Vikan


Vikan - 01.11.1945, Qupperneq 15

Vikan - 01.11.1945, Qupperneq 15
VIKAN, nr. 44, 1945 15 Fegurðarlyf í fögrum umbúðum. Framhald af bls. 10. ýmsum vörumerkjum. Má það að vísu einu gilda, því að helztu áhrif slíkra kremtegunda eru ekki önnur en þau, að þær mýkja og losa um óhreinindi í húðinni, svo auðvellt er að þurrka þau burtu. Athuganir voru gerðar á bræðslu- marki varalita (sem má helzt ekki vera mikið hærra en líkamshitinn). Einnig var athugað, hve auðvelt var að ná litnum af með þurrum klút eða með sápu og vatni, og hvort auðvelt væri að ná því úr klútum með því að sjóða þá í sápuvatni. Af þeim fjórum tegundum sem prófaðar voru, reyndist tegund B, sem kostaði tæpar 7 krónur únsan, jafn vel og tegund C, sem kostaði tæpar 50 krónur úns- an. Tegund D (frá snyrtistofu) reyndist eins illa og tegund A, þó að hún væri tíu sinnum dýrari. Andlitsvötnin, sem prófuð voru, reyndust vera nálega eingöngu hreint vatn og vínandi. Áhrif þeirra á hörundið eru hressandi, en aðeins í svip — húðlæknar segja að sömu hressandi áhrif megi fá með því að dýfa andlitinu ofan í kalt vatn. 1 öllum fjórum tegundunum, sem rannsakaðar voru, reyndist vera 23% vínandi; efnasamsetning þeirra var hin sama, en litur og ilmur breyti- legt. Ekkert kom i ljós við efnagrein- inguna, sem réttlætti verðmismun, en ódýrasta tegundin kostaði 40 aura únsan og sú dýrasta kr 1.70. Flest fegurðarlyf eru búin til eftir meira og minna algildum formúlum, sem allir framleiðendur þekkja. Margar stórar fegurðalyfjaverk- smiðjur hafa ekki einu sinni efna- fræðing í þjónustu sinni. ötrúlega margir „framleiðendur" framleiða ekki einu sinni vörur sínar sjálfir, heldur fá þær tilbúnar frá efnaverk- smiðju. Eg komst að því að ein slík verksmiðja framleiddi ódýrt krem með sérstöku vörumerki handa stóru vöruhúsi, en setti jafnframt nákvæm- lega samskonar krem í skrautlegar umbúðir, fyrir þekkta snyrtistofu og var það selt á 40 krónur krukkan! En fegurðarlyf hafa einn eigin- leika, sem engin efnagreining getur sannprófað. Það má kalla hann von eða trú. Það eykur á fegurð konu, ef henni sjálfri finnst hún vera falleg. Skrautlegar umbúðir og hátt verð geta stuðlað að því að efla slíka til- finningu. Hvaða kona mundi finna uppörv- un í því að fara inn í næstu búðar- holu og fá þar afgreidd fegurðarlyf eftir vigt, eins og tólg. En skynsöm kona kaupir vonina ekki of háu verð. Hún gerir sér ljóst, að hin fögru fyrirheit auglýsinganna eru ótrygg sem verðgrundvöllur. Hún veit, að beztu vörurnar eru sjaldan í íburðarmiklum skrautumbúðum, og að með skynsamlegu vali muni henni lánast að bæta um handarverk nátt- úrunnar án allt of mikils tilkostnað- ar. Iðnþing íslendinga. Framhald af bls. 3. um og hafa einkum að því unnið Iðnaðarmannafélagið í Reykjavik, Iðnráð Reykjavíkur og Landssam- band i^naðarmanna. Landssambandið hefir innt mikið starf af höndum í þágu iðnaðarmála landsins. Hlutverk iðnráðanna er m. a. að vera iðnaðarmönnum til aðstoðar og veita þeim ráð og úrskurði, þegar um ágreinings- eða vandamál er að ræða. Þau eiga og að vera til ráðuneytis um iðnaðarmál ríkisstjórn, bæjarstjóm- um og lögreglustjórum. Þau líta og eftir, að lögum og reglugerðum sé framfylgt, gera tillögur um próf- nefndir, hafa eftirlit með aðbúð og kennslu iðnnema o. s. frv. I hverju iðnráði á sæti fulltrúi fyrir hverja iðngrein, en þau kjósa sér fram- kvæmdastjóm. Iðnaðarfulltrúar voru fyrst skipað- ir 1938. Hlutverk þeirra er að hafa eftirlit með námssamningum og árita þá. Þinginu var slitið fimmtudaginn 25. okt., og voru öll mál, sem fyrir því lágu, og að framan er getið, af- greidd. 1 þinglok var kosin stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna og eiga nú sæti i henni. Forseti Helgi Hermann Eiríksson, skólastjóri, sem hefir verið það frá upphafi; varaforseti Einar Gíslason, málarameistari; gjaldkeri Guðm. H. Guðmundsson, húsgagna- smíðameistari; ritari Sveinbjöm Jóns- son, forstjóri, og vararitari Guðjón Magnússon, skósmíðameistari, Hafn- arfirði. Skrifstofustjóri Landssam- bandsins er, eins og áður, Guðm. H. Þorláksson. Stúlkan; Nú, þér lítið þá svona út! Röddin hljómaði svo fallega í sínjan- um, að ég hélt þér væruð allt öðru- vísi! Hin ótrúa eiginkona var látin. Við jarðarförina vildi svo til, að eigin- maðurinn fékk sæti við hlið keppi- nautar síns, þegar likræðan var flutt. Friðiliinn grét sáran og virtist alveg miður sín af sorg. Ekkjumað- urinn sneri sér að honum, klappaði á öxl hans og sagði: „Taktu þetta ekki svona nærri þér, Jöi. Ég gifti mig aftur, vertu viss.“ 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 w væntanleg frá Bretlandi eftir áramótin. Nauðsynlegt að leggja inn pantanir sem allra fyrst. Bíla- og málningarvöruverzlun FRIÐKIK BERTELSEN Hafnarhvoli. Símar 2872, 3564. Frystihúsaeigendur! Uigerdarmenn! Útvegum Atlas hraðfrystivélar. Smíðum nýtízku hraðfrystitæki, ásamt vélknúðum fiskþvottavélum og færi- höndum. Leitið til vor um allar upplýsingar við- víkjandi tækjum til hraðfrystihúsa. Leitið tilboða hjá oss, ef þér hugsið til að byggja frystihús eða stækka það hús, sem þér eigið fyrir. H.f. HAMAR ■ : j il 1111111111111111111111111 i 111111111.................11111111 ■ 11111111111 i 111111111111111111111111111111111111111111‘ -*

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.