Vikan - 24.08.1944, Síða 7
VIKAN, nr. 34, 1944
\
7
I'rancis X. Bushman, var fyrir
um tveim áratugum álitinn
lang karlmannlegasti og vin-
sælasti leikarinn. Ham^er nú
aftur að leika i kvikmjmd, úr
æfisögu Wilsons Bandaríkja-
forseta.
A síðari árum hefir það tíðkast, að tveim kvik-
myndaleikurum, karli og konu, eru veitt verð-
laun fyrir beztu mynd og bezta leik hvers árs.
Verðlaun þessi er lítil silfurstytta, sem gengur
undir nafninu „Oscar". Árið 1942 voru Greer
Garson veitt þessi verðlaun fyrir leik sinn í mynd-
inn „Random Harvest“.
Mary Pickford, sem átti eftir að ná meiri vinsældum en nokkur
önnur kvikmyndastjama, sézt hér til vinstri í fyrstu kvikmynd
sinni, „Draugahúsið".
KVIKMYNDAGERÐIN
I sumar eiga kvikmyndimar 50 ára afmæli.
Á fimmtíu árum hefir kvikmyndatæknin breytzt
frá því að gera ófullkomnar, mínútulangar smá-
myndir í voldugan iðnað til fræðslu og skemmt-
unar tugum, já hundruðum milljóna manna.
Það var vorið 1894, að fyrstu kvikmyndirnar
voru sýndar almenningi. Það voru tveir bræður í
New York, sem breyttu skóverzlun sinni og komu
þar fyrir tíu ,,kinetoskop“-vélum, sem Thomas
A. Edison hafði fundið upp og smíðað. Edison
hafði fengizt við tilraunir sinar með þessi nýju
tæki í 7 ár, er almenningi gafst fyrst kostur á
að sjá þau. Hémmbil það eina, sem var sameigin-
legt þessum fyrstu kvikmyndum og kvikmyndum
nútimans var það, að þær hreyfðust, og hve
miklum vinsældum þær náðu.
Fyrsti kvikmyndatöku „salurinn" var þaklaus
skúr, sem hægt var að snúa þannig, að nota
mætti sólarljósið allan daginn. Þessa furðusmíði
átti Edison félagið í New Jersey. 1 mörg ár voru
einu kvikmyndirnar örstuttar ræmur, sem gengu
undir ýmsum nöfnum: „fréttamyndir", „leiksýn-
ingar", ,,atvik“ og „töframyndir". Deikaramir
voru aldrei nefndir með nafni. Hvað það snerti,
þá voru leikstörf aðeins hjáverk þeirra; aðal-
starfið lá i málun leiktjalda, smíðum o. s. frv.
— Það, sem mjög einkenndi þessar myndir var
handahófsfrágangur og barnaleg atvik i þeim.
En um 1903 hófst öld furðulegra uppfinninga-
og framfara á þessu sviði. Á þvi ári lét Edison
•einn af framkvæmdastjórum sínum, Edwin S.
Porter, gera kvikmynd, sem hét „Ævi amerísks
slökkviliðsmanns", en sú mynd er nú álitin fyrsta
kvikmynd með líku sniði og nú er, og „Járn-
brautarlestarránið mikla", fyrsta myndin með
söguþræði í.
1 þeirri mynd var í fyrsta skipti tekið upp á
því að taka myndir úr mismunandi fjarlægð —
til þess að sýna atburðina frá tveim mismunandi
stöðum. — Snemma voru gerðar tilraunir til þess
að sameina kvikmyndirnar hljóm og lit, með
grammófóninum og handlitun, en það varð ekki
fyrr en þrem áratugum síðar, að þessar tilraunir
báru lífvænlegan árangur.
