir kattarnef, er hann lézt
fyrir nokkrum mánuðum. Sheppard segir
söguna og var síðast að lýsa því, er hann
mætti Roger Ackroyd, ríkum manni, er býr
i Ferney Park.
dettur alltaf í hug steypujárn, þegar ég sé ung-
frú Russell, hún er eitthvað meira en veikt.
holdið.
Ráðskona Ackroyds er há kona og frið, en
hörkuleg á svipinn. Augun eru hvöss og varirnar
herptar fast saman; og ég hygg, að ef ég væri
vinnustúlka, þá mundi ég taka til fótanna, hve-
nær sem ég heyrði rödd hennar eða fótatak.
„Góðan daginn, Sheppard,” sagði ungfrú Rus-
sell. „Mér þætti mjög vænt um það, ef þér vildúð
líta á hné mitt.“
Ég skoðaði það, en sannast að segja, þá
var ég litlu fróðari, er ég hafði lokið því. Frá-
sögn ungfrú Russell, um dálitla verki, var svo
lítt sannfærandi, að ef hún væri minna falslaus
kona, þá hefði ég álitið, að það væri tilbúningur
einn. Mér datt líka í hug að ungfrú Russell hefði
fundið upp þennan hnéverk til þess að fá tæki-
færi til þess að spyrja mig um dauða frú Ferr-
ars, en ég sá brátt, að þar hafði ég ekki dæmt
hana rétt. Hún minntist aðeins lauslega á það,
ekkert meira. Þó virtist hún fús að dvelja dálitla
stund og rabba við mig.
„Jæja, ég þakka yður mjög vel fyrir þetta glas,
læknir,“ sagði hún að lokum. „Ekki býst ég þó
við því að það gagni nokkuð."
Ég bjóst ekki heldur við því, en andmælti samt
af skyldu. Það gat að minnsta kosti ekki gert
neinn skaða, og maður Verður að mæla með vör-
um sínum.
„Ég hefi ekki neina trú á öllum þessum lyfj-
um,“ sagði ungfrú Russell og leit með vanþókn-
un á flöskuraðimar á hillunum. Lyf gera mikinn
skaða. Hugsið yður t. d. kókain."
„Nú, já —.“
„Það er mjög algengt hjá æðri stéttunum."
Ég er sannfærður um það, að ungfrú Russell
veit miklu meira um æðri stéttir en ég. Ég
reyndi ekki að þræta við hana.
„Segið mér eitt, læknir," sagði ungfrú Russell.
„Hugsið yður að þér væruð þræll eiturlyfjanotk-
unnar. Er þá nokkur von um lækningu?"
Það er ekki hægt að svara slíkri spurningu í
fljótu bragði. Ég gaf henni stutt yfirlit um málið
og hún hlustaði á með athygli. Ég grunaði hana
enn um að reyna að fá upplýsingar um frú Fcrr-
ars.
„Nú, t. d. veronal —,“ hélt ég áfram.
En þótt undarlegt megi virðast, virtist hún
ekki hafa áhuga á veronali. 1 staðinn breytti
hún um umræðuefni og spurði mig, hvort það
væri satt að sumt eitur væri svo einkennilegt að
ekki væri hægt að finna það.
„Ó!“ sagði ég. „Þér hafið lesið glæpasögur."
Hún viðurkenndi það. \
„Kjaminn í glæjjasögu," sagði ég, „er að hafa
fágætt eitur — helzt eitthvað frá Suður-Ameríku,
sem enginn hefir ’nokkxirn tíina heyrt urn —
eitthvað, sem viiliménh notá til íress að eitra með
örvar sínar. Fómardýrið deyr þegar í stað, og
vestræn vísindi hafa engin ráð til þess að kom-
ast að því. Þetta er það, sem þér eigið við, er
það ekki?"
„Já. Er slíkt í rauninni til?“
Ég hristi höfuðið með söknuði.
„Ég er .hræddur um að það sé ekki til. En svo
er það líka curare."
Ég sagði henni margt um curare, sem er beizk-
ur jurtasafi, sem Indiánar notuðu til þess að lita
örvarodda; en hún virtist aftur hafa misst allan
áhuga. Hún spurði mig, hvort ég ætti það í eitur-
skápnum mínum, en þegar ég neitaði því, held
ég að ég hafi fallið í áliti hjá henni.
Hún sagðist þurfa að fara, og ég fylgdi henni
út um biðstofudyrnar, rétt þegar ég var kallaður
í matinn.
Mér hefði aldrei dottið í hug, að úngfrú Russel)
hefði gaman af glæpasögum. Það er gamán að
hugsa sér hana koma út úr ráðskonuherbergi sinu
til þess að ásaka brotlega vinnukonu, og fara
svo inn aftur til þess að sökkva sér niður )
„Leyndardöminn um sjöunda dauðann" eða eitt-
hvað slíkt.
3. KAFLI.
Maðurinn, sem ræktaði grasker.
Ég sagði Caroline um hádegið, að ég mundi'
borða kvöldmat á Fernley. Hún lét ekki í Ijós
neina óánægju — heldur þvert á móti.
„Prýðilegt", sagði hún. „Þar fréttir þú allt um
það. Meðal annarra orða, hvað er að Ralph?“
„Ralph?" sagði ég imdrandi; „það er ekkert
að.“
„Hvers vegna býr hann þá á gistihúsinu, en
ekki í Femley Park?“
Mér datt ekki í hug að efa það eitt augnablik,
að staðhæfing Caroline um að Ralph Paton dveld-
ist á gistihúsinu, væri rétt. Að Caroline segði það.
var mér nóg.
„Ackroyd sagði mér, að hann væri í London,"
sagði ég. 1 undrun minni braut ég þá reglu mina
að gefa aldrei neinar upplýsingar.
„Ö!“ sagði Caroline. Ég sá að nasir hennar
bærðust á meðan hún var að melta það.
„Hann kom í gistihúsið í gærmorgun," sagði
hún.. „Og hann er þar ennþá. 1 gærkvöldl fór
hann út með einhverri stelpu."
Ég varð ekki neitt hissa á því. Ég býst við
því, að hann sé á hverju kvöldi úti með ein-
hverri stúlku. Ég var meira hissa á því, að hann
skyldi fremur velja skemmtairnar í King’s Abbot
heldur en í höfuðborginni.
„Einhver stúlkan, sem gengur um beina?'
spurði ég.
„Nei. Hann fór út til þess að hitta hana. Ég'
veit ekki hver það er.“ (Leitt fyrir Caroline að
þurfa að viðurkenna slíkt).
„En ég get gizkað á það,“ hélt min óbugandi
systir áfram.
Ég beið þolinmóður.
„Frænka hans.“
„Flora Ackroyd?" hrópaði ég undrandi. Flora
Ackroyd er ekki raunverulegur ættingi Ralphs
Paton, en það hefir alltaf verið litið á hann sem
son Ackroyds, svo að þau vöru eins og frænd-
systkin.
„Flora Ackroyd," sagði systir .min. „En hvers
vegna fer hann ekki til Fernly Park, ef hann
langar til að hitta hana?"
„Leynilega trúlófuð," sagði 'Caroliné og smjatt-
aði við,-, Ackfoyd vildr ekki tíeyra það
nefnt, ög þau uiðú að hittast svoná.ír
Ég sá margar veilur i þessari ágizkun henngr.