Vikan


Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 14

Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 14
14 VTKAN, nr. 4, 1945 Þetta er kvikmyndaleikarinn vinsæli, Don Ameche. Feðgarnir í Vestmannaeyjum. Þegar Grímur Pálsson, er seinna var prestur á Helgafelli, var við verzlun í Vestmannaeyjum, voru þar tveir feðgar, er báðir hétu Guðmund- ar. Var hinn eldri forsöngvari þar í eyjunum; hinn yngri var sjómaður góður en djarfur og ófyrir- leitinn, enda var hann drykkjumaður mikiH. Einn vetur dreymdi Grim, að hann væri í Landakirkju. Sá hann þar dyr á kórvegg, þar sem sæti Guð- mundar yngra var, og þótti honum sem tólf lík væru borin þar út og mundi eitt vera lík Guð- mundar yngra, en Guðmundur eldri gekk á eftir óg söng þetta vers úr borðsálminum í gamla Grallaranum: „Meðan mettuðu sig, minntust þeir sízt á þig; tóku sér heiðna gleði, grimm féll á þá.“ Að bón Gríms reri Guðmundur á juli sínu um vetrarvertíðina við ellefta mann. En einu sinni lofaði hann í góðu veðri farlausum manni að fljóta með hinum tólfta, en á þeim degi fórst hann og hugðu menn, að hann hefði ofhlaðið sig. Þorrinn byrjar venjulega í kring um þann 20. janúar, og trúðu menn því, að ef hann væri stilltur og frostasamur, mundi vel vora; sbr. vísuna: Þurr skyldi hann þarri, þeysin (þeysöm) góa, votur einmánuður, þá mun vel vora. (Alm.) Föstudagurinn fyrsti í þorra — miðsvetrardag- urinn — var talsverður uppáhalds-og tyllidagur víða um land. Mun það vera leifar af hinu forna þorrablóti fornmanna, sem lifað hefir í breyttri mynd. Nú á 19. öld mun þetta hátíðahald hafa verið dáið út alls staðar um land nema á Austur- landi. Þar er þessi dagur nefndur bóndadagur. Eftir fornum munnmælum átti bóndinn á hverj- um bæ að fara snemma á fætur þennan dag og 260. KRðSSGÁTA Vikunnar ganga. — 17. prang. — 18. höfuðfat. —19. skekkj- ur. — 21. óska. — 23. lítil jörð. — 25. þefa. — 28. sjór. — 29. tveir samhljóðar. — 31. rúm. — 33. hrein. — 36. vitur. — 38. sk.st. (málfr.). — 39. dans. — 40. samtíningur. -— 41. bjóði við. -— 42. jörð. — 43. elskulega. — 44. afbragð. — 46. eldur. — 47. féll. -—■ 49. tárast. — 52. ekki eins stór. — 54. saurgað. — 56. drykkur. — 57. ungur maður, — 59. fóðra. — 60. bleyta. Lárétt skýring: 1. skauta. — 5. tal. — 9. veizla. — 10. hryssa. — 12. ættarsetur. — 14. blása. — 16. óhrein. — 18. létt. — 20. dreng. — 22. betur. — 23. naut- grip. — 24. innsigli. — 26. ræktuðu landi. — 27. fé. — 28. hátíðlegt ljóð. — 30. þykir vænt um. — 31. fleytur. — 32. skraut. — 34. seglviður. — 35. rás. — 37. hverfir. — 40. mikill. — 43. segja fyrir. — 45. kvennamaður. — 46. framkoma. — 48. mannsnafn (fomt). -— 50. á fæti. — 51. tónn. — 52. reglu- bróður. — 53. sakargift. — 55. heysáta. — 57. hnýta. — 58. telpa. — 60. háttur. — 61. ræða. — 62. vínkla. — 63. stakk. — 64. lagi. Lóðrétt skýring: 2. skinn. — 3. slóði.