Vikan - 25.01.1945, Side 12
12
VTKAN, nr. 4, 1945
hnöttótt af samúð. „Þú skalt ekki vera að hugsa
um það.“
,,Ég hugsa ekki heldur um það, frú Brawn,
það er systir mín, sem hugsar fyrir mig. í>að
var erfitt fyrir hana að reyna að lækna mig, og
ég er auðvitað ekki orðinn alveg góður enn.“
Hann brosti dapur á svipinn, beygði litla, dökka
höfuðið sitt yfir flöskuna og drakk ákaft úr
henni.
Frú Brawn hvarf fram í eldhúsið fyrir innan
búðiina. Heitt loft streymdi inn, freistandi ilmur
af nýbökuðum kökum og kvennaraddir. En hvað
svona kvenfólk átti gott! Einkum hin rjóða frú
Brawn. Hún gat bakað eins mikið af' kökum og
hún vildi og selt þær, sem hún sjálf ekki orkaði
að borða, og auk þess fengið borgun fyrir eina
litla, heita köku!
A meðan hann svelgdi niður sítrónvatninu
reikuðu augu hans um búðaborðið. Nálægt hon-
um var tyggigúmmí á bakka. Honum hafði verið
bannað að tyggja það, en honum þótti það óskap-
lega gott, einkum fyrstu mínútuna, þegar þykki
sæti safinn rennur niður í hálsinn og er næstum
að kæfa mann. Áður en hann vissi af þvi — að
minnsta kosti ncestum áður en hann vissi, hafði
hann tekið lítinn tyggigúmmípakka af bakkan-
um og látið hann renna niður í vasann sinn, og
hann hélt áfram að drekka sítrónið sitt, en var
nú með lokuð augun.
Frú Brawn kom aftur með tvær nýbakaðar,
heitar kökur á diski, sem hún setti fyrir fram-
an hann. — „Ég hélt, að þig langaði kannske í
heita köku. En ég ætla að gefa þér þær, mundu
það. Þær koma ekki á reikninginn."
Hann var næstum þvi mállaus .af þakklæti.
„Ég þakka,“ var allt sem hann gat sagt til að
byrja með. — En á eftir: „ó, hvað það er leið-
inlegt. Ég er búinn að drekka allt sitrónið, og
nú verð ég að borða kökurnar eintómar, ef ég á
ekki að kaupa eina flösku til af einhverju." Hann
leit á hillurnar. „Ég held, að ég vilji fá engifer-
öl í þetta skipti, frú Brawn.“
„Sjálfsagt." Og frú Brawn opnaði eina flösku
enn og setti fyrir framan hann.
Það var dásamlega stökk skorpan á kökunum
og í miðjunni á þeim báðum voru sex stórar,
safamiklar rúsínur. Þær voru dásamlegar!
Þegar hann fór úr búðinni og gekk upp bröttu
tröppumar að kirkjunnni, fór hann að hugsa um,
hvað hann hefði átt að lesa undir tímann. Hvernig
skyldi liggja á prestinum i dag? Fjörugur og
þægilegur, eða utan við sig og syfjaður? Hvern-
in sem skapið nú var, þá var Wakefield ofurseld-
ur því — lítill, hjálparvana og einn.
Hann rölti um skuggsælan kirkjugarðinn á
milli_ grafreitanna og nam staðar dálitla stund
fyrir framan járngirðinguna, sem var í kring-
um fjölskyldugrafreiti þeirra. Augu hans námu
staðar við granítplötuna með nafninu Whiteoak,
svo horfði hann með löngunarfullu augnaráði á
lítinn stein með áletruninni: — María Whiteoak,
kona Filippusar Whiteoak. — Gröf móður hans.
Afi hans hvíldi líka þarna, faðir hans og fyrri
kona hans — móðir Rennys og Möggu — og
nokkrir kornungir Whiteoakar. Honum hafði allt-
af þótt vænt um fallegu járngirðinguna og fal-
legu litlu jámklukkumar, sem hengu á henni.
Hann langaði til þess að vera þarna dálitla stund
og leika sér. Hann varð að minnsta kosti að
tina stóran vönd af blómunum, sem hann hafði
séð við ána um daginn, og leggja þau á gröf móð-
ur sinnar. Hann mundi kannske líka leggja nokk-
ur á gröf hióður Renny, en auðvitað engin á
grafir karlmannanna. Þeir kærðu sig ekki um
blóm, heldúr ekki á grafir litlu barnanna, nema
„Gynneth, fimm mánaða gömul," af því að honum
þótti nafn hennar svo fallegt.
Hann hafði tekið eftir því, að Magga, þegar
hún kom með blóm í kirkjugarðinn, lagði hún
alltaf fallegustu blómin á gröf móður sinnar, en
„María“ -— móðir hans, Eden, Piers og Finchs,
fékk minni blómvönd. Og hann ætlaði að gera
eins. „Margret" átti líka að fá blóm, en þau áttu
ekki að vera falleg — auðvitað ekki visin, en ekki
eins stór og falleg.
