Vikan - 25.01.1945, Page 5
VIKAN, nr. 4, 1945
5
Ný Iramhaldssaga:
Hver
|
er Evans?
Sakamálasaga eftir Agatha Chnsite
Þeir héldu áfram að rökræða. Presturinn, sem
hafði sitt álit á Badger, gat ómögulega viður-
kennt að loforð honum gefið væri nokkurs virði.
Hann hélt að Bobby væri þverúðarfullur og vildi
fyrir alla muni lifa sínu slæpingslífi í félags-
skap eins hins versta félaga, sem hann gat náð
í. Bobby, aftur á móti, endurtók, að hann gæti
ekki svikið Badger.“
Að lokum fór presturinn út úr stofunni í reiði
sinni og Bobby settist þá undir eins niður til
þess að skrifa Henriquez & Dallo og hafnaði til-
boði þeirra.
Hann andvarpaði, er hann gerði það. Hann var
hér að sleppa tækifæri, sem hann fengi aldrei
aftur. En hann sá enga aðra leið.
Seinna, á golfvellinum, lagði hann vandamálið
fyrir Frankie. Hún hlustaði á hann með athygli.
,,Þú hefðir þá þurft að fara til Suður-Ame-
ríku?“
„Já.“
„Hefði þér þótt það gaman?“
„Já, því ekki það.“
Frankie andvarpaði.
„Eg held samt,“ sagði hún, „að þú hafir valið
rétt.“
„Áttu við Badger?"
„Já.“
„Ég gat ekki neitað gamla skrjóðnum um
hjálp, finnst þér það?“
„Nei, en varaðu þig á því, að gamli skrjóð-
urinn, eins og þú kallar hann, svíki þig ekki.“
„Ó! Ég skal gæta mín. Ég á engar eignir."
„Það hlýtur að vera gaman,“ sagði Frankie.
„Hvers vegna?“
„Ég veit það ekki. Það hljómaði bara. svo
skemmtilega, frjálslega og ábyrgðarlaust. Ég
held líka, þegar ég fer að hugsa um það, að ég
eigi heldur ekki miklar eignir. Pabbi gefur mér
vasapeninga, og ég hefi mörg hús til þess að
búa í og föt og þjónustustúlkur og andstyggi-
lega ættarskartgripi. En þetta tilheyrir í rauninni
allt ættinni en ekki mér.“
„Nei, en það er sama —.“ Bobby þagnaði.
„Ó, ég veit, að það er allt annað.“
Hann varð allt I einu dapur.
Þau gengu þegjandi að næsta t-i.
„Ég fer til bæjarins á morgun," sagði Frankie,
þegar Bobby var að stilla upp boltanum sinum.
„Á morgun! Ó, og ég sem ætlaði'að biðja þig
um að borða með mér einhvers staðar.“
„Það hefði ég gjaman viljað. En hitt er ákveð-
ið. Pabbi er.búinn að fá giktina aftur."
„Þú ættir að vera hjá honum og sjá um hann,“
sagði Bobby.
„Hann kærir sig ekkert um að láta sjá um
sig. Það fer hræðilega í taugarnar á honum.
Honum líkar bezt við undirþjóninn. Hann er með-
aumkunnarfullur og kippir sér ekki upp við það,
þó að einhverju sé fleygt í hann og hann kall-
aður bölvað fífl.“
Bobby sló stórt högg og boltinn lenti i sand-
hrúgunni.
„Klaufi," sagði Frankie og sló fallegt beint
högg og boltinn flaug yfir hindrunina.
„Meðal annars," sagði hún. „Við skulum
skemmta okkur eitthvað saman i London. Kem-
urðu bráðum?“
„Á mánudaginn. En það er .ekkert gagn að því,
er það?“
„Hvað áttu við — ekkert gagn?“
„Ég á við, að ég verð að vinna við vélar mestan
tímann. Ég meina —“.
. Bobby Jones er að leika
’ golf með Thomas lækni.
