Vikan


Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 7

Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 4, 1945 7 Frá 15 ára afmæli Landsmiðjunnar, 17. janúar. Fjöldi manns skoðaði húsakynni og' vélakost Lands- smiðjunnar þennan dag og að því loknu var sest við góðgerðir, sem veittar voru í samkomusal smiðj- unnar. Hér er ein af myndum þeim, sem þá voru teknar. Við fremsta borðið sitja, talið frá hægri: Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs Alþingis, Pétur Ottesen, alþingismaður, Bjami Benediktsson, borg- arstjóri, Torfi Hjartarson tollstjóri, og fyrir endanum Hermann Jónasson, fyrrv. ráðherra. Standandi: einn af verkstjórum Landssmiðjunnar, Sveinn Ólafsson. Landssmiðjan 15 ára. JE janúar 1930 ákvað þáverandi rikisstjóm að | setja Landssmiðjuna á stofn. Forsætisráð- herra, Tryggvi Þórhallsson, skipaði þrjá menn í stjóm smiðjunnar, þá Pálma Loftsson, forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, formann, Geir G. Zoega, vegamálastjóra, og Guðmund Hlíðdal, póst- og símamálastjóra. Forstjóri smiðjunnar var ráðinn Ásgeir Sigurðsson. Ásgeir Sigurðsson, forstjóri. 1931 var bætt tveim mönnum í stjóm, Her- manni Jónassyni, alþm., og Magnúsi Bl. Jóns- syni, past. emer. Smiðjan hóf starf sitt 17. janúar 1930 í húsa- kynnum Vegagerðar ríkissjóðs við Skúlagötu, og voru fyrstu starfsmenn hennar aðeins 5. Verkefni þau, sem þegar í upphafi lágu fyrir smiðjunni, voru mörg, þar af leiðandi fjölgaði starfsmönnum hennar á fyrsta ári, svo að í árs- lok voru þeir orðnir 30. Á næstu tveim árum jukust verkefni smiðjunn- ar að mun. Kom hún þá upp tveim nýjum starfs- deildum, skipasmíði (tré) og málmsteypu. Á þess- um fyrstu árum skilaði smiðjan nokkrum hagnaði. Á árinu 1933 bárust minni verkefni að smiðj- unni en árin áður. Fékkst hún þá við ýmsar ný- smíðar, sem ekki höfðu verið framkvæmdar hér- lendis, en þær skiluðu smiðjunni ekki þeim tekj- um sem skyldi. Á árunum 1933—1939 óx smiðjan hægt og síg- andi, og var meðaltal starfsmanna hennar þá ná- lægt 50. öll þessi ár var smiðjan í hinum sömu húsakynnum, sem hún hóf starf sitt i. Árið 1936 var skipað rekstrarráð yfir ríkis- stofnanir og sérstök stjóm smiðjunnar lögð niður. Heyrði smiðjan undir rekstrarráð 3. flokks ásamt Vegagerð ríkissjóðs, Rikisprentsmiðjunni, vita- málum Islands og húsameistara ríkisins. Tveim árum síðar var rekstrarráðið lagt niður. Siðan hefir smiðjan heyrt beint undir atvinnumálaráðu- neytið, þangað til á síðasta hausti, að hún fékk stjórti að nýju og skipa hana forstjóri Skipaút- gerðar ríkisins, Pálmi Loftsson, (formaður), vegamálastjóri, Geir G. Zoega, og vitamálastjóri, Axel Sveinsson. Á árinu 1936 lagði forstjóri smiðjunnar teikn- ingu af framtíðarbyggingu hennar fyrir skipu- lagsnefnd atvinnumála og fór þess á leit við ráðu- neytið, að hafizt væri handa um aðkallandi hús- byggingu fyrir smiðjuna, þar sem hana vantaði mjög tilfinnanlega húsnæði fyrir hina mjög auknu starfsemi sina. Á næsta ári ákvað þáver- andi ríkisstjórn, að smiðjan fengi lóðir milli Skúlagötu, Klapparstígs og Sölvhólsgötu, en af ýmsum ástæðum var ekki ráðizt í byggingar- framkvæmdir. Á árinun 1940 gaf þá verandi atvinnumálaráð- herra smiðjunni heimild til að byrja á húsbygg- ingn á lóð hennar við Skúlagötu. Var snemma árs 1941 hafizt handa að reisa hús það, sem nú má telja fullgert, og hóf smiðjan þar starfsemi sína fyrir ári síðan. Á miðju ári 1942 festi smiðj- an kaup á fasteign