Vikan


Vikan - 01.02.1945, Side 11

Vikan - 01.02.1945, Side 11
flllllllllllllllll'llltlllllllll VIKAN, nr. 5, 1945 11 ^MHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiittiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiimi JAIiA Ný framhaldssaga: Elftir MAZO D € L A ROCHE. •iiiiiiii 11111111111111111111^ 3 U llllll■lllmllllllll•ll■lllllllllll■l■l■llll■■l■■lllll■■■ll■l■l■l■llll■lll■■l■llllllllll■llll■■ll■llllnlllllllll■llll■l■llll■■■lllllllllllllllll■lllllll■•llllllllllll■lllllllll■lll■■■■tllllll■■■lllll■lllllllllltll■llll||||||■llll||■lll■■|||||■l|■ll■|||lllllllll■llllllllllllllllll■lll•lllll■lllllllll■lllllllll■lll^* Allt frá því að hann hafði fengið að sitja við borðið hafði hann haft þann stað, fyrst á háum stól, og eftir að hann var orðinn stærri ofan á einni bók af „Ensk ljóðaskáld,“ sem enginn nennti nokkurn tíma að lesa, og sem allir kölluðu bókina hans Wakefield. 1 rauninni þurfti hann alls ekki þessa auka þumlunga, til þess að ná að borðinu, en hann var orðinn vanur bókinni, og þegar Wakefield var orðinn vanur einhverju, þá hélt hann dauðahaldi í það. Honum þótti þægilegt að sitja á hörðum spjöld- um bókarinnar, þó að hann óskaði þess stundum, þegar hann hafði verið hýddur, að þau væru mýkri. „Ég vil fá mat!“ Hann hækkaði röddina í allt öðrum tón en hann hafði talað við frú Brawn, frú Wigle og prestinn — „mat!“ „Þei!“ Magga tók gaffalinn frá honum, sem hann sveiflaði upp í loftið. „Renny, viltu gjöra svo vel að gefa barninu dálitið kjöt. Og mundu, að hann vill aðeins magurt, hann borðar ekki feitt.“ „Hann ætti ekki að fá að sleppa við að horða fituna. Hann hefir gott af þvi.“ Renny skar niður nokkrar sneiðar af nauta- kjöti og mikla fitu. Amma talaði með ógreinilegri röddu, af því að hún var með fullan munninn af mat: „Segðu að hann eigi að borða fitu. Hann hefir gott af þvi. Böm eru í alltof miklu eftirlæti nú átímum.Látið hann fá fitu. Ég borða fitu, og ég er næstum þvi hundrað ára.“ Wakefield horfði reiðilega á hana yfir borðið. „Ég vil ekki verða hundrað ára.“ Amma hló, en var ekkert móðguð. „Þú skalt ekki vera hræddur, drengur minn; það er engin hætta á því að þú verðir það. Og enginn ykkar. Ég er sú eina! Níutíu og niu ára og hefi ekki sleppt úr einni máltíð. Dálitla sósu, takk, Renny, á þessa brauðsneið." Hún hélt skjálfhent fram disk sínum. Nikulás, elzti sonur hennar, sem sat við hlið hennar, tók við honum og rétti hann til Renny, sem hallaði steilcarfatinu, svo að öll sósan rann i annan end- ann. Hann tók tvær skeiðar og setti á brauðsneið ömmu sinnar. „Meira, meira," skipaði hún, og hann gaf henni þriðju skeiðina. „Þetta er nóg, alveg nóg,“ muldraði Nikulás. Wakefield sat og horfði á hana eins og hann væri töfraður á meðan hún borðaði. Hún var með gerfitennur á báðum tanngörðum, áreiðanlega beztu gerfitennurnar, sem nokkru sinni höfðu verið smíðaðar, þær möluðu allt í sundur, sem kom nálægt þeim, og það var áreiðanlega þeim að þakka að hún var orðin níutíu og níu ára gömul. Hann hreyfði ekki við disk sínum, sem Magga hafði fyllt af kartöflum, káli og ávaxta- mauki. Hann starði bara á ömmu sina. „Hættu að glápa svona,“ hvisiaði Magga, „og borðaðu matinn þinn.