Vikan - 04.05.1944, Page 11
VIKAN, nr. 18, 1944
11
------------------------Framhaldssaga:----^
Gamla konan á Jalna
Eftir MAZO DE LA ROCHE. £
.------------------------------—----------•
Þegar hann sýndi sig í fyrsta skiptið,
með bindisnœluna, beindi hún athygli fjölskyld-
unnar á hana með því að hrópa: „Jæja — sjáið
þarna! Hvernig lízt ykkur á hana? Ég gaf Malla
hana fýrir að veita mér aðstoð, þegar ég þurfti
á henni að halda. Og ég get sagt ykkur það, að
hann þarf ekki að skammast sín fyrir hana!“
Fjölskyldan sætti sig við þetta nýja gælunafn
hans, en hitt gátu þau ekki sætt sig við.
Sir Edwin beit í vörina, svo sagði hann:
„Það er rnjög fallega gert af yður, kæra frú
Whiteoak, en annars — eiginlega — skiljið
þér —.“
„Átti pabbi þessa nælu?“ spurði Ágústa hvasst.
„Steinninn,“ sagði móðir hennar, „er úr einum,
gömlum eyrnalokknum minum — þeim, sem er
eins og þríhyrningur í laginu, demantinn hékk
niður úr honum.“
„Ég er nú svo hissa,“ muldraði Nikulás, „mér
finnst það mesta skömm, að þú skulir hafa látið
eyðileggja hann. Þú hefðir áreiðanlega getað
fundið eitthvað annað handa Malaheide frænda,
svo að þú hefðir ekki þurft að gera þetta.“
„Þessir dásamlega fallegu eyrnalokkar,“ sagði
Ernest. „Ég hefi alltaf dáðst svo mikið að þeim.
Það er ekki lengra síðan en í fyrradag, að" ég
hugsaði um það, hvernig stæði á því, að þú notar
þá aldrei."
„Svona vinnu sér maður hvergi nú á dögum,“
sagði Ágústa.
„Það koma þeir timar aftur, er menn munu
kunna að meta hana,“ sagði Sir Edwin hátíðlegur.
„Fólk mun leita að slíkum hlutum."
Filippus muldraði: „Ef ég hefði vitað, að þú
ættir demanta í fórum þinum, mamma, þá hefði
ég nú sjálfur hreyft mig.“
Aðalheiður sneri sér að honum. „Talaðu hátt!
Ég get ekki heyrt orð af því, sem þú segir! Held-
urðu kannske, að ég sé heyrnarlaus ? “
Filippus hækkaði róminn: „Ég segi, að ég
mundi hafa farið með þér sjálfur —.“
„Vitleysa, hefðir þú gert það! Það munduð þið
öll hafa gert! Öll fjölskyldan hefði komið með
mér — og hefði borið mig fram og aftur — það
hefðuð þið gert, ef ykkur hefði grunað, hvað þið
munduð fá! En mér datt nú ekki í hug að segja
ykkur frá þýí! Þetta var próf, skal ég segja
ykkur. Malaheide grunaöi ekki, að ég mundi gefa
honum neitt, er það kannske, Malli minn?“
„Mér datt það alls ekki í hug,“ svaraði Mala-
helde og fiktaði við næluna.
„Sextán sinnum fór hann með mér til tann-
læknisins án þess að hugsa til þess, að hann
fengi nokkra borgun," sagði Aðalheiður og kink-
aði ákaft kolli.
„En amma," greip Margrét fram í, „mér
fyndist, að núna þegar ég ætla að fara að gifta
mig, ættir þú heldur að gefa mér þá skartgripi,
sem þú kærðir þig ekki um.“
„Kærði mig ekki um? Kærði mig ekki um?
Hver segir, að ég hafi ekki kært mig um þá?
Mér þótti einmitt mjög vænt um hann. Þess vegna
gaf ég Malaheide hann.“
„Það er alveg sama,“ hélt Filippus áfram, „það
er ekki fallega gert gagnvart okkur hinum.“
Hann byrjaði að tina krókþistla úr rófunni á
hundinum sinum og henda þeim undir stólinn.