Vegagerðar ríkissjóðs við Skúlagötu og Klapparstíg. Hafa gömlu húsin þar verið umbyggð og endurbætt. Býr smiðjan nú við allgóð húsakynni og skilyrði til mjög aukins starfs, enda hafa jafnframt verið útvegaðar margar nýjar vélar. Siðan 1940 hefir starfsemi smiðjúnnar marg- faldazt frá því, sem áður var, og er nú í tveim aðaldeildum, jámiðnaðardeild og tréiðnaðardeild; ennfremur er rekin nokkur verzlun með efni og vélar í sambandi við þessar iðngreinar, svo sem efni í olíu- og lýsisgeyma, hitatæki, frystitæki o. fl. Jámiðnaðurinn er aðallega margs konar* málmsmíði, svo sem jámsmíði, (eldsmiði), málm- steypa, plötu- og ketilsmíði, eirsmíði, rennismíði, ennfremur aðgerðir á vélum (vélvirkjun). Tréiðn- aður smiðjunnar er aðallega: Skipasmíði, móta- smiði, smiði skólahúsgagna og fleira. Aðalverkefni smiðjunnar frá upphafi til þessa dags, hefir verið að gera við skip rikisins og Eimskipafélagsins og halda þeim við. Meðal þess markverðasta, sem smiðjan hefir framkvæmt í þessum efnum, er þetta: Smíðað annað farrými á e. s. Súðina, e. s. Þór breytt úr togara í varð- skip, smíðað bráðabirgðastefni á v.s. Óðin, við- gerðin framkvæmd í fjöru, smíðað og sett nýtt afturstefni á Súðina, afturstefni v. s. Ægis soð- ið saman og smíðað stýri á hann, rafsoðinn sam- an sveifarás úr 500 ha. vél, byggt 24 smál. tré- skip. Auk þess hefir smiðjan framkvæmt ýmiss konar smíði fyrir hafnargerðir og vita, smíðað og sett upp hafskipabryggju í Keflavík, smíðað og sett upp benzín-, olíu- og lýsisgeyma. Meðal nýsmíða smiðjunnar má telja: Skjalaskápahurð- ir, vogir, síldarmjölsflutningstæki, límvatnssíur o. fl. fyrir síldarverksmiðjur, vökvastýrisvélar, skurðgröfur, eimkatla, stóra og smáa, og ótal margt, sem of langt yrði að telja upp hér. Starfsmenn smiðjunnar eru nú á annað hundr- að. Hafa þeir stofnað með sér starfsmannafélag, og lætur smiðjan þvi í té ókeypis húsnæði fyrir starfsemi þess, sem er margþætt. Innan félags- ins er skíðadeild, og hefir hún komið sér upp skíðaskála. Þá er þar málfundadeild og söngfélag. Frá Vestmannaeyjum. (Framhald af 3. síðu). Suðurey er y6 úr mílu frá Stórhöfða, þá er Hellisey hálfri milu sunnar; allar eru eyjar þessar mjög sæbrattar. Tæpa hálfa mílu suðvestur af Hellisey og rúma mílu frá Heimaey er sérstakur skerjaklasi, sem lækkar er norðar dregur, syðstu skerin eru hæst. Þar eru tveir stapar stærstir og merkas.tir, Geldingur og Súlnasker. Súlna- sker er mjög einkennilegt, 255 feta hátt og þverhnýptir hamrar umhverfis; mó- bergseyja þessi stendur á fjórum afar- miklum stoðum, brimið hefir brotið hvelf- ingar í kross gegnum skerið, og má róa gegnum þær í ládeyðu. Mest er hvelfingin, sem gengur undir skerið frá vestri til austurs, þar eru 30—40 álnir undir loft, þar sem hæst er; utan á veggjum hvelf- inganna eru margar hyllur og pallar al- skipaðar bjargfugli. Uppi á skerinu er einnig mikil fuglamergð, einkum af súlu, fuglaveiði er þar mikil og arðsöm, en ferðir í skerið eru mjög örðugar og hættulegar. Rúma hálfa mílu frá Súlnaskeri til vest- urs, hallandi suður, er Geirfuglasker, 185 feta hár klettahólmi með dröngum og skerj- um í kring. Allar þær eyjar, sem hafa verið taldar hér til Vestmannaeyja, eru úr móbergi og eldbrunnartilforna, endaliggja þær í röð frá útsuðri til landnorðurs, eins og eldf jallaraðir um miðbik Islands. Langt vestur af Heimaey eru einstakir drangar og sker í djúpum sjó . . . /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.