Vikan - 30.11.1944, Page 2
2
VIKAN, nr. 43, 1944
Pósturínn \
Rvík, 7. 7. ’44.
Kæra, fjölfróða Vika!
Mig- langar til þess að biðja þig um
að gefa mér nokkrar góðar upplýs-
ingar eftir því sem þú hefir efni á.
Mig langar ákaflega mikið til þess
að læra að spila á „trompet". En ég
hefi lítil auraráð. Getur þú sagt mér,
hvað slikt hljóðfæri muni kosta ?
Ennfremur: Hve mikið kostar
kennsla í trompet-leik ? Hverjir
kenna ? Hve lengi þurfa menn að
vera hjá kennara?
Með fyrir fram þökk fyrir svör-
in, óska ég þér allra heilla.
Þinn
„Músikant”.
Svar: Trompetar hafa verið seldir
hér á stríðsárunum frá 500—1200 kr.,
en kostuðu fyrir stríð, I. flokks og
nýjir, (þeir, sem seldir hafa verið
hér undanfarin ár hafa flestir verið
notaðir) 400 kr. (lakari tegundir allt
ofan í 50 kr.). — Talið fyrst við kenn-
ara áður en þér festið kaup á hljóð-
færi. — Karl O. Runólfsson tónskáld
kennir trompetleik, og gjaldið fyrir
klst. er 20 kr. Hann er kennari við
Tónlistarskólann og býr á Lauga-
vegi 52.
Kæra Vika!
Viltu vera svo góð og segja mér,
hvort hér í bókaverzlunum fæst bók
um hænsnarækt, á Islenzku eða ein-
hverju öðru máli.
- Matthías, sem segir satt.
Svar: 1 bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar fæst bók, sem heitir
„Hænsnarækt" og kostar hún 2 kr.
Nýjcar raótnaúfgólur
eftfr
Hallgrím Helgason
1. Tuttugu og fimm íslenzk þjóðlög.
2. Sexlítil lög (fyrir blandaðan kór).
3. Tuttugu og tvö íslenzk þjóðlög.
4. Heilög vé (hátíðarkantata Jóns Magnússonar).
5. Þrjátíu smálög (fyrir píanó eða harmóníum).
6. íslands Hrafnistumenn (fyrir píanó, einsöng, karla-
kór).
7. Fjögur sönglög (fyrir eina rödd og undirleik).
8. Fjögur íslenzk þjóðlög (fyrir einsöng með undirleik).
9. Sónata fyrir píanó nr. 1.
10. Almenn tónfræði, 1. hefti.
Undirrit- óskar að fá sent af nótna- Vegna takmarkaðs upplags verða þessi verk eingöngu ætluð
útgáfu eftir Hallgrím Helgason: áskrifendum.
Nr Eru þeir beðnir að útfylla meðfylgjandi miða og senda í:
Nafn: Pósthólf 121,
Heimili: - Reykjavík.
Kæra Vika!
Mig hefir alltaf langað svo til þess
að læra kvæðið „Á Glæsivöllum“ eftir
Grim Thomsen, viltu nú ekki vera
svo góð að birta það fyrir mig?
Með innilegu þakklæti.
S. S.
Hér kemur kvæðið.
Á GlæsivöUum.
Hjá Goðmundi’ á Glæsivöllum
gleði er í höll,
glymja hlátra sköll,
og trúðar og leikarar leika
þar um völl,
en lítt er af setningi slegið.
Áfengt er munngátið
og mjöðurinn er fom,
mögnuð drykkjarhom,
en ómynnishegri og illra hóta nom
undir niðri’ í stiklunum þmma.
Á Grim’ enum góða
af gulli höfuð skín,
gamalt ber hann vín;
en homs yfir öldu eiturormur gin,
og enginn þolir drykkinn nema
jötnar.
Goðmundur kóngur
er kurteis og hýr,
yfir köldu býr;
fráriar eru sjónir, en fölur er
hans hlýr,
og feiknstafir svigna í brosi.
Á Glæsivöllum aldrei
með ýtum er fátt,
allt er kátt og dátt
en bróðemið er flátt mjög
og gamanið er grátt,
í góðsemi vegur þar hver annan.
Hom skella’ á nösum
og hnútur fljúga’ um borð,
hógvær fylgja orð;
en þegar brotna hausar og
blóðið litar storð,
brosir þá Goðmundur kóngur.
Náköld er Hemra,
því Niflheimi frá
nöpur sprettur á;
en kaldara und rifjum er
konungsmönnum hjá,
kalinn á hjarta þaðan slapp ég.
Kæra Vika!
Mig langar til að spyrja þig, hver
er maður hennar Greer Garson.
Forvitin.
Svar: Greer Garson er gift Rich-
ard Ney, sem er í ameríska sjóhem-
um.
r
Urvalsbœkur til
jólagjafa:
Minningar Sigurðar Briem.
Nýjar sögur eftir Þóri Bergsson.
Úr byggðum Borgarfjarðar, eftir Kristleif
Þorsteinsson, frá Stóra-Kroppi.
Fridtjof Nansen.
Óður Bernadettu.
Bókaverzlun ísafoldar.
Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.