Vikan - 01.11.1945, Síða 2
2
VIKAN, nr. 44, 1945
Pósturinn
Kæra Vika!
Við undirritaðar óskum eftir að
komast í bréfasamband við pilt eða
stúlku á aldrinum 12—14 ára ein-
hversstaðar á landinu. Með fyrirfram
þökk.
Jóhanna 1. Sigurjónsdóttir,
Hafnarnesi,
Fáskrúðsfirði.
Svava Hallgrímsdóttir,
Hafnarnesi,
Fáskrúðsfirði.
Kæra Vika.
Viltu gjöra svo vel að koma mér í
bréfasamband við pilt eða stúlku á
aldrinum 10—12 ára einhversstaðar
á landinu. Með fyrirfram þökk.
Hörður S. Jónsson,
Fáskrúðsfirði.
Kæra Vika!
Viitu vera svo góð að gefa mér
einhverjar upplýsingar um kvik-
myndadísina Deanna Durbin.
Beztu þakkir,
Fía.
Svar: Hið raunverulega nafn
Deanna Durbin er Edna May og er
hún fædd 4 desember 1922 í Winni-
peg. Faðir hennar var ættaður frá
. Manchester. Eldri systir Ednu litlu
^kostaði hana til söngnáms og hófst
frægðarferill hennar með kvikmynd-
«inni „Three smart girls“ 1936.
'Deanna Durbin er bláeygð og með
brúnt hár; giftist hún Vaugham
Paul kvikmyndastjóra 1941, en skildi
við hann eftir skamman tíma.
Meira getum við ekki sagt þér um
í dísina.
Kæra Vika!
| Viltu vera svo góð, að koma okk-
'ur í bréfasamband við pilta og stúlk-
ur á aldrinum 15—17 ára hvar sem
er á landinu.
Erla og Hrönn Armannsdætur
Tindum og Sólveig Óskarsdóttir
Framnesi. (Allar á Norðfirði).
Vestmannaeyjar 29/9 ’45.
Kæra Vika!
Getur þú gefið mér ráð við spum-
ingum mínum.
1. Eg er ákaflega óframfærin og
roðna svo mjög þegar mér er strítt
og þarf ekki stríðni með, hvað á ég
að gera til að losna við þetta.
2. Hvað á ég að gera til að fá
fallegt hár. Hárið á mér er svo aga-
lega þunt og vex svo illa.
3. Hvernig líst þér á skriftina
mína með fyrir fram þökk fyrir
svarið.
Mary.
Svar: Eg kann engin ráð til að
gefa þér. Þú hlýtur að vera ákaflega
tilfinninganæm ung stúlka, ef þú
þolir ekki meinlaust gaman án þess
að roðna. En ég get sagt þér aðeins
til að hugga þig, að piltunum finnast
stúlkumar aldrei eins „sætar“ og
þegar þær eru örlítið rjóðar í kinn-
um, hvort sem það er af feimni eða
öðru.
2. Eina ráðið til að öðlast fallegt
hár er að hirða það vel, þvo það úr
góðum hárþvottaefnum, bursta það
daglega með stinnum bursta og
helzt að særa brodda hársins sem
oftast til að auka vöxt þess. Varast
skal samt að þvo hárið of oft, helzt
eigi nema á 10—12 daga fresti, því
að það slítur hárinu og gerir það
feitt með tímanum. Gott er einnig
að ganga ekki alltaf með höfuðföt,
heldur lofa loftinu að leika sem mest
um hárið.
3. Hvað skriftinni viðvíkur, þá
finnst mér þú gjarnan mega vanda
þig meira, því að auðséð er, að þú
hefir gerst löt, þegar fram í bréfið
sótti. Annars er byrjunin bara góð.
það er ekki leyfilegt að láta í ljósi
álit sitt á því, hvernig fólk lítur á
tilvemna, og hvort hún hefir ekki
sérstakan ákveðinn tilgang. Ég er
nefnilega ,,spennt“ fyrir að gmfla
útí þess konar hluti. Ef það er leyfi-
legt, má ég þá senda þér álit mitt
á þessu efni, í þeim tilgangi að þú
vildir vera svo góð, að segja mér
álit þitt, á þeim hugmyndaskapnaði.
Með mjög góðu fyrirfram þakk-
læti. Þín Ihugul.
Svar: Það sakar ekki að senda
okkur þetta álit í stuttu máli og svo
sjáum við til, hverju hægt er að
svara.
Svar til „Aðdáanda:“ Við treystum
okkur ekki til að fara út á þá braut
að gefa upplýsingar um, hvort til-
teknir Islendingar eru trúlofaðir eða
giftir, jafnvel þótt um fræga menn
sé að ræða! öðru máli er að gegna
um heimsfræga kvikmyndaleikara,
því að þeir eru kapítuli útaf fyrir
sig.
Kæra Vika!
Af því að ég, e. t. v„ er óeðlilega
mikið gefin fyrir alvarlegar hugleið-
ingar, þá langar mig að biðja þig
að gjöra svo vel, að segja mér, hvort
Kæra Vika!
Viltu gera svo vel og koma mér i
bréfasamband við pilt eða stúlku á
aldrinum 14—16 ára einhvers staðar
á landinu. Með fyrirfram þökk.
Fanney Sigurbjörg Jóhannsdóttir,
Hafnamesi, Fáskrúðsfirði.
NYKOMIÐ:
Drengja-
Barna-
Kjólar
Kápur
Frakkar
Föt
Húfur
Mikið úrval
(f\eykja vik^
Otgefandi: V3KAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, BÍmi 5004, pósthólf 365.