Vikan


Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 2

Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 2
I Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. VIKAN, nr. 23, 1945 Pósturinn | H Kæra Vika! Viltu nú leysa fyrir okkur úr nokkrum spumingum ? Hvaða litir okkur muni klæða bezt ? Hvernig okkur fari bezt að greiða? Hvemig skó við ættum að nota? Ég er 17 ára, með skollitað hár, breiðleit frek- ar nefstór, blá augu, nærri meðal kvenmaður á hæð, grönn, frekar granna fótleggi, hjólbeinótt. — Vin- stúlka mín er 15 ára. Skollitað hár, breiðleit, freknótt, blágrá augu, ljósari augabrúnir, meðal há, frekar grönn.l svera fótleggi. Með fyrirfram þökk\ fyrir svörin. Tilhaldsrófur. ' Svar: Þú skalt skipta hárinu í hiiðinni; ef þú hefir slétt hár þá skaltu fá þér „permanent" og láta leggja hárið í mjúkar bylgjur. Allir bláir litir munu fara þér vel, einnig rauðir. Vinstúlka þín ætti að greiða svipað og þú, þið skulið báðar var- ast að hafa hárið of sítt. Vinkonunni fimu fara vel bláir og grænir litir. Báðar ættuð þið að nota sem léttasta skó og varið ykkur á hælunum að þeir séu ekki of háir. Kæra, ráðagóða Vika! Mig langar til að vita hvort þú getur hjálpað mér. Ég er með fallegt hrokkið hár en er að byrja að grána. Geturðu ráðlagt mér eitthvað svo ég geti haldið minum rétta lit. Ég er dökkhærð. En að lita það þýðir ekki, þá fara krullumar úr, en þær vil ég ekki missa. Kæra Vika! Ég vona að þú getir hjálpað mér, ég er ung þrátt fyrir hærumar, aðeins þrítug. Lísa.. Svar: Fyrst þú vilt ekki lita hárið, þá er víst ekki hægt að gefa þér neitt ráð. En það er alveg óþarfi að vera óánægð með gráu hárin, því að þau geta verið svo falieg. En það sem gráhærðri konu ber að athuga vand- lega er hárgreiðslan, því að ekkert fer þeim eins illa eins og að hafa lokkana lausa niður á bak. Grá- hærðar konur ættu alltaf að vefja hárið sem fastast upp að höfðinu. Kæra Vika! Ég undirrituð óska að komast í bréfaviðskifti við pilta eða stúlkur á aldrinum 15 til 17 ára, hvar sem er á landinu. Með fyrirfram þökk. Erla Lára Guðmundsdóttir, Stykkishólmi. Héma sjást tvær myndir af sama hundinum, sem heitir „Fala“. A annarri myndinni sést hann ásamt húsmóður sinni Betsy Porter. Kæra Vika! Viltu gera svo vel að birta fyrir mig kvæðið: Tóta litla tindilfætt. Ein af yngstu lesendunum. Svar: TÓTA LITLA TINDILFÆTT. Hún var hýr og rjóð hafði falleg hljóð. Sveif með söng um bæinn sumarlangan daginn. Hún var hér og þar á hoppi allsstaðar, en saumaskap og lestri sinnti hún ekki par. Tóta litla tindiifætt tók þann arf úr föðurætt að vilja lifsins njóta. Veslings litla Tóta. öllum gaf hún undir fót og umvandanir dugðu ei hót. „Aðrar eru ekki betri ef að er gætt," anzaði hún Tóta litla tindilfætt. Mamma Tótu var mesta ógnar skar með andlit allt í hrukkum og hún gekk á krukkum. Eitt sinn upp hún stóð og æpti: „Dóttir góð, sæktu mér að lesa sögur eða ljóð.“ Og Tóta litla tölti á stað til að ná í Morgunblað. „Seint ert þú á labbi," segir Fjólu-pabbi. „Ekkert varðar þig um það, ég þarf að fá eitt Morgunblað, maður getur alltaf á sig blómum bætt,“ svaraði hún Tóta litla tindilfætt. Hesturinn við gluggann: Sá er Ijótur þessi! Svona húðarbykkju vildi ég ekki eiga! Gefið böröunum Pablum eda Paben barnafæðu. Hrærið PABLUM eða PABENA með gaffli út í volgri mjólk eða vatni og rétturinn er tilbúinn. Hafið mjólk út á eftir vild, PABLUM eða PABENA er vítamínrílit barna- mjöl, sem ekki þarf að sjóða. Fæst í apotekum og flestum matvöruverzlunum. Heildsölubirgðir: Fridrik Bertelssen & Co. h.f. Hafnarhvoli. Símar 1858, 2872. Reykjavík. Eftirlætishundur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.