Er árin liðu, eignaðist Edison marga keppi-
nauta. Einn hinna fyrstu, sem náði árangri með
tilraunir sinar var Frakkinn George Melies, sjón-
hverfingamaður, sem uppgötvaði, að hann gat
villt mönnum sýn í sjónhverfingarbrögðum sín-
um með því að nota kvikmyndir. Það var hann,
sem fyrst notaði mörg tæknisbrögð, eins og til
dæmis að láta myndina hverfa í þoku, leysast
á hálfrar aldar afmœli
Ein bezta myndin, sem gerð var í síðustu heimsstyrjöld, var
„Hjörtu heimsins" (Hearts of the World), sem stjórnað var af
D. W. Griffith. Þessi mynd, sem var fyrsta stríðsmyndin, með
því sniði, sem við þekkjum þær í þessu stríði. Til hægri er hinn
þekkti leikritahöfundur Noel Coward, sem síðan hefir orðið
frægur fyrir leikrit sín, kvikmyndir og lagasmíði.
Pearl White var um skeið ein-
hver allra vinsælasta kvik-
myndastjaman. Hún hóf kvik-
myndaleik sinn 1914 og lék í
kvikmyndum þangað til 1923,
en þá fluttist hún til Frakk-
lands, þar sem hún lézt 1938.
upp og láta tvær myndir renna saman. Frægasta
kvikmynd Melies’, „Ferðalagið til tunglsins",
byggt á sögu Jules Veme, stóð tæknislega langt-
um framar en allar eldri kvikmyndir.
Árið • 1909 var gerð fyrsta teiknikvikmyndin,
„Gertie", og voru í henni 10.000 teikningar. Þess-
ar Gertie-myndir, sem voru teiknaðar af Winsor
McCay, voru lang vinsælastar sinnar gerðar, þar
til Walt Disney kom fram með Mickey Mouse
19 árum síðar.
Fram til 1907 voru öll Amerísku kvikmynda-
félögin í austurríkjunum eða í Chicago, en þá
var fyrsti kvikmyndatökusalurinn reistur á vest-
urströndinni. Um 1915 var miðstöð iðnaðarins
komin til Hollywood. Þegar á tilraunaárunum
höfðu Ameríkumenn og Evrópumenn skipzt á
hugmyndum og efni, og nú hófust þau skipti á
leikurum, stjómendum og vélfræðingum, sem
áttu eftir að gera Hollywood að alþjóðaeign og
skapa þar eirja stærstu skemmtimiðstöð heims.
Smám saman fór kvikmyndaiðnaðinum fram á
öllum sviðum. Um og eftir 1914 var farið að
leggja meiri áherzlu en áður á góð leiksvið, og
leitazt við að skapa leiklist með einhverju gildi.
Margir viðurkenndir listamenn leiksviðsins fet-
uðu í fótspor Söru Bemhardt, sem 1912 lék
„Elisabetu drottningu“ fyrir Louis Merchanton í
Frakklandi.
Og kvikmyndalistin skapaði sinar eigin stjöm-
ur — Mary Pickford, Charlie Chaplin, Gloria
Swanson og margir fleiri. — Árið 1915 var eitt-
hvert hið þýðingarmesta í sögu kvikmyndanna.
Þá var það, sem D. W. Griffith stjórnaði og lét
gerð fyrstu stórmyndina, mynd, sem var, og er,
listrænt og tæknislegt meistaraverk. Myndin hét
„Hvemig þjóð verður til,“ og hún átti drjúgan
þátt í þvi, að milljónir manna fóru að taka til-
lit til kvikmyndalistarinnar og setja hana á bekk
með leiklistinni og bókmenntunum.
Næsta ár gerði Griffith aðra stórmynd, „Um-
burðarleysi", sem lýsir anda umburðarleysisins
gegnum aldirnar. Með þeirri mynd fullkomnaði
hann enn tæknina, og leiksviðsútbúnaður og hóp-
sýningar þeirrar myndar hafa verið teknar til
fyrirmyndar síðan.
Á öðrum tug þessarar aldar náðist fullkomn-
un þeirrar listar að nota andlitsfarða og allskon-
ar blekkingar, og ennfremur var þá til fullnustu
notuð ljósmyndavélin, þannig að myndir vora
Framhald á bls. 15.