Vikan


Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 5

Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 23, 1945 5 Framhaldssaga s Hver s SEkstnál^sE^s eftir A^Eths Christie ....-....- „Já,“ sagði Frankie. „1 þessu slungna bréfi yðar báðuð þér mig um að segja engum frá því, sem i því stóð. Nú, en þar gerði ég eina undan- tekningu. Ég sagði Roger Bassington-ffrench frá því. Hann veit allt um yður. Ef eitthvað kemur fyrir okkur, þá veit hann að þér berið ábyrgð á því. Það er þess vegna bezt fyrir yður að sleppa okkur og flýja eins fljótt og þér getið.“ Nicholson þagði dálitla stund, síðan sagði hann: „Þér ætlið að reyna að blekkja mig — en það tekst ekki." Hann sneri að hurðinni. „En hvað um konuna yðar, þér svín?“ hrópaði Bobby. „Hafið þér líka myrt hana?“ „Moira er enn á lífi,“ sagði Nicholson. „Hve lengi hún verður það get ég ekki sagt um. Það er komið undir ýmsum aðstæðum." Hann hneigði sig hæðnislega fyrir þeim. „Við sjáumst aftur,“ sagði hann. „Það |tekur mig tvo tima að fullgera undirbúninginn. Þið hafið áreiðanlega gaman af því að ræða málið. Ég skal ekki ónáða ykkur nema það verði nauð- synlegt. Þér skiljið það? Ef hrópað verður um hjálp, kem ég." Hann fór út, lokaði og læsti hurðinni á eftir sér. „Það er ekki satt,“ sagði Bobby. „Það getur ekki verið satt. Slíkt kemur ekki fyrir.“ En hann gat ekki gert að því, að honum fannst að þetta mundi koma fyrir — hann og Frankie. „1 bókum kemur hjálpin alltaf á elleftu stundu," sagði Frankie og reyndi að vera vongóð. En hún var ekki neitt vongóð. Hún var í raun- inni í ákaflega döpru skapi. „Þetta er allt ómögulegt," sagði Bobby eins og hann væri að tala við einhvem. „Svo ótrúlegt. Nicholson sjálfur var svo einkennilegur. Ég vildi óska að okkur bærist hjálp á síðustu stundu, en ég veit ekki hver ætti að bjarga okkur." „Ó, að ég hefði sagt Roger frá þessu," sagði Frankie. „Nicholson heldur kánnske þrátt fyrir allt, að þú hafir gert það,“ sagði Bobby. „Nei,“ sagði Frankie. „Það hafði engin áhrif. Maðurinn er alltof slunginn." „Hann hefir verið slyngari en við,“ sagði Bobby dapurlega. „Frankie, veiztu, hvað mér þyk- ir leiðinlegast?" „Nei. Hvað?" „Að jafnvel núna, þegar á að fara að fleygja okkur yfir í næsta heim, þá vitum við enn þá ekki hver Evans er.“ „Við skulum spyrja hann um það," sagði Frankie. „Þú veizt — síðasta bónin. Hann getur ekki neitað að segja okkur það. Ég er sammála þér, að ég get blátt áfram ekki dáið án þess að forvitni minni sé fullnægt." Það var þögn, síðan sagði Bobby: „Heldurðu að við ættum að kalla á hjálp — nokkurs konar síðasta. von? Við höfum ekkert annað úrræði." „Nei, ekki strax," sagði Frankie. „1 fyrsta lagi, þá held ég ekki að nokkur muni heyra það — hánn mundi ekki tefla i þá tvísýnu og í öðru lagi, þá finn ég, að ég mundi alls ekki geta þolað það að bíða hérna eftir að verða drepin án þess að geta talað eða án þess að talað sé til mín. Við skulum ekki kalla fyrr en á síðustu stundu. Það er — það er svo gott að hafa þig til þess að tala við.“ Rödd hennar skalf dálítið, þegar hún sagði þessi síðustu orð. „Ég hefi komið þér i hræðiiegan bobba, Frankie." „Ó, það er allt i lagi. Þú hefðir ekki getað vam- að því. Ég vildi vera með i þessu. Bobby, heldurðu, að hann ætli að losa sig við þettp ? Okkur, á ég við.“ „Já, ég er dauðhræddur um ,að hann ætli sér það. Hann er svo fjári duglegur." „Bobby, trúir þú því núna, að það hafi verið hann, sem drap Henry Bassington-ffrench?" „Ef það gæti verið —.“ „Það er mögulegt -— nema, ef Sylvía Bassing- ton-ffrench er með' í því líka." „Frankie!" „Ég skil. Mér hryllti líka við, þegar mér datt það í hug. En það kemur heim við annað. Hvers vegna var Sylvía svo skilningsdauf viðvikjándi morfininu - hvers vegna var hún svo áköf á móti því, þegar við vildum senda manninn hennar eitthvað annað en á Herragarðinn ? Og svo var hún i húsinu, þegar skotinu var hleypt af —.“ „Hún hefir kannske gert það sjálf." „Ó, nei, áreiðanlega ekki." „Jú, það getur verið. Og síðan fengið Nicholson lykilinn að herberginu til þess að stinga honum i vasa Henrys." „Þetta ér allt óskiljanlegt," sagði Frankie með vonleysishreim í röddinni. „Þa^ er eins og að líta í spéspegil. Allt fólkið, sem virtist vera heiðarlegt er í rauninni óheiðar- legt þetta góða og venjulega fólk. Það ætti að vera til einhver aðferð til þess að greina glæpamenn frá öðrum — augnabrúnirnar eða eyr- un eða eitthvað." „Guð minn góður!" hrópaði Bobby. „Hvað er að?" „Frankie, það var ekki Nicholson, sem kom hingað inn áðan.