Vikan


Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 11

Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 11
 "VIKAN, nr. 23, 1945 II IAIIA Framhaldssaga: Eftir MAZO D E LA ItOCHE. HMUMtilUIIIHHHIUMfl »n, 21 iiuiuuiiuimiHinHHiHHiHiiiuiiniiiHiiniMHHiHiniiiiuiHnMmuimiiniuinn’* „Ó, af því a8 það er svo gaman að vera maður, meira að segja fúllyndur maður. Ég á. bara við það, að hann óskar þess oft, að hann bæri ekki slíka byrði sem ég er.“ „Þú ert honum engin byrði lengur," sagði Renny. „Nú er komið að mér að sjá fyrir þér. ekki satt?" „Vill nú annar hvor ykkar vera svo góður aö ná í hattinn minn?“ sagði Dúfa. „Hauin liggur undir trénu." Renny ýtti þungum greinunum til hUðar, þær efstu teygðu sig upp í loftið eins og fómandi handleggir: Ilminn af ofþroskuðum eplunum lagði upp úr grasinu. Hendur Rennys urðu fullar af litlum laufblöðum og agnarlitlum, hræddum skor- •dýrum, þegar hann reyndi að ná í dýrgripinn. Vaughan lagði nú af stað heimleiðis, og Dúfa jhljóp á eftir honum- og sýndi honum nú, þegar þau bjuggu ekki lengur saman, ást sína á svo .áberandi hátt, að Renny, sem var ekki vanur því að hirða um tiifinningar annara varð mjög •undrandi. Að því er viðvék Alayne, furðaði hún sig meiia og meira á þessu fólki, sem hún hafði nýlega tengzt, það var svo allt öðruvísi en hún og gamla -vinafólkið hennar. öll íramkoma Whiteoak-fjöl- skyldunnar fékk fyrra lif hennar til þess að sýn- ast tómt, já, næstum því litlaust. Afleiðingin hjá Jienni sjálfri af þessu breytta umhverfi, voru ýtnislegar tilfinningar, sem hún mundi ekki, að hún hefði þekkt áður. Stundum varð hún þung- lynd og hrædd, en á öðrum tímum var hún ofsa- kát, af því að hún hafði það á tilfinningunni að eitthvað dásamlegt mundi koma fyrir hana. Renny kveikti sér í vhidlingi og leit alvarlegur 4 hana. „Mig grunaði alls ekki að þú mundir verða svona hrygg vegna gamla trésins," sagði hann. „Hvers vegna sagðirðu mér það ekki áður?“ Hann horfði innilega á hana. „kig vildi ekki gera alitof mikið uppistand. Ég hélt, að þér mundi finnast ég vera heimsk. Allir, sem raunverulega þekkja mig, hefðu undir eins akilið mig. En — þú þekkir mig varla. Og ekki get ég álasað þér fyrir það." ,,Ég vildi óska, að ég skildi þig. Ég skil betur hesta og hunda en kvénfólk. Það hefi ég aldrei skilið. Ég vissi ekkl fyrr en tréð lá á jörðinni, og ég af tilviljun leit framan í þig, að ég hafði sært þig. Ég sver það, að ég hefði aldrei gert það — en þú varst svo sorgmædd á svipihn. Þú veizt ekki, hvað mér finnst ég vera mikill glæpa- maður." Hann sparkaði í stofninn til þess að leggja meiri áherzlu á orð sin. „Gerðu þetta ekki!" sagði hún, „gerðu trénu ekki meira mein." Hann stóð hreyfingarlaus á milii trjánna, og hún gekk til hans. Hann laðaði hana að sér. Hún furðaði sig á þvi, að hún hafði ekki tekið eftir þvi fyrr hvað hann leit vel út. En hún hafði heldur ekki séð hann starfa úti fyrr. Hún hafði aðeins séð honum bregða fyrir áhestbaki. Inni hafðihenni alltaf fundizt hann hálfólundarlegur, þó að hann væri alltaf kurteis við hana; og henni hafði alltaf fundizt hann vera of öruggur uni mikilvægi sitt, sem húsbóndinn á heimilinu. En eins og hann hafði staðið þama og haldið á öxinni, magur i andliti með hvöss, brún augu, fannst henni