Bobby missir boltann niður í gjótu og þeg-
ar hann fer að leita hans, finnur hann þar
dauðvona mann. Læknirinn fer að sækja
hjálp, en Bobby er kyrr hjá manninum.
Maðurinn segir aðeins þessa einu setningu:
„Hvers vegna báðu þau ekki Evans?“.
Siðan deyr hann. Bobby finnur mynd af
fallegri konu í vasa dauða mannsins, en
lætur hana aftur á sinn stað. Bobby hefir
áhyggjur út af því, að hann á að leika á
orgel við kvöldmessu hjá föður sínum, séra
Thomas Jones, klukkan sex. En ókunnur
maður kemur og býðst til að leysa hann af
hólmi og vera hjá likinu þangað til læknir-
inn kemur aftur. Bobby fer heim og lendir
honum í orðasennu við föður sinn. Eftir
þetta fer Bobby í ferðalag með járnbraut
og hittir þar æskuvinkonu sína lafði Franc-
es Derwent, sem segir honum, að það hafi
komið á daginn, hver dáni maðurinn er.
Bobby og Frankie tala saman um væntan-
leg réttarhöld. Frú Cayman segir hinn
dána, Alex Pritehard vera bróður sinn, sem
lítið hafi dvalizt á Englandi. Cayman og
kona hans þakka Bobby. Bobby vill fara í
bílafyrirtækið með Badger Beadon, en föð-
ur hans lízt ekki á það. Bobby hafði fengið
bréflega tilboð um atvinnu erlendis.
„Jafnvel þó,“ sagði Frankie,' „þá býst ég við,
að þú getir alveg eins komið í cocktailboð og
orðið kenndur eins og hver annar, vinur minn.“
En Bobby hrísti bara höfuðið.
„Ég skal veita bjór, ef þú vilt það heldur,"
sagði Frankie hughreistandi.
„Ó, sjáðu til, Frankie, hvaða gagn er að því?
Ég meina, að ég á ekki heima innan um kunn-
ingja þína. Þínir kunningjar. eru öðruvísi en
mínir.“
„Ég fullvissa þig um það,“ sagði Frankie, „að
mínir kunningjar eru af ýmsum tegundum."
„Þú læzt ekki skilja mig.“
„Þú getur komið með Badger, ef þú vilt. Þar
er kunningi fyrir þig.“
„Þú hefir eitthvað á móti Badger.“
„Ég held það sé, af því að hann stamar. Fólk,
sem stamar, fær mig alltaf til að stama líka.“
„Heyrðu, Frankie, þetta þýðir ekki neitt, og
þú veizt það vel. Það er allt í lagi hérna. Það
er ekki mikið hægt að gera hérna, og ég býst við,
að ég sé betri en ekkert. Ég meina, að þú ert
alltaf afskaplega alúðleg við mig og allt það, og
ég er þakklátur. En ég á við það sko — ég er
ekkert — enginn — ég meina —."
„Þegar þú ert búinn að láta í ljós alla minni-
máttarkennd þina,“ sagði Frankie kuldalega,
„viltu þá kennske gjöra svo vel að koma þér upp
úr sandhrúgunni þarna og skipta um kylfu.“
„Já, já, ég skal gera það!“ Hann stakk kylf-
unni í pokann og tók aðra í staðinn. Frankie
horfði á það með illkvittnislegri ánægju að hann
reyndi fimm sinnum í röð að slá í kúluna. Það
voru sandský í kringum þau.
„Þú næst,“ sagði Bobby og tók upp boltann.
„Já, það er víst,“ sagði Frankie.
„Eigum við að halda áfram?"
„Nei, ég held ekki. Ég þarf svo margt að
gera.“
„Vitanlega. Ég bjóst við því.“
Þau gengu þegjandi að kylfukofanum.
„Jæja,“ sagði Frankie og rétti frarn höndina.
