Vikan - 01.02.1945, Síða 6
6
VIKAN, nr. 5, 1945
8. KAFLI.
Ráðgátan um ljósmyndina.
Þau störðu á hvort annað og reyndu að fella
sig við þessar breyttu aðstæður.
,,Það getur ekki verið neinn annar,“ sagði
Bobby. ,,Hann var eini maðurinn, sem hafði tæki-
færi til þess.“
„Nema myndirnar hafi verið tvœr.“
„Við vorum sammála um að það væri ekki
liklegt. Ef myndirnar hefðu verið tvær, þá hefðu
þeir reynt að komast að þvi, hver hann væri
með hjálp þeirra beggja — ekki aðeins ann-
'arar.“
„Þaö er að minnsta kosti auðvelt að komast
að því,“ sagði Frankie. „Við getum spurt lög-
regluna að því. Við skulum hugsa okkur, að það
hafi aðeins verið ein mynd, sú, sem þú sást og
stakkst aftur í vasa hans. Hún var þar, þegar
þú skildir við hann, en hún var þar ekki, þegar
lögreglan kom, þess vegna er Bassington-ffrench
eini maðurinn, sem hefir getað tekið myndina
í burtu og sett aðra í staðinn. Hvernig var
hann, Bobby?“
Bobby gretti sig um leið og hann reyndi að
rifja það upp.
„ösköp venjulegur maður. Með skemmtilega
rödd. Snyrtimenni og allt slíkt. Ég tók annars
ekkert sérstaklega eftir honum. Hann sagðist
vera ókunnugur á þessum slóðum — og hann
sagði eitthvað um það, að hann væri að leita sér
að húsi.“
„Við getum ekki sannað það,“ sagði Frankie.
„Wheeler og Owen eru einu fasteignasalarnir."
Allt í einu fór hrollur um hana. „Bobby, hefir
þér dottið það í hug? Ef Pritchard hefir verið
hrint fram af klettinum hlýtur Bassington-
ffrench að vera maðurinn, sem gerði það . . .“
„Það er mjög sorglegt," sagði Bobby.
„Hann virtist vera svo ágætur náungi. En þú
manst það, Frankie, að við höfum enga sönnun
fyrir því að honum hafi verið hrint fram af.“
„Ég er alveg sannfærð um það!“
„Þú hefir alltaf verið það.“
„Nei, mig langaði bara til þess að vera það,
af því að það gerði allt svo miklu skemmtilegra.
En nú er það að mestu leyti sannað. Ef það var
morð, þá fellur allt inn í. Óvænt koma þín, sem
kollvarpar ráðagerðum morðingjans. Þú sást
myndina, þess vegna er nauðsynlegt að koma
þér I burtu."
„Það er veila í þessari tilgátu," sagði Bobby.
„Hvers vegna? Þú varst eini maðurinn, sem
sá ljósmyndina. Undir eins og Bassington-
ffrench var orðinn einn hjá líkinu, þá skipti hann
um mynd og tók þá, sem aðeins þú hafðir séð.“
En Bobby hélt áfram að hrista höfuðið.
„Nei, þetta dugar ekki. En við skulum hugsa
okkur það dálitla stund að myndin hafi verið
svo þýðingarmikil, að það var nauðsynlegt „að
koma mér í burtu“, eins og þú orðaðir það. Það
virðist fráleitt, en ég held það geti kannske átt
sér stað samt. Nú, en hvað sem átti að gera,
hlaut að hafa veirð gert undir eins. Það var
einskær tilviljun, að ég fór til London og sá
aldrei Vikublaðið í Marchbolt: eða önnur blöð,
þar sem myndin var birt — það gat enginn
reiknað með því. Það líklegasta var það, að ég
mundi strax segja, „þetta er ekki myndin, sem
ég sá.“ Hvers vegna að bíða, þangað til eftir
rannsóknina, þegar búið var að ganga vel frá
öllu?“
„Það er eitthvað til í því,“ samþykkti Frankie.
,,Og svo er það annað. Ég get auðvitað ekki
verið alveg viss um það, en ég held, að Bassing-
ton-ffrench hafi hvergi verið nálægt, þegar ég
stakk myndinni aftur 1 vasa dána mannsins.
Hann kom ekki fyrr en um fimm minútum síðar."
„Hann hefir getað verið á verði allan tímann,“
andmælti Frankie.
„Ég veit ekki, hvernig hann hefði getað það,“
sagði Bobby hægt. „Það er ekki nema einn stað-
ur, þar sem hægt er að sjá niður á þann stað,
sem við vorum. Kletturínn slútir fram, svo að
það er ekki hægt að sjá fram af honum. Það er
ekki nema þessi eini staður, og þegar Bassing-
ton-ffrench kom, þá heyrði ég undir eins til hans.