„Sjáðu, hvað þú ert að gera!“ fnæsti Aðal-
heiður. „Þetta er andstyggilegt! Ef pabbi þinn
væri hér, þá mundi hann segja þér sina mein-
ingu!" /
Forsana * Það hefir nýlega verið
1 ** * gert við gamla húsið á
öndverðu sumri árið 1906. Á Jalna býr
Whiteoakfjölskyldan. Gamla frú Whiteoak,
sem hafði verið gift Whiteoak sáluga
kapteuu, sem hafði liaít mikd ahnf i opin-
berum málum, þó að hann hefði aldrel
gefið sig að stjómmálum. Sonur þeirra
yngsti, Filippus erfði jörðina. Eldri synirn-
ir, Nikulás og Ernest höfðu fengið sinn
hlula af auðæfum föður sins. Þeir áttu
eiginlega heima í London og höfðu sjaldan
látið sjá sig í Kanada. Og ekki höfðu þeir
komið heim til Jalna, fyrr en ekki var
annað fyrir þá að gera. — Þeir eru báðir
ókvæntir. Ftlippus er tvíkvæntur. Fyrri
konan hans, sem dó, áttí með honum tvö
börn, dótturina Margréti og soninn Renny.
Seinni kona hans heitir María, með henni
á hann tvö börn, Eden og Piers. Þegar hér
er komið i sögunni er fjölskyldan stödd
úti á grasfletinum fyrir framan húsið.
Margrét og vinkona hennar Vera voru að
koma úr bænum, þar sem þær voru að
verzla fyrir brúðkaup Margrétar, en hún er
I þann veginn að gifta sig. Það er von á
ýmsum gestum i brúðkatipið. Þar á meðal
föðursystur Margrétar og manni hennar,
ennfremur Malaheide Court, frænda þeirra,
og hlakkar gamia konan sérstaklega til
þess að sjá hann. Maurice unnusti Margrét-
ar kemur, hann virðist vera i mjög daufu
skapi; segir hann að það sé vegna þess að
hann sé áhyggjuftillur um heilstt föður
sins. Hann biður Renny um að tala við sig
í einrúmi. Þeir fara að gilinu, sem skilur
eignir feðra þeirra. Maurice trúir Renny
fyrir því, að hann eigi von á bami með
stúlku, sem heitir Elvira Grey, hún býr með
frænku sinni í þorpinu. Renny segir fyrst
að þá geti það ekki komið til mála að
hann kvænist systur sinni. En að siðnstu
lofar hann þó að þegja yfir þvi og hjálpa
honum. Renny fer til Elvirtt um kvöldið,
en talar ekki við hana sjálfa heidur frænku
hennar. Frænkan virðist mjög levndar-
dómsfull kona. sem kann að spá Hnn er
aðeins tiu árum eldrt en Elvira. Renny fer
þaðan í einkennilegu skani. Þegar gestirnir
koma, l’zt Renny og Mög<ru ekki sérle/ra
vel á Malaheide Court. Malahe:de lætur
alveg e;ns og hann sé he;ma h;á sér. og
rannsakar allt húsið hátt og lágt. Hann
gerist mikill v;nur Aðalheiðar og hún l’fn-
ar öll við, þe^ar hann se";r henn’ kiafta-
sögur um fiölskyiduna á friandi. Nú hefir
hún látið draga úr sér allar tennurnar og
Malahe’de hef;r ve;t.t hen”; alla aðntoð síra,
þegar hin;r brugðust. Hún gefur honum
demant að launum.
„Nei, það hefði hann ekki gert,“ svaraði
Filippus rólega.
„Pabba gamla þótti allt, sem ég gerði prýði-
legt.“
Renny ltom inn rétt nógu snemma til þess að
heyra þetta. Hann gekk bak við stólinn, sem
faðir hans sat á og lagði höndina á öxl hans.
Filippus sneri sér að syni sínum, og þeir horfðu
með mikilli ástúð á hvorn annan.
VI. KAFLI.
Barnið.
Robert Vaugham vaknaði snemma á þessum
sumarmorgni, og þó að hann væri sjötíu og
þriggja ára, fannst honum hann vera ungur og
glaður. Hann var árrisull, en hann lá enn dá-
litla stund 1 rúminu til þess að njóta þess, hve
hann var ánægður með lífið. Allt fór nú, eins
og hann hafðl svo lengi vonast til, en óttast um
að myndi ekki verða — Maurice, einkabarn hans,
var alvarlegur unglingur, mátulega vel að sér og
hafði mjög mikinn áhuga á málum sveitarinnar.
