Vikan


Vikan - 18.04.1946, Page 4

Vikan - 18.04.1946, Page 4
4 VIKAN, nr. 16, 1946 KÖIGURIOII Smásaga eftir Frederick Skerry. VO og hálfan,“ sagði Berrodin. „Hvað segið þér?“ stamaði mað- urinn, hinum megin við stálnetið. „Ég greiddi fimmtíu dollara fyrir þennan hring!“ „Það er mjög sennilegt,“ sagði Berrodin og yppti öxlum. „Og svo viljið þér aðeins lána mér tvo og hálfan dollara út á hann! Heyrið þér mig! Ég hefi miklar mætur á þessum hring oghefi í hyggju að leysa hann út eins fljótt og mér verður unt. En mér bráðliggur á tíu dollurum núna,“ Berrodin gamli hristi höfuðið. Þetta sögðu þau öll. Veðin átti svo sem að leysa út! „Mér þykir það leitt, en ég get ekki látið yður fá meir en tvo og hálfan dollara." Maðurinn hló háan kuldahlátur. „Allirveðlánssalar eru ræningjar,“sagði hann með fyrirlitningu. Síðan hvarf hann út um dyrnar og skellti hurðinni harkalega á eftir sér. Berrodin stóð kyrr á bak við grindurn- ar og starði hugsandi á dyrnar. Fólk var svo skilningslaust. Hlutir, sem það ætlaði að veðsetja, voru að vísu of dýrir í upp- hafi, en það gleymdi — eða vildi ekki muna — að þeir voru notaðir og að vextirnir, sem voru oft ekki greiddir,urðuaðleggjast við lánsupphæðina. Og ef viðskiptavinur- inn kom ekki aftur, átti lánsupphæðin að greiðast aftur með sölunni, en mörg ár gátu liðið áður en hægt var að losna við veðhlutinn. Berrodin var truflaður í hugsunum sín- lun við að ung stúlka nálgaðist dyrnar á E verzluninni — en hún sá sig um hönd og i fór aftur burt — hún minnti á flugu, sem I sveimar í kringum köngulóarvef. Það væri eðlilegt að líkja Berrodin | gamla við könguló, sem biði eftir bráð j sinni. Köngulóin og Berrodin áttu sam- | merkt í því, að bæði urðu að sitja í vef sín- um og bíða viðskiptanna. Verzlunin var eins og spunavefur, sem fólk flæktist í sökum fátæktar og eymdar. Berrodin gamli sá í gegnum möskvana í stálnetinu sínu sorglegu og döpru hlið lífsins. Eins og hann varði augu sín með reyk- lituðu gleri, varð hann að verja hjarta sitt bak við harða grímu, til að örvæntingin, sem skein út úr augum viðskiptavinanna, og vonleysisblærinn í röddinni truflaði ekki dómgreind hans. Berrodin sá, að unga konan með barn- ið í faðminum var komin aftur; þrisvar | hafði hún nálgast dyrnar, en hörfað alltaf I aftur. Berrodin þekkti hana — hann hafði séð f hana þarna i götusundunum frá því hún var lítil telpa. Hún var nú naumast komin af barnsaldri, og þama stóð hún fyrir utan dyr hans með lítið afkvæmi sitt — dregin á tálar og einmana. Hann þekkti sögu hennar — einn af götuslánunum var faðir barnsins. Berrodin stóð kyrr bak við stálnetið og beið eftir því, að stúlkan kæmi í verzl- unina. Hún nálgaðist Berrodin, hræðsluleg á svipinn. Hún hafði engan böggul með sér — aðeins barnið, sem hún hélt á. Gamli maðurinn leit brosandi á hana yfir gleraugun. „Góðan daginn," sagði hann vingjarn- lega. Unga stúlkan kinkaði kolli, utan við sig. Síðan færði hún barnið yfir á vinstra hand- legg sér og dró hring af einum fingrinum. Hún bar einnig annan hring — ómerkileg- an einbaug, sem hafði litað fingur hennar grænan. „Hún hefir sennilega keypt hann sjálf fyrir tíu sent,“ hugsaði hann. Hann tók hringinn, sem hún hafði lagt frá sér á borðið. Hann setti ekki stækkun- arglerið fyrir augað — hann hafði einkar gott vit á gimsteinum. „Er þetta trúlofunarhringur yðar?