— 4. orka. —■ 5. tilfærilegt fomafn. — 6. lostæti. — 7. skera. — 8. hegna. — 11. bogin. — 12. ráðleysi. — 13. bústað. — 15. Lausn á 259. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. frami. — 5. norpa. — 9. sólu. — 10. bera. — 12. skal. — 14. iðka. — 16. lotur. — 18. kýs. — 20. aular. — 22. ætar. — 23. ár. -— 24. ek. — 26. rita. — 27. gaf. — 28. skálinn. — 30. nið. — 31. fáar. — 32. nafn. -— 34. bú. — 35. ás. — 37. sæld. — 40. spöl. — 43. úða. — 45. rausnar. — 46. fok. — 48. rist. — 50. rl. — 51. úr. — 52. dall. — 53. innan. — 55. auð. — 57. helgi. — b8. iðan. — 60. loka. — 61. agar. — 62. nælu. — 63. munað. — 64. karfi. „fagna þorra“ eða „bjóða þorra í garð.“ Hann átti þá að fara út í eintómri skyrtunni og annari brókarskálminni, en draga hina á eftir sér, en vera allsber að öðru. Svo átti hann að hoppa á öðrum fæti þrjá hringa í kringum bæinn og við- hafa einhvem formála, sem nú er líkfega týndur, og bjóða þorra í garð. Líklega hefir hann verið líkur formála húsfreyjanna, þegar þær buðu góu í garð. Síðan átti húsfreyja að halda vel til bónda síns um daginn og bóndi að bjóða bændum úr nágrenninu til sín i veizlu. Nú er þetta löngu horfið, hafi það nokkum tíma verið almennur siður, en það er ennþá siður í Múlasýslum, að borða hangikjet og annan hátíðamat þann dag. e Barnagælur, gamlar. Lömbin í móunum leika þau sér. Selurinn í sjónum sjmdir upp á sker. Vetlingana á prjónum vinnukonan ber. Samlyndi með hjónum silfri betra er. Við skulum ekki gráta og ekki tala ljótt, þá verðum við svo stór og vöxum við svo fljött. Við skulum lesa bænirnar, þá sofnum við svo rótt, guð og allir englamir þeir vaka hverja nótt. Lóðrétt: — 2. askur. — 3. móar. — 4. ill. - 5. nei. — 6. orða. ■— 7. rakur. — 8. útlæg. — 11. marað. — 12. staf. — 13. dý. — 15. alin. — 17. otar. — 18. krár. — 19. sein. — 21. atir. — 23. ákallar. — 25. knappar. — 28. sá. — 29. nf. -— 31. fús. — 33. nál. — 36. æðin. — 38. ær. — 39. dula. — 40. snúð. — 41. ör. — 42. volg. — 43. úrill. — 44. asni. — 46. fala. — 47. klint. — 49. taðan. — 52. dekur. — 54. naga. — 56. um. — 57. hola. — 59. nað. — 60. læk. Guð blessi börnin bæði ung og smá, vís er þeim vömin voðanum frá, sæl em þau þá, þegar þau fá sinn guð að sjá, heilaga engla að horfa upp á og með þeim syngja gloríá. Svör við „Veiztu—?“ á bls. 4: 1. Sólon, löggjafi Aþenu. 2. Jón Þorláksson á Bægisá. 3. Lhasa. 4. Árið 1901. 5. Neró keisari. 6. Björgvin Guðmundsson tónskáld. 7. Búkefalos. 8. Mikill mælskumaður og ræðuskörungur, sem var uppi í Aþenu um 360 f. Kr. 9. 18 ára. 10. Það er 41000 ferkílómetrar að stærð. SKRÍTLUR. Hann: „Það eru tveir menn, sem ég dáist alltaf að.“ Hún: „Hver er hinn?“ Ræðumaðurinn: „Ef ég hefi talað of lengi, þá er það af því að ég er ekki með úrið mitt á mér, og hér er engin klukka." Rödd úr hlustendahópnum: „Það er almanak fyrir aftan yður.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.