“ „Ertu orðinn alveg vitlaus? Hver var það þá?" „Ég veit það ekki — en það var ekki Nicholson. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni, að það væri eitthvað bogið við þetta, en gat ekki komið því fyrir mig, hvað það væri, en núna — þegar þú nefndir eym rann allt í einu upp fyrir mér Ijós. Þegar ég var að horfa á Nicholson um kvöldið í gegnum gluggann, þá tók ég einkum eftir eyr- unum á honum — eymasneplamir voru fast við vangann. En eyrun á þessum manni vom ekki þannig." „En hvað þýðir það?“ spurði Frankie vondauf. „Þetta er einhver slunginn leikari, sem læzt vera Nicholson." „En hvers vegna — og hver ætti það að vera?"- „Bassington-ffrench," sagði Bobby móður. „Roger Bassington-ffrench! Við komumst strax í byrjun á spor rétta mannsins og svo, eins og fábjánar, sneram við okkur að öðru." „Bassington-ffrench," hvislaði Frankie. „Bobby, þú segir satt. Það hlýtur að vera hann. Hann var einn nærstaddur, þegar ég var að hæðast a.ð Nicholson jlt af slysunum." „Þá er öll von úti," sagði Bobby. „Ég, sem var hálfpartinn að vona, að Roger Bassington-ffrench mundi, ef til vill, komast á snoðir um það á ein- hvern yfimáttúrlegan hátt hvar við væmm; er nú síðasta vonin horfin. Moira er fangi, og við erurri bundin. Og enginn annar veit neitt um það, hvar við emm niðurkomin. Nú er öllu lokið. Frankie.“ Þegar hann þagnaði, heyrðu þau hljóð að ofan, eftir augnablik og með ógurlegum brothljóðum datt þungur maður í gegnum gluggann. Það var of dimmt til þess að nokkuð sæist. „Hver andskotinn —,“ sagði Bobby. Úr glerbrotahrúgunni heyrðist rödd tala. „B-b-b-bobby,“ sagði hún. „Nú gengur fram af mér!" sagði Bobby. „Þetta er Badger!" 29. KAFLI. Saga Badgers. Nú mátti ekki eyða nokkrum tíma til ónýtiíf. Þegar heyrðist umgangur á næstu hæð fyrir neðan. „Fljótur, Badger, fíflið þitt!“ sagði Bobby. „Dragðu af mér annað stígvélið! Engin mótmæli eða spumingar! Togaðu það einhvem veginn af mér. Hentu þvi þama i hrúguna og skríddu undir rúmið! Vertu fljótur, segi ég!“ Fótatak heyrðist i stiganum. Lyklinum var snúið. Nicholson — gerfi Nicholson -— stóð i dyrunum og hélt á kerti í hendinni. Hann sá, að Bobby og Frankie voru eins og hann hafði skilið við þau, en á miðju gólfinu var hrúga af glerbrotum og í miðri hrúgunni var stígvél. Nicholson starði undrandi frá stígvélinu og á Bobby. Vinstri fótur Bobby var skólaus. „Vel af sér vikið, vinur minn,“ sagði hann þurr- lega. „Ákaflega fimlega." Hann gekk að Bobby, athugaði böndin á hon- um og batt nokkra hnúta í viðbót. Hann horfði forvitnislega á Bobby. „Mér þætti gaman að vita, hvemig þér fömð að því að sparka stígvélinu i gegnum þakglúgg- ann. Það virðist næstum þvi ótrúlegt. Þér virðist vera galdramaður, vinur minn.“ Hann leit á þau bæði og upp á brotna þakglugg- ann, svo yppti hann öxlunum og fór út úr her- berginu. „Fljótur, Badger.“ Badger skreið fram undan rúminu. Hann var með vasahlíf og með hjálp hans hafði hann brátt losað Frankie og Bobby. „Þetta er þægilegra," sagði Bobby og teygði úr sér. „Æ, æ, ég er alveg stirður! Jæja, Frankie, hvernig lízt þér á vin þinn, Nicholson?" „Þú hefir á réttu að standa," sagði Frankie. „Það er Roger Bassington-ffrench. Nú þegar ég veit að þetta er Roger, sem er að leika Nicholson, þá get ég séð það. En þetta var ágætlega leikið hjá honum samt sem áður.“ „Alveg sama röddin og gleraugun," sagði Bobby. „Ég var i Oxford með manni, sem hét B-b-b-bassington-ffrench,“ sagði Badger. „Hann var ák-k-kaflega mikill leikari. En hann var óheiðarlegur náungi samt. H-h-h-hann falsaði nafn p-p-p-pabba sins á víxil. Gamli maðurinn þagði samt yfir því.“ Nú hugsuðu Bobby og Frankie bæði um það sama. Badger, sem þau höfðu álitið að væri betra að trúa ekki fyrir neinu, hafði nú allan tímann getáð gefið þeim mikilsverðar upplýsingar! „Fölsun," sagði Frankie hugsi. „Þetta bréf frá þér, Bobby, var sérlega vel útbúið, „En hveniig skyldi hann hafa þekkt rithönd þína?" „Ef hann er i sambandi við Caymanshjónin, þá hefir hann liklega séð bréfið frá þér um Evansmálið." Rödd Badgers hóf sig allt í einu upp dapurleg.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.