Vikan


Vikan - 24.08.1944, Síða 3

Vikan - 24.08.1944, Síða 3
VIKAN, nr. 34, 1944 3 Kappreiðar Hestamannafélagsins Fáks Reykvíkingnm gefst stundum kostur á að horfa á kappreiðar hér á skeiðvellinum við höfuðstaðinn. Skemmtun þessi er eftirsótt af öllum bæjarbúum. 1 sumar hefir Hestamanna- félagið „Fákur" haldið tvennar kappreiðar, þær fyrri annan í hvitasunnu og þær síðari síðast- liðinn sunnudag. Á kappreiðum þessum eru reyndir beztu gæð- ingar úr Reykjavik og nærliggjandi sveitum, og stundum lengra að. Er þar fríðan og glæsileg- an hóp gæðinga að sjá. 1 sambandi við kapp- reiðamar er starfræktur veðbanki með líku sniði og tíðkast erlendis, enda þótt upphæðir þær, sem í veltunni eru, séu hvergi nærri eins háar. Er sú starfsemi mjög vinsæl af mörgum, enda er ávallt múgur og margmenni fyrir utan veðbankann að freista gæfunnaF. Allur ágóði, sem kann að verða af starfrækslu veðbankans og kappreiðanna yfirleitt, rennur til þess að hlúa að hestum og viðhalda reið- vegum í nágrenni Reykjavíkur. Um aldaraðir hefir hesturinn skipað virðingar- Mannfjöldinn fyrir framan veð- bankann. 1 hléunum milli hlaup- anna er dynjandi grammófónmúsik úr hátölurum, sem komið er fyrir á skýlinu, og reikar þá allur fjöld- inn til og frá, hlustar á músikina og spjallar við náungann um hlaupin. (Ljósm. U. S. Army Signal Corps). Kappreiðar á Skeiðvellinum við Elliðaárnar. — Þó að áhorfendasvæðið sé hvorki gott né fullkomið, þá safnast alltaf þangað hinn mesti fjöldi áhorfenda, sem þykir hin mesta skemmtun í því að sjá gæð- ingana reyna sig. Þessi mynd er tekin á kappreiðum „Fáks“ á annan í Hvítasunnu í vor og sjást á henni tveir gæðinganna að ná marki. (Ljósm. U. S. Army Signal Corps). sess í íslenzku þjóðlifi. ÞolgæS(i og þrautseigja íslenzka hestsins hefir orðið Islendingum fyrr og síðar nota- drjúgt vegamesti gegnum hörmungar þær og raunir, sem þjóðin hefir orðið að þola. Til skamms tíma var hesturinn eina flutningatækið okkar. Reyndi þá á, hvers megnugur hann var. Að stærð er íslenzki hest- urinn lítill, samanborið við hesta í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir þessa staðreynd, hefir hann innt hlutverk sitt vel af hendi, og löngum hefir hann dugað vel, enda virðist hann hafa sannað máltækið, að margur sé knár, þótt hann sé smár. — En tímamir breytast. Á öllum sviðum em nú vélamar famar að halda innreið sína og útrýma gömlum, úreltum tækj- um og vinnubrögðum. Má þess vegna búast við, að við Islendingar munum ekki hafa eins mikil not af hestinum í framtíðinni og áður. Þeim mun meiri ástæða er til fyrir okkur að viðhalda tryggð okkar, ást og kærleika við hestinn og votta honum þar með þakklæti okkar og virðingu fyrir vel unnin störf fyrir okkur og forfeðuma á liðnum öldum. Hestamannafélagið „Fákur“ hér í Reykjavík og öll önnur hestamannafélög og hrossaræktarfélög víðsveg- ar um landið eiga þakkir skilið fyrir viðleitni sina að leggja rækt við hestinn og skipa honum áfram heið- urssess þann, sem hann átti, meðan hann var eina vélin og eina flutningatækið. Veðbankinn starfar alltaf við hverjar kappreiðar, og er mikil aðsókn að hon- um. Hér á myndinni sést mannfjöldinn fyrir framan bankann, sem komið er fyrir í skýlinu á Skeiðvellinum. Enda þótt upphæðimar séu ekki háar og margir tapi, þá eru enn aðrir, sem hrósa happi og fara með meiri peninga af Skeiðvellinum en þeir komu með þangað! — Mest hefir veðbankinn gefið af einum hesti 300 krónur fyrir hverjar tíu, sem á hann vom veðjaðar. (Ljósm. U. S. Army Signal Corps). Fyrir hvert hlaup em hestamir leiddir um völlinn, áhorfendunum til sýnis. I kappreiðunum eru gæðingamir látnir renna 250 metra á skeiði; ennfremur er keppt i stökki á tveim brautum, 300 og 350 metra.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.