Vikan


Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 4

Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 4
* Sm.ásaza, oJjjtbh Rudolf Varnlund. T7~ LUKKAN var um tvö um daginn, þeg- •*^ar hann kom að „nr. 52“, þ. e. a. s. Toffelmakargötu 52. Heill hópur af börn- um elti hann þangað. Þau þekktu hann ekki, þau höfðu dregist að honum eins og börn dragast að því, sem er undarlegt, óvenjulegt og töfrandi, yfirgefið leikvelli sína, þegar hann gekk fram hjá þeim og glápt á hann eins og hann væri undarlegt dýr. Flest voru þau of ung til þess að hafa gaman af því, sem kvikmyndahúsin sýndu; og ekkert þeirra hafði enn þá séð mann í kjólfötum, bráðlifandi mann í þess- um einkennilega búningi. Hann var í kjól og með pípuhatt og hafði sett upp viðeigandi svip; góðlegan og virðulegan svip; svip, sem gaf til kynna að hann væri hafinn upp yfir þennan heim áhyggna og hraða, sem hann var nýkom- inn í. Þegar hann gekk inn um útidyrnar, var það með ákveðnum, útmældum hreyfing- um eins og hann væri lávarður, sem eftir stutta göngu kemur inn í höllina sína, þar sem hátíðlegur þjónn tekur á móti honum og gamlar fjölskyldumyndir á veggjunum í forstofunni. En þarna inni stóð nú bara gamla dyra- varðarkonan og hélt á skókassa, sem var fullur af áburði til þess að fægja glugga með, hún var að tala við frú Karlsson og frú Jansson. Dyravarðarkonan kom fyrst auga á hann. Hún hörfaði aftur eins og hún hefði séð draug, missti skókassann og tók með litlu feitu höndunum fyrir and- lit sitt. „Guð hjálpi mér!“ hrópaði hún ótta- slegin. ,,Ó,“ sagði frú Karlsson. „Ó,“ sagði frú Jansson. Það var ekki fyrr en nú sem þær litu við. En þá þögnuðu þær, störðu og svelgdu eins og orð, langar setningar kæmi upp í kverkarnar á þeim, en orð, sem þær þorðu ekki að segja. Maðurinn, sem stóð fyrir framan þær tók hæglátlega ofan pípu- hattinn, og kom þá í Ijós hvítt velhirt hár, hann leit rólega í kringum sig. Milt bros ljómaði á fallegu andliti hans; það var eins og ljótu gulgráu veggirnir og stiginn, sem var háll af raka, vektu hjá honum hjartnæmar minningar, en sumar voru samt svo gamlar, að hann gat rifjað þær upp með ró og án þess að vikna. Að lok- um leit hann á dyravarðarkonuna og spurði alúðlega: „Hvernig líður yður frú Blom?“ Hún heilsaði hikandi og hissa, eins og sá sem gerir eitthvað, sem honum er í rauninni á móti skapi, en hún gat samt ekki stillt sig um það og sagði: „Jú, þakka yður fyrir, ágætlega, herra Nibelíus.“ Á næsta augnabliki kom á hana enn þá meiri undrunarsvipur eins og hún væri allt í einu hætt að efast. „Já, já, afsakið, þetta er líklega herra Nibelíus, Nibelíus, sem átti hér heima fyrir nokkrum árum.“ Maðurinn hló blíðlega; það var eins og hann tæki eftir vafa hennar, en fyrirgæfi henni, þar sem hann skildi það svo vel. „Jú,“ sagði hann, „þetta er Johann Nibelius. Ég er kominn til þess að heim- sækja konuna mína. Hún býr líklega hérna enn þá?“ Hún horfði vandræðalega á manninn. Það var eins og hún reyndi árangurslaust að gera sér grein fyrir því, að hann stæði þarna raunverulega, hann sjálfur og eng- inn annar, klæddur í kjólföt og með pípu- hatt, sem hann setti nú hægt upp aftur. Á meðan höfðu hinar tvær konurnar hörf- að nokkur spor aftur á bak; að því er mátti dæma af svip þeirra brutust í þeim ýmsar ólíkar tilfinningar. Óþrjótandi forvitni, hræðsla, sem kemur af því, sem er alveg óvænt, það, er hefði verið álitið algjör- lega ómögulegt kom samt fyrirogvirðingu. Þær litu næstum því út eins og börnin, sem voru enn þá fyrir utan. Getur það verið satt, sögðu undrandi augu þeirra, er þetta herra Nibelius, sá raunverulegi Nibelius, sem kemur aftur á þennan hátt? Þegar hann gekk eitt spor fram til þess að fara framhjá þeim öllum, hneigði dyra- VEIZTÚ —? 