Ég heyrði fótatakið bergmála. Það getur verið að
hann hafi verið einhvers staðar nálægt, en hann
var ekki á verði, það get ég svarið.“
„Þú heldur þá, að hann hafi ekki vitað um, að
þú sást myndina."
„Ég skil ekki, hvernig hann hefir átt að vita
það.“
„Hann hefir ekki getað verið hræddur um, að
þú hafir séð hann fremja það — morðið. Þú
hefðir aldrei þagað yfir því. Það lítur út fyrir,
að það hafi verið eitthvað annað.“
„Ég veit bara ekki, hvað það hefði átt að
vera.“
„Eitthvað, sem þau vissu ekki fyrr en eftir
málsrannsóknina. Ég veit ekki af hverju ég segi
pau.“
„Hvers vegna ekki? Þegar öllu er á botninn
hvolft, þá hljóta Caymanhjónin að hafa tekið
þátt í þvi lika. Það er líklega glæpaflokkur.
Ég er hrifinn af glæpaflokkum."
„Það er lélegur smekkur," sagði Frankie
viðutan. „Það er miklu merkilegra að fremja
morð án hjálpar annarra, Bobby!“
„Nú ?“
„Hvað var það, sem Pritchard sagði rétt áður
en hann dó?“ Þú sagðir mér það um daginn,
þegar við vorum að leika golf, þú manst að það
var skrýtin spurning?"
,Mvers vegna báðu þeir ekki Evans?“
„Já. Hugsaðu þér, að það hafi einmitt verið
það?“
„En það er hlægilegt."
„Það virðist svo, en það getur verið þýðingar-
mikið. Bobby, ég er sannfœrð um, að það sé svo.
O, nei, ég er fífl — þú sagðir Caymanhjónunum
aldrei frá því?“
„Það var einmitt það, sem ég gerði," sagði
Bobby lágt.
„Þú gerðir það?“
„Já. Ég skrifaði þeim þarna um kvöldið, og
sagði um íeið, að það hefði auðvitað enga þýð-
ingu.“
„Og hvað gerðist?"
„Cayman skrifaði til baka, og samþykkti það
auðvitað kurteislega, að það hefði enga þýðingu,
en þakkaði mér fyrir fyrirhöfnina."
„Og tveim dögum siðar fékkstu þetta bréf frá
ókunnugu fyrirtæki, sem ætlaði að múta þér
til þess að fara til Suður-Ameríku?“
„Já."
„Jæja,“ sagði Frankie, „ég veit ekki hvað þú
vilt meira. Þau reyndu þetta fyrst, þú bítur ekki
á agnið, þá elta þau þig og grípa gott tækifæri
til þess að seta morfín í bjórflöskuna þína.“
„Þá eru Caymanhjónin samsek?"
„Vitanlega eru Caymanhjónin með í því!“
„Já,“ sagði Bobby hugsandi. „Ef skoðun þín
er rétt, þá hljóta þau að vera með í því. Sam-
kvæmt núverandi kenningu þinni, er þetta svona.
Dána manninum, sem nefnist X, er ýtt fram af
klettinum — líklega af BF (afsakið upphafs-
stafina). Það er mikið komið undir því, að það
komist ekki upp, hver X er, svo að myndinni af
frú C er stungið í vasa hans og mynd af
fallegri, óþekktri stúlku tekin í burtu. (Hver
gkyldi hún vera?).“
„Haltu þér við efnið,“ sagði Frankie strang-
lega.
„Frú C bíður eftir að ljósmyndin sé birt, og
kemur svo sem sorgmædd systir og segir, að
X sé bróöir hennar, sem hafi lengi verið í út-
Erla og
uiinust-
inn,
Teikning eftir
George McManus.
Erla: Elsku hjartans vinurinn minn! Hvað varstu að Erla: Við skulum koma inn í stofu, það er svo friðsamt og þægi-
gera í herbúðunum? Varstu ekki að hugsa um mig? legt að vera þar.
Oddur: Þú veizt það, elskan min!
Oddur: Elskan mín, er það ekki dásamlegt að
vera svona ein — bara ég og þú —.
Erla: Jú, ástin mín, enginn sér okkur, nema
tunglið!
Oddur: Sjáðu Erla! Lesendumir horfa á
okkur!
Erla: Hvað eigum við að gera?
Oddur: Nú sér enginn oltkur, elskan.
Erla: Kysstu mig, Oddur! Elsku, bezti snúð-
urinn minn!