Hann mundi áreiðanlega verða mikill maður í
sinni sveit, og foringi frjálslyndra föðurlands-
sinna. Hann var dálítið þóttafullur, en það var
eðlilegt ungum mönnum í slíkri stöðu sem hans.
Eftir nokkrar vikur mundi hann kvænast Mar-
gréti Whiteoak, sem var eina stúlkan úr þessum
fáu nágrannafjölskyldum, sem hann áleit honum
samboðna.
Frá því að Magga og Maurice voru börn, höfðu
foreldrar þeirra vonað þetta, Whiteoakarnir litu
á hinar tíu þúsund ekrur, sem hinn fyrsti
Vaughan hafði keypt af stjórninn:, og hinar ár-
legu tekjur, sem voru tíu þúsund dollarar, er
fylgdu, sem voru aðallega af námunum.
Það var sá fyrsti Vaughan, faðir Roberts, ensk-
indverskur ofursti, sem kominn var á eftirlaun,
er hafði talið Whiteoak kaptein á það, fyrir fimm-
tíu árum, að setjast að á þessari frjósömu suður-
hlið Ontario. „Veturnir eru mildir hérna,“ skrifaði
hann. „Það er lítið um snjó, og jörðin gefur af
sér mikinn ávöxt eftir langt og frjósamt sumar.
Það er að rísa upp þægileg nýlenda hérna af
virðingarverðu fólki. Það yrði tekið vel á móti
yður og yðar gáfuðu eiginkonu hérna, kæri
Whiteoak, eins og fólk af yðar stétt á skilið.“
Vaughan ofursti hafði ekki aðeins talið White-
oak á að verða nágranni sinn, en hann hafði líka
hýst þau í næstum því heilt ár, á meðan var
verið að reisa hús þeirra.
Robert Vaughan mundi svo vel eftir komu
þeirra! Hann var þá lítill drengur, og hann
gleymdi því aldrei, þegar hann sá Aðalheiði fyrst,
hún var í sllkikjól með marglitu indversliu sjali,
með fjaðurskreyttan hatt og marga leiftrandi
hringi á fallegum höndunum.
Hún var vera frá öðrum heimi. Hann hafði
verið mjög hrifinn af Ágústu litlu og Nikulási.
Wliiteoakfjölskyldan hafði aldrei kunnað eins
vel við sig þarna og Vaughansfjölskyldan.
Vaughansfjölskyldan gleymdi brátt gamla landinu
og kom þangað aldrei aftur. En Nikulás, Ernest
- og Filippus voru sendir í skóla á Englandi, og
Whiteoakfjölskyldan fór margar ferðir yfir
Atlantshafið.
Robert Vaughan hugsaði með blíðu til Möggu,
sem átti bráðlega að giftast syni hans. Áður en
sumarið væri liðið, mundi hún vera búin að koma
sér fyrir i stóru stofunni hinu megin í forstof-
unni; hún hafði þegar verið löguð til, til þess að
taka á móti henni. Hún var yndisleg og góð, hana
mundi móð'ir Maurice fá í staðinn fyrir þá dóttur,
sem hana hafði alltaf langað til að eignast. Hún
svaf núna rólega, og Robert sneri sér við og
lagði hanlegginn um hana, eins og til þess að
hún sltyldi ekki verða óróleg. Maurice hafði ekl:i
fæðst fyrr en þau hðfðu verið gut í nokkur ár,
og þau voru alltaf eins og nýtrúlofuð.
Sólargeislarnir á valhnotutrésrúminu urðu
alltaf sterkari, en þó gat hann ekki fengið það af
sér að fara upp úr rúminu og sltilja við þessar
þægilegu hugsanir. Lítill fugl var farinn að fóðra
unga sina 1 litlu hreiðri fyrir ofan opinn glugg-
ann, og hann brosti með sjálfum sér, þegar hann
heyrði þá tísta af óþolinmæði. Honum fannst hann
geta séð móðurina sitja á kantinum á hreiðrinu
á meðan hún var að mata ungana sína, sem
teygðu goggana á móti henni.
Hljóðið varð stöðugra — eða var það ef til
vill annað hljóð, sem kom að neðan? Ef til vill