1. Hver bygði fyrstur bæ í Odda á Rang- árvöllum ? 2. Hvað er Kína margar fer-mílur? 3. Hvar og hvenær fæddist Ludwig van Beethoven ? 4. Eftir hvem er leikritið „Að elska og lifa“ ? 5. Hvenær var Flóa-bardagi ? 6. Hvaða landnámsmaður nam Kjalar- nes? 7. Hver sagði: „Berr er hverr á bakinu, nema bróður eigi“? S. Hver hefir verið nefndur „faðir sagna- ritunarinnar" ? 9. Hverir voru orustuguðir Grikkja og Rómverja ? 10. Hvar og hvenær var Jón Espólín f æddur ? Sjá svör á bls. 14. VIKAN, nr. 23, 1945 varðarfrúin sig aftur; hún hneigði sig auðmjúklega eins og hún- ætlaði að stæla hirðmeyju, sem hún hafði einu sinni séð á kvikmynd, og hélt áfram: „Jú, jú, hún býr hérna enn þá, frú Nibe- lius býr hérna enn þá! En hún er ekki heima einmitt núna, hún er úti! En vill herra Nibelius ekki gjöra svo vel að ganga inn til mín — já, það getur ekki liðið á löngu áður en hún kemur.“ „Ég þakka yður fyrir,“ svaraði hann og lyfti hattinum, því skyldi ég ekki bíða inni hjá frú Blom?“ Hann gekk á eftir henni með stuttum sporum, spor, sem gáfu honum einkenni- legan' viðutan og sjálfsupptekinn svip; á þennan hátt gekk hann áður fyrr. En þá hafði hann verið klæddur í tötra; og á meðal fátækra má maður í tötrum ekki vera viðutan, það er eins og hann vilji lát- ast vera meiri en hann er. Nú var hann klæddur í kjólföt; og konunum þrem fannst eins og nú væri hann loksins kom- inn í fötin, sem hann væri fæddur til þess að vera í! Fregnin um að Johan Nibelius væri kom- inn aftur barst eins og elding um húsið, það var gamalt hús, með lágum leigum; leigjendurnir voru fátæklingar, cem höfðu búið þar lengi og kynnst, ekki aðeins eins og fólk þekkist flest, með nafni og í sjón, heldur þekktist það vel allt að naktri sál- inni. Flestir höfðu líka búið þar, þegar Johann Nibelius átti þar heima og þekktu hann eins vel og hina. Á þeim tíma var hann kallaður „skrýtni snillingurinn“. Hann var alltaf með ýmsar skrýtnar og gagnslausar uppfyndingar til þess að sýna þeim, sem höfðu gaman af því; og þó að hann vissi, að menn gerðu grín að þeim, þá gat hann aldrei stillt sig um að sýna þær: Þær voru hans andans börn, ófull- burða eða beinlínis vansköpuð, en hann elskaði þau með barnslegri og innilegri ást. Stundum skemmtu karlarnir sér við að bjóða honum í drykkjuveizlur sínar; þeir helltu í hann víni, sem hann var óvanur, svo að hann talaði tímunum sam- an um allt, sem hann gæti gert, hvernig allar uppfyndingar hans mundu gera mennina hamingjusama. 1 hans augum voru mennirnir göfugir, og miklir. En þeir hæddust að hugsjónum hans. Kona Nibeliusar sá fyrir honum með því að taka að sér húshjálp og hreingern- ingar 1 skrifstofum; það var hún, sem fékk mest að kenna á auðmýkingunum. Menn vissu vel, að hún bað hann oft, ákaflega oft um að fá sér ákveðna vinnu eða að minnsta kosti að reyna það; ná- búarnir héldu því meira að segja fram, að hún hýddi hann, og hann leit oft út fyrir það. En hún sjálf sagði aldrei neitt um heimilisaðstæður sínar. Hún var hörð og bitur og dul kona, sem virtist alltaf vera í stríði við tilveruna. Þegar maður hennar dag nokkurn hvarf úr húsinu í mestu kyrrþey, nefndi hún það Framh. á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.