Vikan


Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 3

Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 23, 1945 3 Frá. vinstri: Parker, bæjarfulltrúi (Gestur Pálsson), Soppitt (Ævar R. Kvar- an), Helliwell, bæjarfulltrúi (Haraldur Björnsson), frú Northrop (Emilía Borg), Maria Helliwell (Anna Guðmundsdóttir), Annie Parker (Regína Þórð- ardóttir), Clara Soppitt (Soffía Guðlaugsdóttir). T EIKFÉLAG REYKJAVlK- UR hefir að undanförnu verið að sýna gamanleikinn „Gift eða ógift“, eftir enska höfundinn J. B. Priestley. Leik- stjóri er Lárus Pálsson, en Bogi Ólafsson hefir þýtt leikinn. Á undan sýningunni lék hljóm- sveit undir stjórn Þórarins Guð- mundssonar forleik úr óperett- unni Galathé hin fagra, eftir Franz v. Suppé. Það var verulega skemmtilegt að sjá þennan leik, hressandi að hlæja að hnittnum setningum og kátbroslegri flækju leikrits- ins. Leikendurnir stóðu sig yfir- leitt ágætlega, svo að heildar- svipurinn varð góður, enda voru þetta nærri allt þaulvanir og hæfir leikarar. Það var gaman að sjá Ævar R. Kvaran leika aldraðan mann; ég minnist þess ekki að hafa séð hann í slíku hlutverki áður. Gerfi hans var sérlega gott og meðferð hans á hlutverkinu prýðileg, svo að auðséð er, að hann þarf ekki að „kvíða“ því er hann verður að hætta að leika unga menn! Ung stúlka vakti þarna eftirtekt á sér með smekklegum leik. Það er Jóhanna Lárusdóttir, sem lék Nancy Holmes. Og ekki var það að sjá á Ingu Laxness (Lottie Grady), að hún hefði orðið að taka að sér hlutverkið á síðustu stundu, vegna forfalla annarar. Sigrún Magnúdóttir lék þjón- ustustúlkuna (Ruby Birtle) ör- uggt og f jörlega og Emilía Borg (frú Northrop) fór ágætlega með sitt hlutverk. En mest mæðir á blessuðum hjónunum þremur, sem ætla að gera sér sameiginlega gleði á silfurbrúðkaupsdaginn þeirra allra. Frúrnar voru aðdáanlega skemmtilegar, einkum þó Soffía Guðlaugsdóttir (frú Soppit). Hinar voru Anna Guðmunds- dóttir (Maria Helliwell) og Regína Þórðardóttir (Annie Parker). Þær réðu allar mjög vel við hlutverk sín og gerðu þeim prýðileg skil. Sama má segja um þá, sem léku menn þeirra, einkum þó Harald Bjömsson (Joseph Helliwell bæjarfulltrúi) og Ævar R. Kvar- an (Herbert Soppitt), en þriðja eiginmanninn lék Gestur Páls- son (Albert Parker bæjarfull- trúi). Láms Pálsson lék ungan mann (Gerald Forbes), ekki mikið hlutverk, en fór með það, eins og hans var von og vísa, ágætlega. Brynjólfur Jóhannes- son lék drukkinn ljósmyndara, nokkuð sterkt á köflum, en komst prýðilega út öllu saman, eins og hann er vanur. Þessi leikur kemur manni í prýðilegt skap, svo gott skap, að maður gleymdi því stundum alveg, hve erfitt var að teygja sig sitt á hvað til þess að sjá nægilega stóran hlut af leiksvið- inu. Sætin standast svo ónota- lega á sumstaðar í leikhúsinu, að það eru hreinustu vandræði, ef ekki er því minna fólk fyrir framan mann. Ekki veit ég, hvort hægt er að ráða bót á þessu í Iðnó, en slæmt er það I leikskránni segir, að J. B. Priestley, höfundur þessa gam- anleiks, sé fæddur í iðnaðarbæn- um Bradford í Yorkshire á Norður-Englandi árið 1898. — Hann hefir fengizt við marg- vísleg ritstörf, verið bóka- og leikritagagnrýnandi við ensk blöð og skrifað skáldsögur og hve sú nýjasta fjalla um líf Framhald á bls. 7. Frá vinstri: Albert Parker, bæjarfulltrúi (Gestur Pálsson), Herbert Soppitt (Ævar R. Kvaran), Joseph Helliwell, bæjarfulltrúi (Haraldur Björnsson)) frú Northrop (Emilía Borg), Ruby Birtle (Sigrún Magnúsdóttir), Maríe Helliwell (Anna Guðmundsdóttir), Annie Parker (Regína Þórðardóttir), Clara Soppitt (Soffía Guðlaugsdóttir). „Gift eða ógift" Helliwell, bæjarfulltrúi og frú, Lottie Cracy (Inga Laxness), Henry Soppitt og frú, Parker og frú. Ormonroyd (Brynjólfur Jóhannes- Frá vinstri: Parker, Soppitt, Helliwell, Ormonroyd, Lottie Crady, Maria son) Helliwell, Annie Parker og Clara Soppitt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.