Vikan - 24.08.1944, Side 5
VIKAN, nr. 34, 1944
5
FRAMHALDSSAfiA
Poirot og lœknirinn
S^kSlTlálSSH^ S CÍtlT OtlTlStlC
Maður er neyddur til að beita smá kænskubrögð-
um í sjálfsbjargarskyni.“
„Og árangurinn af þessum „kænskubrögð-
um‘‘?“ spurði ég.
„Það er einmitt það, sem ég ætla að fara að
segja yður. Þegar ég ætlaði að fara að leita í
neðstu skúffunni, þá kom Ursula Bourne inn.
Það var ákaflega óþægilegt augnablik. Vitanlega
lokaði ég skúffunni og stóð upp, og ég benti
henni á ryk, sem var á skrifborðinu. En mér
geðjaðist ekki að því hvemig hún leit á mig, —
að vísu var hún fullkomlega kurteis í öllu fari,
en það var einhver leiðinlegur glampi í augum
hennar. Hér um bil fyrirlitningarsvipur, ef þér
skiljið, hvað ég á við. Mér hefir aldrei geðjazt
að stúlkunni. Hún er góð þjónustustúlka, og hún
segir „Frú,“ og hún hefir ekkert á móti því að
ganga með svuntu og höfuðkappa, eins og svo
margar þeirra vilja ekki nú á dögum, og hún
getur sagt „ekki heima“ án þess að hafa minnsta
samvizkubit eða hika, ef hún þarf að fara til
dyra í stað Parkers, og hún er ekki með þessi
látalæti, þegar hún gengur um beina eins og
svo margar aðrar. — Við skulum nú sjá, hvað
var ég komin langt?“
„Þér sögðuð, að þrátt fyrir marga góða eigin-
leika, þá geðjaðist yður aldrei að Ursulu Bourne.“
„Nei, það veit heilög hamingjan. Hún er —
einkennileg. Hún er svo miklu öðruvísi en þær eru
vanar að vera. Mér finnst hún vera of vel mennt-
uð. Maður getur ekki gert upp á milli þess, nú
orðið, hverjar eru heldri konurnar og hverjar
ekki.“
„Og hvað kom svo fyrir næst?“ spurði ég.
„Ekkert. Roger kom inn i sömu svifum. Og ég
hélt, að hann væri úti að fá sér göngu. Og hann
sagði: „Hvað gengur á hér?“ Ég svaraði:
„Ekkert, ég kom aðeins inn til þess að ná í blað.“
Og ég tók blaðið og fór út. Bourne-stúlkan varð
eftir. Ég heyrði, að hún bað Roger um að fá að
tala við hann augnablik. Ég var í mjög æstu
skapi."
Hún þagnaði.
„Þér ætlið að útskýra þetta fyrir Poirot, er það
ekki? Þér getið sjálfur séð, hversu lítilfjörlegt
þetta var. En auðvitað, þegar hann var svona
strangur um, aCj einhver leyndi einhverju fyrir
honum, þá datt mér þetta strax í hug. Það getur
verið, að Ursula hafi búið til úr því heilmikla
sögu, en þér getið skýrt allt fyrir honum, er
það ekki?“
„Er þetta allt og sumt?“ spurði ég. „Hafið þér
sagt mér allt?“
„Ja-já,“ sagði frú Ackroyd. „Ó, já, bætti hún
við ákveðið.
En ég hafði tekið eftir augnabliks hiki hennar,
og ég vissi, að enn þá var eitthvað, sem hún
hafði ekki sagt mér. Það var aðeins skyndileg
hugarhvöt, sem fékk mig til að spyrja hana næstu
spurningar.
„Frú Ackroyd," sagði ég, „voruð það þér, sem
skilduð silfurborðið eftir opið?“
Svar fékk ég í þeim sektarroða, sem fór um
andlit hennar, og hvorki farði né andlitsduft
gat hulið.
„Hvemig vissuð þér það?“ sagði hún í hálfum
hljóðum.
„Þá voruð það þér?“
„Já — ég — þér sldljið, það voru einn eða
tveir gamlir silfurmunir — mjög athyglisverðir.
