Vikan


Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 13

Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 23, 1945 13 Fehimynd. Getið þið fundið selstúikuna? SRRÍTLUR. Hún: „Veslings stúlkan, hún hefir líklega misst meðvitundina, þegar hún féll?“ Hann: „O, nei, nei, hún er fædd svona." * Fornleifafræðingurinn: Þessar rústir eru tvö þúsund ára gamlar. Ferðamaðurinn: Verið ekki með þessa fjar- stæðu. Við skrifum ekki meira en 1945. Greifinn af Monte Christo. (Framhald af bls. 4). ekki á nafn; í nokkurn tíma var hún pínd með spurningum, en aldrei var unninn sigur á þagmælsku hennar. Það var eitt- hvað leyndardómsfullt um hvarf manns- ins, og ýmsar undarlegar sögur komust á kreik viðvíkjandi því; en hún sýndi það skýrt og greinilega, að það væri mál, sem eingöngu kæmi henni við og engum öðr- um . . . Og nú sat hann þarna í eldhúsinu hjá frú Blom og beið eftir eiginkonu sinni; hann sat teinréttur á stólnum, eins og hann hefði aðeins sezt niður af tilviljun og ætl- aði strax að standa upp aftur. Fólk kom til þess að heilsa, já, það komu svo marg- ir, að dyrnar urðu að vera opnar, og marg- ir stóðu kyrrir á þröskuldinum, og þaðan störðu þeir með stórum augum á hann. Hann kinkaði við og við kolli til þeirra vingjarnlega, og ef einhver þorði ekki að ganga inn, benti hann þeim að koma. „Góðan daginn,“ sagði hann oft, „góðan dag, góðan dag!“ Rödd hans var í hvert skipti róleg og góð. Það var það undarlegasta — þessi maður, sem áður hafði alltaf virst vera svo órólegur, sál hans hafði verið eins og laus við öll áhrif illra afla, eða hann, sem hafði lifað eins og í einhverjum ofsalegum ákafa, ákafri gleði, sat nú svona rólegur DRAUMSÍN. Ég- hafði leitað hamstola um sanda, og hugarórar eltu mig á röndum, en þá i draum mér birtust byggðir landa, og bjartar meyjar léku þar á ströndum.. En himins dísir heimsins fjarri glaumi mér hnigu’ að arm við leiftur skýjageimsins, þá allt var hljótt í alda þungum straumi, sem andartak varð sýn til æðra heimsins. En draumsýn manns er dagsól hugarlanda, þá dregst manns sál i þankans hæsta veldi. Að geta fundið æðstu þrár vors anda það er vort mark að lífsins hinzta kveldi. Kristján R. Guðmundsson., Kennarinn var að vara börnin við að kyssa dýr, þar sem það gæti verið hættulegt. „Geturðu kom- ið með dæmi upp á það, Nonni minn?“ spurði hann. „Já, frænka mín kyssti alltaf köttinn sinn.“ „Já, og hvað kom fyrir?" „Hann dó.“ * Það er ósvífni af manni að sofa, þegar konan hans talar; en maðurinn þarf einhvern tíma að sofa. * Hann: „Og um hvað ertu að hugsa, ástin mín?“ Hún (þreytt): „Ekkert sérstakt." Hann: „Hvers vegna ekki hugsa um mig?“ Hún: „Eg var að því.“ * „Hvers vegna eru Smith hjónin farin að læra frönsku á gamals aldri?" Þau eru nýbúin 'að taka franskt barn í fóstur og langar til þess að skilja það, þegar það fer að tala. og eins og hvílandi í sjálfum sér, sem að- eins sá getur, er hefir fengið allar óskir uppfylltar; í andliti hans speglaðist frið- ur og mildi. Hafði undrið raunverulega átt sér stað, þetta undur, sem alltaf lifir á meðal fá- tæka fólksins? Hafði draumurinn um að komast úr hyldýpi' fátæktarinnar í auð- ævin, í hið áhyggjulausa líf, sem var hafið yfir hinn hversdagslega heim, ræzt? Þá var enn þá til von hérna í lífinu, það var ekki eins grátt og áður; maðurinn, sem sat þarna í kjól og með pípuhattinn sinn á hnjánum var þá boðberi ljóssins og frels- isins til þeirra, sem erfitt eiga. Það var erfitt að byrja að tala við hann, það var eins og hann væri eiginlega ekki einn þeirra lengur, fötin hans og hátíðlega framkoman var eins og múr í kringum hann. En eftir dálitla stund kom dyra- vörðurinn sjálfur neðan úr kjallaranum. Hann var hávaðasamur karl, einn af þeim, sem áður fyrr hafði hætt „skrýtna snill- inginn“ allra mest; hann fann allt í einu að það hafði ekki verið af ræfilskap eða efa, en meðvitundin um það, sem áður hafði gerzt gerði hann hikandi og hrædd- an fyrstu mínúturnar. „Já, já,“ sagði hann, „það lítur út fyrir, að þú hafir dottið í lukkupottinn, Nibelius! Þú mátt ekki reiðast því, sem ég segi, en ég hefi nú alltaf sagt það beint, sem ég Halsey aðmíráll. Hér slst Halsey aðmíráll um borð á herskipi í Kyrrahafinu. SPAKMÆLI. „Ef þú vilt kynnast gildi peninganna, þá skaltu lána þá.“ hugsa, eins og við karlmennirnir tölum saman! Já, og sem sagt —.“ Nibelius var þögull, eins og hann væri feiminn af því að minnst væri á framgang hans á meðal manna, sem hamingjan hafði ekki verið hliðholl. „Já, ó-já,“ muldraði hann. „Það er hægt að -segja það, já — „Það eru vitanlega uppfyndingarnar þínar?“ Það kom eins og leiftur af gamla ákaf- anum í augu Nibeliusar. „Já, einmitt,“ sagði hann dálítið skjálf- raddaður, „einhvern tíma hlaut það að heppnast.“ „Segðu okkur frá því,“ hrópaði fólkið ákaft. „Segðu frá því, Nibelius. Hvernig vildi það til? Hvar varstu? Hvaða upp- fyndingar eru það?“ Allt í einu hvarf öll feimnin af fólkinu, það var eins og óþolinmóð börn, spurning- unum rigndi yfir hann, hann reyndi að ver ja sig og bandaði út höndunum: „En, kæru vinir, það er svo margt, svo ákaflega margt, sem hefir gerzt! Þá mundi ég ekki geta gert annað alla nóttina en að segja frá! Og hvernig ætti ég að geta skýrt frá því, það er svo flókið! Ó, þið skiljið það líklega —?“ Frú Blom var búin að hella upp á kaffi, og allt í einu var áfengi komið á borðið; það varð að halda hátíð fyrir „glataða son- inn“! Hann reyndi að mótmæla:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.