“ „Já, ef þú tekur þennan feita bita í burtu,“ hvíslaði hann til hennar. Hún setti hann á diskinn sinn. Samræðumar héldu áfram. Hvað skyldu þær snúast um, hugs- aði Wakefield, en hann var alltof upptekinn af matnum sínum til þess að taka eftir. Setningamar flugu yfir höfði hans, orðin rákust á. Það voru áreiðanlega bara þessar venjulegu kappræður um: hvað maður ætti að gera í ár; hvað ætti að gera við Finch,. sem var í skóla í bænum; hverjum af þrem sonum ömmu hafði farið verst fyrir í lífinu. — Nikulás, sem sat til vinstri hand- ar henni og hafði eytt föðurarfi sinum með svall- Forsasa: Wakefield Whiteoak, níu ® * ára gamall drengur, mjór og magur, er að leika sér makindalega úti i náttúmnni, þegar Renny, elzti bróðir hans, kemur að honum og ávítar hann fyrir að vera að slæpast, í stað þess að læra hjá séra Fennel. Renny tekur af honum marm- arakúlur, sem drengurinn hafði verið að leika sér með. Wakefield fer að gráta, en röltir síðaii af stað til prestsetursins en kemur við hjá frú Brawn og fær lánað sítrón og fleira. Ekkert verður úr kennslu, því séra Fennel gefur honum fri, og drengur- inn fer heim að borða. sömu lifi á unglingsámnum; Emest, sem sat til hægri handar henni og hafði eytt öllu fé sinu í brjálæðislegt brask og lán til bræðra sinna og vina; eða Filippus, sem hvíldi nú í kirkjugarð- inum, hann hafði kvænzt í annað sinn (og meira að segja tekið niður fyrir sig), og í því hjóna- bandi hafði hann eignast Eden, Piers, Finch og Wakefield, sem var óþarfa viðbætir við fjöl- skyldu, sem þegar var svo mamimörg. Borðstofan var mjög stórt herbergi, troðið af stómm, þungum húsgögnum. Skenkiborðið og skápamir náðu næstum alveg upp í loft. Síðu, gulu flauelsgluggatjöldin, sem var haldið frá gluggunum með snúmm, sem vom eins þykkar og reipi, virtust útiloka heiminn frá þeim heimi, sem Whiteoakamir lifðu í, rifust, borðuðu og drukku eða fengust við hin ýmsu áhugamál sín. Þar sem veggimir voru ekki faldir af húsmun- unum, hengu oliumálverk af fjölskyldumeðlimum í þungum römmum. Stórkostlegasta málverkið var af Whiteoak kapteini í brezkum liðsforingjaeinkennisbúningi, afinn, sem, ef hann hefði lifað, hefði verið meira en hundrað ára, því að hann var eldri en amman. Á myndinni var hann gervilegur maður, með Ijóst hörund, brúnt, liðað hár, skýr, blá augu og fallegan en ákveðinn munn. Hann hafði verið í herþjónustu í Jalna á Ind- landi, og þar hitti hann hina fögru Aðalheiði Court, sem var komin frá Irlandi í heimsókn til systur sinnar, sem var gift. Ungfrú Court var ekki aðeins fögur heldur einnig af góðri ætt, betri en ætt kapteinsins, sem hún leyfði honum heldur aldrei að gleyma — en hún átti auk þess álitlega fjárupphæð, sem hún hafði erft eftir ógifta frænku, dóttur jarls. Aðalheiður og kapteinninn voru mjög ástfang- in af hvoru öðru, hún af fallega og ákveðna munninum hans, og hann af grönnum og yndis- legum líkama hennar, þykku rauðbrúnu hárlokk- unum, en þó mest af brúnum, ljómandi augunum. Þau giftu sig í Bombay 1848, það voru óróleg- ir og róstursamir tímar og stríð um allan heim. En ungu hjónin kærðu sig ekkert um það. Þau hugsuðu ekki um stríð af nokkru tagi fyrr en seinna, þegar drættimir í munni hans voru orðn- ir alltof ákveðnir, og eldur augna hennar slokkn- aður af vondu skapi. Þau vom fallegustu og glæsilegustu hjónin í öllu Jalna. Veizlur án þeirra voru leiðinlegar og tómlegar. Þau voru skemmti- leg og fín og áttu meiri peninga en flestir aðrir á þeirra aldri þama í nýlendunni. Allt gekk vel, þangað til þau eignuðust litla dóttur. veiklað bam, sem þessi skemmtanasjúku hjón höfðu alls ekki óskað sér, og koma þessarar litlu stúlku í þennan heim olh líka ungu móði'rinni svo mikilla veikinda, að hún. brátt fyrir miklar lækninga- aðgerðir og lancan og leiðinlegan tíma til heilsu- bótar uppi