Vikan


Vikan - 20.07.1944, Side 7

Vikan - 20.07.1944, Side 7
VIKAN, nr. 29, 1944 7 AKUREYRI. Framhald af bls. 3. Á Akureyri er sennilega mesti iðnaður á landinu, miðað við fólksfjölda. Helztu iðnfyrirtæki eru hinar miklu verksmiðjur Sambands Islenzkra Samvinnufélaga, ullarverksmiðjan Gef jun og Leður- og skó- verksmiðjan Iðunn. Sambandið á þar einnig að nokkru leyti sápuverksmiðjuna Sjöfn. Auk þess eru mörg blómleg iðnfyrirtæki í einstaklingseign, svo sem efnagerð, kaffi- bætisverksmiðja, vélsmiðjur, trésmíða- verkstæði, smjörlíkisgerð, skipasmíða- stöðvar o. s. frv. Auk þess rekur Kaup- félag Eyfirðinga, sem er einn stærsti atvinnurekandi í bænum, talsverðan iðnað, skipasmíðastöð, brauðgerð, smjörlíkisgerð o. fl. Önnur atvinnufyrirtæki, sem skapazt hafa vegna legu Akureyrar sem verzlunar- miðstöð í frjósamri landbúnaðarsveit og mætti e. t. v. teljast til iðnaðar eru t. d. mjólkurvinnslu stöðin og sláturs- og frysti- húsið. Til alls þessa iðnaðar þarf mikið raf- magn. — Árið 1921 var Glerá fyrir norðan bæinn virkjuð, en sú virkjun varð von bráðar of lítil, og var þá hafizt handa um virkjun Laxár í Þingeyjarsýslu. Þeirri virkjun var lokið 1939, og var þá Laxár- stöðin tekin til notkunar. Nú stendur yfir mikil aukning rafstöðvarinnar við Laxá, og mun henni senn lokið. Vatnsveitu bæjarins var komið upp 1914; fæst vatn úr Hlíðarfjalli fyrir vestan og ofan bæinn. Vegna legu sinnar er og mun Akureyri alltaf vera mikil verzlunarmiðstöð; þangað senda fjölmennar sveitir afurðir sínar annað hvort til vinnslu, sölu eða út- Framhald á bls. 14. Frá Gróðrarstöðinni á Akureyri. Gróðrarstöðin á Akureyri er eign Rækt- unaríélags Norðurlands. Félagið var stofnað 1903 og hóf starfsemi sina við Gróðrarstöðina skömmu síðar. Auk trjágarðsins, sem er einn hinn stærsti og fegursti hér á landi, eru í sambandi við Gróðrarstöðina reknar ýmsar tilraunir í jarðrækt. Framkvæmdarstjóri Ræktunarfélagsins er nú Olafur Jónsson, en hann tók við árið 1924. Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson. Höfnin á Akureyri. Fyrir stríð komu flest stóru ferðamannaskipin við á Akureyri, og sést eitt slíkt hér á myndinni. Polurinn, eins og höfnin er kölluð, er eitthvert bezta skipalægi, sem hugsazt getur af náttúrunnar hendi. Hafskipabryggjur eru við hann, en hafnarmannvirki hafa verið með minnsta móti þar til í vetur, en þá var hafizt handa um hafnargarðs- byggingu og hafnargerð á Oddeyri. — Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson. P RENTVERK Björnssonar AKUREYRI Stofnsett 1901 Símar 45 og 370 Pósthólf 45 cdká 1943: MESTA BÖKAPRENTSMIÐJA Á ÍSLANDI. /

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.