Vikan


Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 12

Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 12
VTKAN, nr. 23, 1945 12 geð. En við skuJum gleyma þessu öllu. Ég hugsa aldrei framar um þetta." „Auðvitað ekki," sagði hann alvarlegur. Það snart hana ónotalega, er hún minntist þess, að hún hálfóafvitandi hafði endurgoldið koss hans. Hún varð eldrauð í andlitinu og á hálsin- um. Hún andvarpaði ofurlitið og sagði: „Sökin er að mestu mín.“ „Er þetta ameriska samvizkan, sem ég hefi svo oft heyrt talað iun?“ spurði hann undrandi. „Já, það er víst." Haiyi virti hana fyrir sér og augnaráðið var í senn spyrjandi og stríðnislegt, en það var meiri alvara í röddinni. „En hvað þú varst yndislega falleg. Og samt verð ég að muna, að þú ert kona Edens og ég má aldrei kyssa þig oftar." Nú þorði hún ekki að lita á hann. Hún var hrædd við hann, og þó enn hræddari við sjálfa sig. Henni var ljóst að þetta undarlega, eftir- væntingarfulla hugarástand, sem hún hafði verið í undanfamar vikur, hafði verið forboði þess, er nú var skeð. Hún reyndi að stilla sig og sagði: „Nú verð ég að fara heim. Ég held ég hafi heyrt í klukkunni. Það er víst kominn matmáls- tími.“ Hún sneri við og gekk hratt í áttina til hússins. Það var líkt Renny, að hann gerði ekki til- raun til að verða henni samferða. Hann sat kyrr og horfði á eftir henni, sannfærður um, að hún mundi líta við. Það fór eins og hann hafði búizt við. Er hún hafði gengið nokkur skref, leit hún um öxl og horfði á hann með virðuleik, en það var eitthvað bamslegt og biðjandi í augum hennar. „Viltu lofa mér því, að hugsa aldrei um mig eins og ég hefi verið í dag?" spurði hún. „Þá verð ég að lofa því, að hugsa alls ekkert um þig," sagði hann rólega. „Þá kýs ég, að þú hugsir ekkert um mig," sagði hún. „Það get ég ekki, Alayne." „Jæja, en gleymdu því, sem gerzt hefir í dag." „Það hefi ég þegar gert." En er hún flýtti sér gegnum garðinn, fann hún, að ef hann væri svo gleyminn, þá mundi það vera hræðiiegra heldur en þótt hann geymdi þetta innst í hugskoti stnu. XVI. Kirkjuferð. Alayne hafði verið vön því að fara i kirkju, en hún þurfti að vinna sigur á sjálfri sér til þess að taka þátt í hinum reglubundnu kirkjuferðum á hverjum sunnudagsmorgni á Jalna. Hún hafði verið vöri því að sitja milli foreidra sinna x úni- tarakirkjunni og hlýtt þar í andagt á túlkun prestsins á kenningum Krists. Hún hafði hlustað — í kirkju, sem frekar líktist nxiklum fyrir- léstrarsal — á frábæran söng. Og hún hafði séð alvariega menn og konur safna amerískum seðl- um meðal velklædds fólks eftir guðsþjónustuna. Þegar hún vár orðin ein, eftir dauða foreldra sinna, fór hún ekki eins reglulega í kirkju, og það var oftar að kvöldi til en á morgnana, og er hún flutti til Rosamond Trent, lagði hún það að mestu niður, þvi að hún var ein þeirra, sem var á þeirri skoðun, að kirkjugöngur væri ekki nema fyrir þá, sem ekki höfðu annað þarf- ara að gera. Á Jalna var það viðtekin regla, að allir með- limir fjölskyldunnar væru við morgunguðsþjón- ustu, ef þeir voru ekki veikir. Það var ekki nægi- leg afsökun, þó að einhver væri eitthvað lasinn. Alayne hafði séð Möggu staulast upp í bílinn dauðlasna af höfuðverk, með ilmsaltsglas fyrir vitunum og sitja með lokuð augu meðan á guðs- þjónustunni stóð. Hún hafði séð Finch dreginn með, þótt hann væri veikur af tarinpínu. 