Ég hafði verið að lesa um þessa hluti, og það
Forsaga:
Shepphard læknir segir
söguna. Sjúklingur hans,
frú Ferrars, hefir látizt á dularfullan hátt,
og Caroline, systir læknisins, heldur því
fram, að hér sé um að ræða sjálfsmorð,
framið af ótta við óþekktan fjárplógsmann.
Shepphard segir frá kunningsskap sinum
við lioger Ackroyd, ríkan mann, sem býr á
Femly Hall. Ralph Paton er uppeldisson-
ur Ackroyds. Shepphard fréttir hjá Ack-
royd, að frú Ferrars hafi játað, skömmu
fyrir dauða sinn, að hún hefði gefið manni
sinum eitur, og þess vegna væri hún ofsótt
af einhverjum, sem vissi það. Sama kvöld
og Ackroyd segir Shepphard þetta er hann
myrtur. Enginn veit, hver hringdi til Shepp-
ards og sagði honum frá morðinu. Sheppard
hefir skömmu áður kynnzt Hercule Poirot,
hinum fræga leynilögreglumanni, sem nú er
nábúi hans. Flóra Ackroyd, bróðurdóttir
hins myrta manns, fær Poirot til þess að
taka að sér rannsókn málsins, eftir að
Raglan, lögreglufulltrúi á staðnum, hefir
komizt að þeirri niðurstöðu, að Paton, sem
hvarf að heiman sama kvöld, sé morðing-
inn, en þau eru trúlofuð, Flóra og Paton.
Annað fólk á Fernly, auk þjónustufólks-
ins er: Frú Ackroyd, móðir Flóru; Geoffrey
Raymond, einkaritari Ackroyds, og Blunt
majór, Afríkufari og vinur Ackroyds.
Poirot tekur eftir því í rannsóknarskýrslu
lögreglufulltrúans, að ein manneskja getur
ekki fyllilega staðfest framburð sinn. Það
er herbergisþernan, Ursula Bourne. Hann
lætur Sheppard rannsalta fortíð hennar, en
á meðan fer hann í heimsókn til systur
hans, Caroline, og tekst að fá hjá henni ýms-
ar upplýsingar, sem áður hafði verið haldið
leyndum fyrir honum. Poirot reynir nú að
fá vitneskju um það, hvar Ralph Paton sé
niður kominn, en enginn, ekki einu sinni
Flora, veit það. Hann biður einnig alla þá,
sem dvelja á Fernley Hall að segja sér satt
og leyna engu, en fær engar undirtektir.
Þeir Poirot og Sheppard komast að þeirri
niðurstöðu, að amerísktir eiturlyfjasali hafi
verið á ferðinni hjá Eemly Hall á sama
tíma og morðið var framið, en sjá ekki, að
neitt samband geti verið milli hans og Ack-
royds.
var mynd af litlum mun, sem seldur hafði verið
geypiverði á uppboði í London. Mér fannst hann
svo líkur einum, sem er hérna í silfurborðinu.
Ég var að hugsa um að fara með hann til London,
þegar ég færi næst, og láta virða hann. Svo ef
það hefði verið dýrgripur, hugsið yður, hversu
skemmtilegt það hefði verið fyrir Roger að frétta
um það?“
Ég sagði ekkert, tók sögu frú Ackroyds trú-
anlega með hennar eigin athugasemdum. Ég
spurði hana ekki einu sinni að því, hvers vegna
það hefði verið nauðsynlegt að fara svona dult
með þetta, að hún ætlaði að fara með gripinn
til London til virðingar.
„Hvers vegna skilduð þér lokið eftir opið?“
spurði ég. „Gleymduð þér því?“
„Ég varð hrædd,“ sagði frú Ackroyd. ,-,Ég
heyrði fótatak úti á stéttinni. Ég flýtti mér út úr
herberginu og var rétt komin upp stigann, þegar
Parker opnaði fyrir yður.“
„Það hlýtur að hafa verið ungfrúRussell,“sagði
ég hugsi. Frú. Ackroyd hafði opinberað fyrir mér
staðreynd, sem var mjög mikilsverð. Ég vissi
ekkert um það, hvort fyrirætlanir hennar um
silfurmuni Acroyds hafi verið heiðarlegar eða
ekki, enda skipti það minnstu máli. Það sem mér
var mikilsvert, var sú staðreynd, að ungfrú
Russell hlaut að hafa komizt inn í dagstofuna í
gegn um gluggann, og ég hafði ekki haft á röngu
að standa, er ég hélt hana vera móða af hlaup-
um. Hvar hafði hún verið? Mér datt í hug lysti-
húsið og léreftspjatlan.