„Vertu sæll, góði minn. Það hefir verið dásamlegt
að hafa þig til skemmtunar á meðan ég hefi verið
héma. Ég sé þig kannske seinna, þegar ég hefi
ekki annað skárra að gera.“
Forsaga
„Heyrðu, Frankie —
„Kannske, að þú látir svo lítið að koma í hvers-
dagsmatinn til mín einhverntíma. Ég held, þú
getir fengið ódýra perluhnappa hjá Woolworth."
„Frankie —.“
Rödd hans heyrðist ekki fyrir hávaðanum í
bílnum, sem Frankie var að setja í gang. Hún
ók í burtu um leið og hún veifaði hendinni.
„Andsk ......!“ sagði Bobby með tilfinningu.
Honum fannst Frankie hafa hagað sér Svívirði-
lega. Hann hafði, ef til vill ekki verið beint
kurteis, en það var samt satt, allt sem hann
sagði.
Hann hefði kennske ekki átt að segja það.
Næstu þrír dagar voru óendanlega langir.
Prestinum var dálítið illt i hálsinum og var þvi
neyddur til að hvísla, ef hann ætlaði á annað
borð að segja eitthvað. Hann talaði mjög lítið
og umbar nærveru fjórða sonar sins eins og
sannkristnum manni bar. Hann vitnaði einu sinni
eða tvisvar i Shakespeare, en það gerði nú bara
illt verra.
Á laugardaginn fann Bobby, að hann gat ekki
þolað að vera heima lengur. Hann bað frú
Roberts, sem ásamt manni sínum, „rak“ prest-
setrið, um að láta sig fá brauðpakka og þegar
hann var búinn að taka til bjórflösku, sem hann
keypti í Marcbolt, lagði hann af stað út til þess
að eta nesti sitt í einveru.
Hann hafði saknað Frankie alveg hræðilega,
þesa síðustu, fáu daga. Þetta gamla fólk var nú
alveg á takmörkum — það stagaðist altaf á þvi
sama.
Bobby lagðist í burknavaxna hlíð og fór að
velta því fyrir sér, hvort hann ætti að borða
matinn fyrst og sofna á eftir, eða leggja sig
fyrst og borða á eftir.
Á meðan hann var að íhuga málið, var vanda-
málið leyst fyrir hann með því, að hann sofnaðí
án þess að taka eftir þvi.
Þegar hann vaknaði var ltlukkan orðin hálf-
fjögur! Bobby glotti, þegar hann hugsaði til
þess, hve faðir hans mundi fyrirlíta þann hátt,
sem hann hafði eitt þessum degi. Að ganga eitt-
hvað langt — tólf til fimmtán kílómetra — það
var slíkt, sem ungur og hr-austur maður átti að
gera. Honum datt óumflýjanlega i hug þessi
fræga setning: „Og nú held ég, að ég hafi unnið
til þess að fá matinn minn.“
„Bölv.. vitleysa," hugsaði Bobby. „Hvers
vegna að vinna til matar síns með því að ganga
eithvert langt, einltum, þegar maður nennti því
ekki ? Hvaða frægð var í því? Ef maður hefir
gaman af því, þá er það ekki nema eftirlátsemi
við sjálfan sig, og ef maður hefir ekki gaman af
því, þá værir maður fífl að gera það."
Því næst réðist hann á sitt óverðskuldaða nesti
og át það með græðgi. Hann opnði bjórflöskuna
um leið og hann blés af vellíðan. óvenjulega
beizkum bjór, en mjög hressandi.
Hann hallaði sér aftur á bak, eftir að hafa
kastað frá sér bjórflöskunni í lynghrúgu,
Honum fannst hann vera eins og guð, þar sem
hann lá þarna svona náðugt. öll vei'öldin lá fyrir
fótum hans. Þetta var gömul setning, en ágæt
samt. Hann gat gert allt — allt ef hann reyndi!
Stórar hugmyndir og glæslegar í’áðagerðir svifu
í huga hans.
Svo varð hann aftur syfjaður. Svefndoðinn
læddist yfir hann.
Þungum, kuldadofnum svefni . .
Hann svaf ...