“ spurði hann stuttlega. Unga stúlkan kinkaði kolli. rf,»iiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiMiiiiMMMiiiiMMMiMiiiMM!iii«niiimiiiiniiiiiiiiii«iiir i 1 I VEIZTU— ? 1. Eru allar „mosquito“-flugxir skaðleg- = ar ? 2. Hvað eru hálsliðimir í maruúnum | margir ? 3. Hvað er Eiffeltuminn hár? 4. Hver mælti þetta: „Nauðugur gekk ég i til þessa leiks, en nú skal ég viljugur | útganga?“ 5. Hvað þýðir „prima facie ?“ 6. Hvað er Rosetta-steinninn ? 7. Eftir hvern er kvæðið „Björt mey og 1 hrein?" 8. Hver var Aspasia? s 9. Hvemig voru þeir Bjami Pálsson og | Bjarni Thorarensen skyldir? 10. Hvaða kröfur báru Islendingar fram á í þjóðfundinum 1851 og hvenær var þeim E f ullnægt ? Sjá svör á bls. 14. nf Berrodin lagði hringinn varlega frá sér. „Hvað hafið þér hugsað yður háa upp- hæð?“ spurði hann vingjamlega. „Þér vit- ið sennilega, að við látum ekki mikið út á svona hluti.“ „Ég — ég hefi ekkert vit á því,“ stamaði hún rugluð. „Þetta er 1 fyrsta sinn —.“ „Já, ég skil yður vel, barnið gott,“ sagði Berrodin vingjarnlega. „En til hvers ætlið þér að nota peningana?“ „Barnið þarfnast svo margs, og — og fjölskylda mín getur ekkert hjálpað.“-- Hún steinþagnaði, feimin og rjóð út undir eyru. „Já, það er dýrt að eiga börn.“ Berrodin kinkaði hægt kolli. „En eins og ég sagði áðan, þá lánum við ekki mikið út á svona hluti. Segið mér — hvað þurfið þér mik- ið?“ „Ég — ég hefi ekki talið það saman." Hún hrukkaði áhyggjufull ennið. „Tuttugu dollara?“ stakk Berrodin upp á. „Tuttugu og fimm?“ Unga stúlkan glennti upp augun af undr- un, við hugsunina um slík auðæfi. „Getið þér í raun og veru látið mig hafa svo mikið?“ spurði hún áköf. „Þegar ég fæ atvinnu get ég strax farið að greiða yður þetta aftur.“ „Sjáið þér nú til,“ sagði Berrodin bros- andi. „Þér vitið, að það á að greiða rentur af lánum, og það myndi ef til vill verða erf- itt fyrir yður, ef þér fenguð enga atvinnu. Eg vil því stinga upp á því, að þér selduð mér hringinn — þá yrðu engir lánsmiðar og engir vextir til að greiða. Þetta yrði að- eins samkomulág á milli mín og yðar.“ Hann neri hendurnar brosandi. Unga stúlkan hugsaði sig um — hún horfði rannsakandi á Berrodin. „Og til þess að þér týnið ekki pening- unum og enginn fái þá lánaða hjá yður, þá skal ég greiða yður fimm dollara á viku, ' þar til upphæðin er að fullu greidd. Fyrir fimm dollara er hægt að fá margt á lítið barn.“ Unga stúlkan leit á hringinn, sem lá á litla borðinu á bak við stálmöskvana. Berrodin fylgdi augnaráði hennar. „Ves- lings stúlkan var næstum því eins óreynd og fáfróð og barnið, sem hún hafði á hand- leggnum. „Hvað verður það há upphæð?“ „Þrjátíu og fimm dollarar,“ svaraði hann. „Þér megið trúa því, að það er mikið fyrir þennan hring.“ Hún horfði á hann um stund, undan löngum augnhárunum, síðan stakk hún hendinni undir netið og hrifsaði hringinn til sín. „Nú, þér haldið að ég sé svo heimsk, að þér getið grætt peninga á mér. Ef þér viljið greiða þrjátíu og fimm dollara fyrir þenn- an hring þá hlýtur hann að vera mikils virði! En þér megið eigá dollarana yðar sjálfur!“ Þegar hurðin skall í lás á eftir henni, andvarpaði Berrodin. „Hvað var hægt að gera við þetta fólk ? Framhald á bls. 11,. iiniiiiHtiin

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.