Frú Ackroyd ræskti sig, og ég kom aftur til
veruleikans.
„Haldið þér, að þér getið útskýrt þetta fyrir
herra Poirot?“ spurði hún bænarrómi.
„Já, auðvitað, alveg eins og þér segið.“
Loks komst ég í burtu eftir að hafa verið
neyddur til að hlusta á fleiri réttlætingar á
gjörðum hennar. Herbergisþernan var í forstof-
unni, og það var hún, sem hjálpaði mér í frakk-
ann. Ég tók betur eftir henni en ég hafði gert
áður. Það var greinilégt, að hún hafði grátið.
„Hvernig stendur á því,“ spurði ég, „að þér
sögðuð okkur, að Ackroyd hefði sent eftir yður
til skrifstofu sinnar á föstudaginn? Ég var að
frétta áðan, að það hefðuð verið þér, sem báðuð
um viðtal við Ackroyd."
Eitt augnablik leit stúlkan undan fyrir mér.
Svo hóf hún máls.
„Ég ætlaði að fara hvort eð var,“ sagði hún,
og gætti óvissu í rödd hennar.
Ég sagði ekkert frekar. Hún opnaði fyrir mér
aðaldymar. Um leið og ég gekk út, sagði hún
skyndilega, lágri röddu: —
„Afsakið, en hafið þér heyrt nokkuð frá Ralph
Paton?“
Ég hristi höfuðið og horfði forvitnislega á hana,
„Hann ætti að koma aftur,“ sagði hún. „Það
væri hið eina rétta fyrir hann.“
Hún horfði á mig bænaraugum.
„Veit enginn, hvar hann er?“ spurði hún.
„Vitið þér það?“ spurði ég hvasst.
Hún hristi höfuðið.
„Nei, ég veit ekkert. En sérhver vinur hans
ætti að segja honum þetta: hann á að koma
aftur.“
Ég staðnæmdist og beið, ef til vill myndi stúlk-
an segja eitthvað meira. Næsta spuming hennar
gerði mig forviða.
„Hvenær er álitið, að morðið hafi verið fram-
ið? Rétt fyrir klukkan tíu?“
„Svo er álitið," sagði ég. „Einhvern tímann
rétt fyrir klukkan tíu.“
Hún sneri sér undan og virtist vera mjög
hnuggin.
„Lagleg stúlka," sagði ég við sjálfan mig á
heimleiðinni. „Frábærilega lagleg stúlka.“
Caroline var heima. Poirot hafði komið og
heimsótt hana, og hún var mjög ánægð og upp
með sér vegna þess.
„Ég er að hjálpa honum með málið,“ sagði
hún. Mér var svona um og ó. Caroline er nógu
slæm eins og hún á að sér, en hvernig myndi
nú fara, ef Poirot tækist að vekja í henni leyni-
lögreglumanninn og spæjarann?
„Gengurðu þá um nágrennið til þess að leita
að þessari dularfullu vinkonu Ralph Patons?"
spurði ég.
„Það getur verið, að ég geri það fyrir eigin
reikning," sagði Caroline. „Nei, það er alveg sér-
stakur hlutur, sem Poirot vill, að ég komist að
fyrir hann.“
„Og hvað er það?“ spurði ég.
„Hann langar til að vita, hvort stígvélaskór
Ralphs hefðu verið svartir eða brúnir," sagði
Caroline, hræðilega hátíðlega.
Ég starði á hana. Mér skilst núna á eftir, að.
ég var heimskulega skilningssljór, hvað þetta
atriði varðar. Ég skildi alls ekki, hver tilgang-
urinn gæti verið.
„Hann var á brúnum skóm,“ sagði ég.Égsáþá."