eins og hann væri sjálfur andi skóganna og vatn- anna. Hún tók eftir því að jafnvel eyru hans voru mjó, og hárið óx niður í odd á ennið. Hann liafði kastað frá sér öxinni, þegar þau Forsaira • wakefleld Whiteoak, nfu ® ' ára gamaU drengur, mjór og magur, er að leika sér makindalega úti 1 náttúrunni, þegar Renny, elztl bróðir hans, kemur að honum og ávítar hann fyrir að vera að slæpast, i stað þess að læra hjá séra Fennel. Renny tekur af honum marm- arakúlur, sem drengurinn hafði verið að leika sér með. Wakefleld fer að gráta, en röltir síðan af stað til prestsetursins en kemur við hjá frú Brawn og fær lánað sítrón og fleira. Ekkert verður úr kennslu, því aéra Fennel gefur honum frí, og drengur- inn fer heim að borða. Aðalheiður er 99 ára og vonast til að verða 100. Renny er orðinn húsbóndi á Jalna; Magga, systir hans er íertug, en ógift. Aðalheiður ætlar að hlýða Wakefield. Hann sieppur og Renny gefur honum kúlumar aftur og nokkra aura. Emest Whiteoak er orðlnn sjötugur og frá því var sagt síðast, að hann þyldi Ula rifrildl móður slnnar. Hann er nú að dekra við hana. Emest fer siðan inn til sín. Eden kemur inn Ul hans tU þess að segja honum frá áhyggjum sinum. A sama tíma fer Renny inn til Nikulásar frænda sins tU þess að tala við hann um Eden. Piers hittir á laun ástmey sína, Dúfu, sem er alin upp hjá Vaughanfjölskyldunni og er dóttir Maurice, sonar þeirra hjónanna. Fjölskyld- an á Jalna er mikið á móti Dúfu. Dúfa samþykkir að giftast Piers, hvenær sem hann viU. Þau ákveða að strjúka að heim- an einn dag og gifta sig, án þess að láta nokkum vita það fyrirfram. Þau gera eins og þau höfðu ákveðið, gifta sig í öðrum bæ og búa á gistihúsi. Þau fara svo tii Jalna daginn eftir. Þar lendir aUt í uppnámi. Piers og Dúfa em samt að lokum tekin i aætt. Eden fer til New York í erindagjörð- um út af bók, sem hann ætiar að gefa út A skrifstofu útgefandans hittir hann stúiku, sem heitir Alayne Archer. Hann kynnist henni betur i boði hjá Cory bóka- útgefanda. Þau verða ástfangin af hvom öðm og glftast og taka sér ferð á hendur til Jalna. Piers sótti þau og 6k þeim heim, en Wakefield tók fyrstur á móti þeim og rétti Alayne blóm. Alayne er síðan kynnt fyrir fjölskyldunni. Henni er tekið vél af öllum nema Piers og Dúfu, sem em heldur fálát við hana. Finch fer út með Alayne til þess að sýna henni eignina. Þegar Alayne kynnist gömlu mönnunum betur, fer henni að þykja mjög vænt um þá. Nú situr Alayne úti í garðinum og er að tala við Dúfu, sem segir Alayne, hverjir foreldr- ar sínir séu og hve mikla andúð f jölskyldan á Jalna hafðl á glftingu Piers og Dúfu. Maúrice og Renny koma til þeirra og sá síðamefndi feliir tré, sem Alayne þykir leitt að skull ekki mega standa. byrjuðu að tala saman og stóð nú á milli grein- anna, hreyfingarlaus eins og stytta. Hún gat varlá séð, að hann drægi andann. Ein af þessum undarlegustu tilfinningum, sem hún hafði kynnst á þessum slðustu tímum, greip hana núna á þessu augnabliki. Hún var svo undarlega æst. Garðurinn, umhverfið allt, haust- dagurinn, henni fannst það allt vera eins og málað svið, þar sem henni var stillt upp. Hún var núna komin til hans, og af einhverri hvöt, sem hún skildi ekki sjálf, lagði hún höndina á handlegg hans, eins og til þess að