í fjöllunum, hélt, að hún yrði aum- ingi alla ævi Um sama leyti átti Whiteoak kapteinn í alvarlegum deilum við ofursta sinn, og honum fannst eins og allur heimur hans, bæði í einkalífinu og hemum, hefði allt í einu verið sett- ur í álög. En örlögin virtust hafa ákveðið, að Whiteoak- fjölskyldan skyldi fara til Kanada, því að einmitt á sama tíma og læknirinn hélt því fram, að Aðal- heiður ætti að búa þar sem væri kaldari og þoll- ari veðrátta, ef hún ætti að ná sér, fékk White- oak kapteinn tilkynningu um, að einn frændi hans, sem bjó í Quebec væri dáinn, og hefði arf- leitt hann að stórri eign. Filippus og Aðalheiður voru sammála um, að þau væru dauðþreytt á Indlandi og af því að reyna að þóknast vitlausum og skapbráðum yfir- mönnum og af því að vera með þröngsýnu og slúðursjúku fólki. Þau voru sköpuð fyrir frjáls- ara líf. Og allt í einu fór þau að langa til Que- bec. Filippus hafði áður fyrr fengið mörg bréf frá frænda sínum, þar sem hann gyllti fyrir þeim dásemdir Quebec, og hve yndislegt væri að búa þar, svo frjálst í samanburði við gamla heim- rnn, og alls staðar ríkti svo mikill franskur andi. Whiteoak kapteinn hafði mjög svo lítið álit á Frökkum — hann var fæddur á sama ári og orust- an var við Waterloo, en þar var faðir hans drep- inn — en honum líkaði vel lýsingamar á Quebec, og þar sem hann var nú húseigandi þar, fannst honum hann ekki óska neins fremur en að fara beina leið þangað og setjast þar að. — Að minnsta kosti um stundar sakir. Hann sá í anda yndislega mynd af sjálfum sér og Aðal- heiði, sem studdist við arm hans, gangandi með- fram ánni eftir guðsþjónustuna á sunnudags- morgnana; hann var ekki lengur í hinum óþægi- lega einkennisbúningi, heldur í þröngum, vel- pressuðum buxum, tvíhnepptum jakka og gljá- andi pípuhatt, allt frá London, og Aðalheiður sveif beinlínis við hlið hans eins og ský af kögri, borðum og slæðum. Hann sá sig líka í anda með yndislegum, ungum frönskum stúlkum, þegar Aðalheiður var kannske önnum kafin að hugsa um nýtt barn, en þessar sýnir komust aldrei lengra en til þess að halda í litlar flauelsmjúkar hendur og horfa í augu með dökkum augnahár- um. Hann seldi liðsforingja veitingabréf sitt, og þau sem honum hafði aldrei dottið í hug, að hún ætti verska barnfóstru. Þeir fáu ættingjar, sem þau áttu þar, tók ekki sérlega hjartanlega á móti þeim; þess vegna varð dvöl þeirra mjög stutt, af því að þau voru of stórlát til þess að lifa á náð og miskunn. Þau fengu samt tima til þess að láta fyrsta flokks málara mála af sér myndir, hann í einkennisbúningnum, sem hann átti brátt að leggja alveg til hliðar, og hún í flegnum gul- um ballkjól með blóm i hárinu. Með þessár myndir og dýrmæt gömul, spónlögð mahóníhúsgögn — vegna stöðunnar í Quebec — tóku þau sér far með stóru seglskipi. Þau áttu í tveggja mánaða martröð I baráttu við storm, þoku og hafís, áður en þau sáu til lands í Quebec. Á leiðinni dó barnfóstran og var sökt í hafið, og nú var enginn til þess að sjá um bamið, nema hinir ungu, óreyndu foreldrar. Og Aðalheiður var nær dauða en lífi af sjóveiki alla leiðina. White- oak kapteinn vildi heldur berjast við heilan her af Indverjum en að gæta grátandi dóttur sinnar. Bölvandi og svitnandi, á meðan skipið veltist eins og æðisgengið, og Aðalheiður gaf frá sér hljóð, sem honum hafði aldrei dottið í hug, að hún ætti til, reyndi. hann að vefja bleju utan um sprikl- and: fætur dóttur sinnar. Að lokum stakk hann

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.