Prestsetrið var lágt hús, með löngu þaki og
háum oddmjóum göflum. Forstofudyrnar voru
opnar. Það var enginn vanur að berja á dyr,
þess vegna gekk hann rólega inn, þegar hann
var búinn að setja upp guðrækilegan svip. Það
var enginn í skrifstofunni. Þarna lágu bækurn-
ar hans á litlu borði í horninu, þar sem hann sat
alltaf. Hann læddist varlega yfir slitið gólfteppið
og settist í sama stólinn og vanalega og studdi
höndunum við höfuðið. Klukkan í horninu tifaði
hátt: —
„Wakefield — Wakefield — Wake — Wake -—
Wake — Wake — Wake.“ Og svo — sofðu —
sofðu— sofðu — sofðu ... —
Lyktin af gömlu ryki og gömlum bókum höfðu
svæfandi áhrif á hann. Hann heyrði fótatak ein-
hvers í garðinum. Fennel var þá að setja niður
kartöflur. Wakefield mókti dálítið, og höfuð hans
seig alltaf nær borðinu. Síðast sofnaði hann.
Hann vaknaði við, að Fennel kom inn allur
moldugur og dálítið sneyptur.
„Kæri Wakefield,“ stamaði hann, „ég er hrædd-
ur um, að þú hafir þurft að biða lengi. Ég
þurfti bara að flýta mér að setja niður kart-
öflurnar áður en tunglið verður fullt. Ég veit
að það er hjátrú, en samt — en við skulum nú
sjá: hvað áttu að hafa í latínunni í dag?“
Klukan sló tólf.
Fennel gekk að Wakefield og beygði sig yfir
hann. „Hvernig gekk það svo í dag?“ Hann leit
á latnesku lestrarbókina, sem Wakefield hafði
opnað. —
„Eins vel og maður getur átt von á hjálpar-
laust. Hann talaði virðulega, en þó með dálitlum
ásökunarhreim í rómnúm.
Fennel beygði sig lengra niður yfir bókina.
Hm—m, við skulum nú sjá. Etsi in his locis —
maturae sunt heimes.“
1 „Séra Fennel," greip Wakefield fram í.
„Já.“ Presturinn sneri óræktanlegu skeggi sinu,
sem grasstrá hékk í, beint að drengnum.
„Renny spurði hvort þér vilduð ekki sleppa mér
stundvíslega í dag. Af því að í gær kom ég of
seint i hádegismatinn og amma varð öskureið,
og á hennar aldri —„
„Já, já. Þú skalt fá að fara. Það væri skömm
að gera gömlu frú Whiteoak reiða. Það má ekki
koma fyrir aftur. Við verðum að vera stundvisir,
Wakefield. Bæði þú og ég. Hlauptu þá heim og
ég- sný mér aftur að kartöflunum mínum." Og
hann setti honum fyrir í skyndi fyrir næsta
dag.
„Haldið þér ekki,“ sagði Wakefield, „að Tom,
(sonur Fennels), þegar hann fer út með hestinn
sinn í dag vilji vera svo góður að taka bækurnar
mínar með sér, því að ég er bæði með orðabók
og landakort. Og það svo þungt og þar sem ég
er orðinn svo seinn fyrir, þá verð ég að hlaupa
alla leið.“
Hann hvarf út í sólskinið, léttur eins og vind-
ur, og heili hans hafði losnað við að hugsa um
Júlíus Cæsar og Oliver Cromwell, og hann hafði
hresstst af kökunum og sítrónvatninu og var nú
til í að leggja í ný ævintýri.
Hann fór til baka sömu leið og hann hafði kom-
ið, hann nam að eins staðar einu sinni til þess
að hleypa grisi út, sem var óánægður með stiuna
sína. Grísin gekk við hlið hans dálitla stund,
og þegar þeir skildu við opið garðhliðið, horfði
hann með þakklætissvip á Wakefield, áður en
hann hvarf inn í garðinn.
Dásamlega, dásamlega líf! Þegar hann var
kominn út á engið, þar sem lækurinn rann, var
golan orðin að hressandi vindi, sem blés í hár
hans og hendur, þegar hann hljóp. Vindurinn var
bezti leikbróðir, sem hann gat óskað sér, hann
var i kapphlaupi við hann og rak skýin áfram
til þess að skemmta honum og hristi blómin af
kirsuberjatrjánum.
Um leið og hann hljóp, teygði hann hendurn-
ar fram, eins og hann væri að synda, hann hljóp
áfram í stökkum eins og fjörugt folald, um leið
óg hann gretti sig eins og hann gat.
En hann hljóp ekki alltaf beint áfram, og þegar
hann skaust inn um gatið sitt á limgirðingunni,
fór hann að verða hræddur um, að hann kæmi
samt of seint í matinn. Hann gekk rólega inn í
húsið og heyrði diskaglamur og raddir innan úr
borðstofunni.
Hinir eldri meðlimir fjölskyldunnar sátu þegar
við borðið, en sá yngsti (sem var bæði lygari;
þjófur og slæpingi!) birtist í dyrunum.
Það sat heill hópur- af fólki í kringum borðið,
og allt talaði það i einu. En það vanrækti samt
ekki matinn, sem var heitur og ilmandi, fötin og
diskarnir voru á ferð og flugi, það glamraði hátt
í hnífunum og göflunum, og það var ekki alltaf
auðvelt að heyra til þess, sem talaði, fyrr en hann
var búinn að renna niður því, sem hann var með
í munninum með vænum tesopa. Enginn tók eftir
Wakefield, þegar hann læddist í sætið sitt við
hliðina á hálfsystur sinni, Möggu.
MAGGI OG RAGGI.
Teikning eftir Wally Bishop.
Raggi dregur á eftir sér þunga
keðju —.
Maggi: Hvaða uppátæki er nú
þetta?
Maggi: Er ekki nokkuð þungt
fyrir þig að drasla með þessa
keðju?
Raggi: Mann munar ekki mik-
ið um svona keðju, þegar maður
dregur á eftir sér 35 þúsund
tonna orustuskip!
i