ganga úr skugga um, að hún væri í rauninni Alayne og hann Renny. Hann hreyfði sig ekki, en horfði á hana svo einkennilega hugsandi á svipinn. Hún hélt að hann væri hálfpartinn illur við hana vegna þess, hvað hún hafði fundið til með trénu. Hún brosti við honum til þess að sýna, að hún væri ekki barnalega móðguð, en reyndi um leiö að teyna þeirri eftirvæntingu, sem streyindi um iiana alla. A næsta augnabliki hvUdi hún í faðmi hans, með munn sinn við hans og allar tilfinningar í máttvana undirgefni. Hún fann hjarta hans slá á móti sínu. Svo sleppti hann henni og brosti dálítið þunglyndislega: „Fannst þér það raun- verulega svona hræðilegt ? Geturðu alls ekki fyrir- gefið mér. Nú finnst þér ég auðvitað vera ennþá meiri glæpamaður." „Ó," sagði hún skjálfandi. „Hvers vegna gerðir þú þetta? Hvemig datt þér í hug að halda að ég mundi — „Ég hélt ekkert," sagði hánn. „Ég gerði það bara í augnabUks hrifningu. Þú varst svo — svo — svo — ó, ég get ekki útskýrt það, hvemig þú varst." „Ó, jú. Mig langar til að vita það," sagði hún mjög kuldalega. „Jæja þá — gimileg." „Meinarðu viljandi gimileg?" Það var hættu- legur hreimur í rödd hennar. „Vertu nú ekki hlægileg. Óviljandi vitanlega. Þú fékkst mig til þess að gleyma sjálfum mér Fyrirgefðu!" Hún hríðskalf. „Ef til viU,“ sagði hún huguð, „ef til viU er það alveg eins mikið mér að kenna." „Góða bam — eins og þú gætir gert að þvi, að þú litur svona út." „Já, en ég gekk viljandi til þin, þegar — nei, ég get ekki sagt það!“ Hún vildi samt segja það. „Þegar þú vissir, að þú værir sérstaklega girni- leg — áttu við það?" „Nei, alls ekki. Það þýðir ekkert, ég get ekki sagt það.“ „Hvers vegna þá að reyna það! Ég skal viður- kenna, að það er allt mér að kenna. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er einn koss ekkert hræði- legur, og svo erum við líka tengd. Menn kyssa stundum mágkonur sínar. Það kemur líklega aldrei fyrir aftur, ef þú þá ekki, eins og þú segir nálgast mig viljandi, þegar — hvað var það sem þú ætlaðir að segja? Þegar ég hugsa nánar um það, þá finnst mér ég eiga heimtingu á því að fá að vita það. Það léttir ef til vill á minni svörtu samvizku." „Ó, þú gerir allt svo hlægilegt. Þú lætur mér finnast ég vera svo bamaleg — svo heimsk.“ Hann háfði setzt á fallna trjástofnmn og horfði á hana. ; „Heyrðu nú. Það vil ég sízt af öllu gera. Ég reyni bara að fá þig til þess að taka það ekki svona nærri þér og keima mér um allt." Alvarleg augu hennar horfðu nú á hann; það bar vott um hugrekki hennar, því að hann horfði á hana fullur áhuga og þó stríðnislegur á svip- inn. „Ég held ég verði annars að segja þér þetta. Því er svo varið, að í seinni tíð hefi ég veriö óróleg og eftirvæntingarfull,) eins og eitthvað ævintýri mundi henda mig á næstunni. Þessi til- finning gerði mig bíræfna. Ég fann þetta rétt áður en ég gekk til þín og ég held — ég held — „Þú heldur, að ég hafi skilið það?" „Ekki fullkomlega. En ég held, að þú hafir fundið það, að ég er ekki eins og fólk er flest." „Það hefi ég fundið og finn enn. Þú ert ólík öllum öðram konum, sem ég þekki. Viltu segja mér, hvort þú hefir haldið, að ég - að ég hugsaði mikið um þlg?" „Ég hefi alltaf haldið, að ég féllí þér ekki i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.