Vikan


Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 10

Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 23, 1945 Matseðillinn Fiskifilé með Farsi. Fiakurlnn er hreinsaður, flattur og flökin tekin af hryggnum í heilu lagi. Á hvort flak eru bomar tvær mat- skeiðar af farsi, og þau síðan vafin upp frá breiðari endanum, og eld- 'spýtu, sem tálguð hefir verið odd- hvöss stungið í, til þess að halda rúllunni saman. Rúllumar settar í flatbotnaðan pott og soðnar í 8—10 mínútur. Bornar á borð með ljósri sósu, svo sem humarsósu, ætisveppa- sósu o. s. frv. Rúllunum er raðað á fat, sósunni hellt yfir og smjördeigs- sneiðunum raðað í kring. Súpa með makaróni og rifnum osti. 2 iítrar kjötsoð, (rúllupylsu- eða saltkjötssoð er ágætt), 40 gr. smjör, 40 gr. hveiti, 35 gr. makaróni og 30 gr. rifinn ostur. Makaróni er soðið i söltu vatni í 40 mínútur. Hellt upp á gatasigti og skolaíj úr köldu vatni og vatnið látið síga vel af. Soðið er hitað, smjörið brætt og hveitinu jafnað saman við og þynnt út með sjóðandi soðinu. Súpan er soðin hægt í tíu mínútur. Þá er ostur og makarínið látið út í. GÓÐ RÁÐ. Hárbursta, sem eru orðin linir, má endumýja með því að dýfa þeim í sterka alúnsupplausn og þurrka þá siðan við hita. Krítarduft, hrært vel út i benzíni, hreinsar vel hvítar-pianó- og harmó- nikunótur. AONAR NOIÍÐFJÖRÐ & Co. h.f. Tízkumynd Þessi fallegi eftirmiðdagskjóll er úr gráu efni, en grátt er alltaf mjög smekklegur litur. Hálsmálið er fer- hymt og ermarnar litlar og sléttar. Að framan er kjóllinn rykktur öðru megin og tekinn saman í mittið með slaufu. Gamlir flauelsklútar eru langbeztir til þess að þurrka af póleruðum hús- gögnum. * Myglublettir hverfa, ef þeir eru þvegnir úr súrri mjólk. NÝUNG: Annist sjálfir viðgerðir yðar. Notið PLASTIC WOOD. AGNAR NOKÐFJÖRÐ & Co. h.f. Sími 3183. Lækjargötu 4. »»»»:♦»»:♦»»»»»:♦: VINKONA MlN sagði einu sinni við mig, þegar hún var að tala um litlu dóttur sína: „Hún er ekki lagleg, en ég ætla að segja henni, að hún sé það, og þú munt sjá, hvaða áhrif það hefir.“ Og ég sá það, af því að þessi litla stúlka hafði þegar þann yndisþokka og líkamsburð, sem eldri og fallegri blómarósir hefðu öfundað hana af. Kvenleg fegurð er, þegar á allt er litið, annað og meira en laglegt and- lit og vaxtarlag. Líkamsburðurinn og framkoman, raddblærinn, brosið og ljómandi Hkamshi'eysti — allt þetta saman skapar ómótstæðilegan jmdis- þokka. Ef þú vilt, að dóttir þín verði fall- eg stúlka, skaitu sjálf sjá um það. Þú skalt ala hana upp, eins og hún væri falleg, þó að henni hafi hvorki verið gefið í vöggugjöf fagrir andlits- drættir né fallegur litarháttur. Allt frá bernsku hennar, hefir þú það verkefni að kenna henni fagra framkomu, sem er laus við hégóma og tilgerð. Hverri stund og hverjum peningi, sem þú notar til þess er vel varið. Þetta verkefni getur í fyrst- unni virzt erfitt viðfangs. Því að í því felst, ástundun fallegrar fram- komu og sjálfsstjómar, eðlilegs þokka og heilbrigðs lífs. Hvort sem hún er falleg eða ekki ætti sérhver lítil stúlka að vera alin upp þannig að hún skilji, að líkams- fegurð hennar er fyrst og fremst komin undir góðri heilsu og í öðru lagi hressilegu viðmóti sem er eins og innra ljós. Líkamsfegurð, sem skortir hið innra ljós sálarinnar, er gagnslaus og einskisverð. Nóg af lofti, óbrotið mataræði og mikil hreyfing er uppháf leiðarinnar til fegurðai'innar. Hreint loft og hreyfing hreinsa blóðið og halda blóðrásinni í góðu lagi. Þetta gefur fallega húð, lífsþrótt og vörn gegn sjúkdómum. Holl fæða tryggir hraustar tennur, gljáandi hár, heil- brigt holdafar og mjúklegt vaxtar- lag. Á okkar timum geta tannlæknar gert við flestar tannskemmdir og tannlýti. Hægt er að rétta skakkar tennur og gera við aðrar skemmdir og lækna tannsjúkdóma, sem að öðr- um kosti gætu haft ill áhrif á heils- una. Hjá þessu má komast með því að láta tannlæknir lita einu sinni til tvisvar á ári á tennurnaf. Það er hollt fyrir hársvörðinn að bursta hárið reglulega bæði á morgn- ana og kvöldin. Það eykur blóðrás- inna og hárvöxtinn og gefur hárinu fagran gljáa. Djúpur andardráttur bætir heils- una og gerir augun ljómandi. Það ættu allir að iðka það frá barnæsku að draga andann djúpt í hreinu lofti daglega. Þetta þarf ekki að vera leið- inlegt. Gerið það að vana ykkar, þeg- ar þið gangið út, að draga andann djúþt og rólega. Leikfimi gerir ýmislegt annað en að þroska vöðva og vefi. Hún kenn- ir mönnum að hafa vald á hreyfing- um sinum, sem er leyndardómur fallegs líkamsburðgr. Litlar stúlkur ættu að byrja á því að læra að dansa ballett, þegar þær eru orðnar fjögra til fimm ára gaml- ar. Ef litla dóttir yðar hefir lært það, sem dansinn kennir, að sitja ganga og standa og hreyfa sig með yndis- þokka og hafa stjóm á hverri hreyf- ingu, þá hefir hún lært eitt aðalat- riði líkamsburðar og það sem er leyndarmál fegurðarinnar. Seinna, þegar hún stækkar lærir hún að beita röddinni mjúklega og að tala skýrt og hægt. Þessa eiginleika getur enginn til- einkað sér á einni viku. Þeir þrosk- ast smám saman frá bamæsku og á unglingsárunum. Hvetjið ekki dóttur yðar til þess að hugsa eins og fullorðin kona eða hegða sér þannig, þó að hún hafi, ef til vill, mjög gaman af því að klæða sig í kjólana yðar. Fyrirlítið allan hégóma og kennið henni að finna stolt í sjálfri sér. Þegar skynsemi hennar eykst, hjálpar hún yður til þess. Mont er ráð, sem aðeins heimsk- ir grípa til. Látleysið getur einmitt orðið það, sem gefur henni mestan þokka. Við allan matartilbúning á eldavél eða gasi er ráðlagt að hafa kmkku með vatni við hliðina á sér. í hana setur maður sleifar og skeiðar sem notaðar eru við að hræra í matnum. Þær mega aldrei standa í pottinum og sjóða með súpunni eða sósunni og fá við það lit og bragð af réttinum, en sé þeim stungið ofan í vatnið em þær alltaf hreinar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.