1 fyrstu hafði hana langað til að gera uppreisn gegn þessu, en þegar hún sá, að Eden hlýddi eins og þræll, þá lét hún sér þetta lynda. Hún hugsaði sem svo, að þegar öllu væri á botninn hvoifþá væri eitthvað hrtfandi við þessa guð- hræðslu, þótt trúin virtist ekki vera mikið atriði í henni. Whiteoak-fjölskyldan var ekki það, sem Alayne mundi kalla trúað fólk. Hún hafði aldrei heyrt það minnast á trúmál. Hún minntist rök- ræðna um þau mál á heimili foreldra sinna. Mundu vísindin eyðileggja trúna? Og þar var vitnað i fræga menn til stuðnings máli sínu. Einu skiptin, sem guðs nafn var nefnt á Jalna, var þegar amma fór með borðbæn í hálfum hljóð- um eða þegar einhver ungu mannanna kallaði guð til vitnis um það, að hann mundi gera hitt eða þetta. Og samt sem áður söfnuðust þau sam- an eins og hetjur á hverjum sunnudegi og sátu á hörðu bekkjunum í litlu kirkjunni. Wakefield skýrði þetta allt fyrir Alayne á eftir- famdi hátt: Afi lét reisa kirkjuna og hann var þar á hverjum sunnudegi meðan hann lifði. Amrna hefir verið þar á hverjum sunnudegi og hún er nærri hundrað ára. Hún verður fokvond, ef nokkrum okkar dettur í hug að sitja heima. Og presturinn og bændumir segja okkur á hverj- um sunnudegi, að ef einhvem af okkur vanti, þá finnist þeim sunnudagurinn eyðilagður fyrir sér." Augu litla drengsins ljómuðu! Hann var mjög alvörugefinn á svipinn. Amma hafði aldrei ekið í bíl og var ófáanleg til að taka upp þá nýbreytni. En hún hafði lagt svo fyrir, að bíll yrði látinn fara með sig til hinzta hvílustaðarins. „Því að,“ sagði hún, „mig langar í bíltúr áður en ég leggst í gröfina." Klukkan hálfellefu á hverjum sunnudags- morgni nam gamli veiðivagninn staðar fyrir fram- an dymar. Gömlu hestarnir tveir, Ned og Ninnie, vom nýkemdir og Hodge, ökumaðurinn feiti, var í þykkum, 'dökkum frakka með flauelskraga. Hann rak flugumar burtu með löngu svipunni sinni og var alltaf að líta óttaslegnum augum til dyranna. og setti hattinn sinn í sunnudagsstell- ingar. Þegar klukkuna vantaði fimmtán minútur í ellefu, birtist frú Whiteoak, studd af Piers og Renny, þvi að það þurfti mikla krafta til að koma Aðalheiði úr herbergi hennar út í vagninn. 1 kirkjunni var hún alltaf í kjól úr svörtu eikisilki og utan yfir honum i svartri flauelskápu með skinnköntum og stórt svart ekkjuslör. Alayne fannst gamla konan aldrei virðulegri né glæsilegri en við þetta tækifæri, þegar hún eins og ósjófært en skrautlegt gamalt skip lét Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Þama kemur strætisvagninn * loksins! Ég hlakka til að sjá, hvað ég fæ að borða. Lilli: Do-do! Pabbinn: Við verðum að fara í stræt- isvagninn — komast heim til mömmu! Lilli: Æ-æ! Pabbinn: Slepptu nú Lilli minn, annars missum við af vagninum! Lilli: Go-go! Pabbinn: Lögregluþjónn, viljið þér gera svo vel að sima til konunnar minnar og segja henni, að mér muni seinka í matinn. Lögregluþjónnlnn: Sjálfsagt! Mamman: Þakka yður fyrir, lögregluþjónn. Viljið þér segja manninum mínum að ég leggi xmdir eins á stað til hans! Copr. 1944, King Fcatures Syndicate, Inc.. World riglits rescrecd. Mamman: Lilli er sofnaður! Hreyfðu þig ekki mikið, góði minn, svo hann vakni ekki! Pabbinn: Ég get ekki hreyft mig, ég er eins og stimaður, og þar að auki hefi ég víst sofið likaf

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.