Vikan - 18.04.1946, Síða 7
VIKAN, nr. 16, 1946
7
SÆSKRÍMSLIÐ
Finnbog-i, kunningi minn, og ég áttum leið með
fram ströndinni við Eyrartún. Við vorum
staddir á bæ einum, Sæbóli, svo sem þriggja
kortéra gang frá kauptúninu. Þetta var á einu
vetrarkvöldi. Var nokkuð á mörkum með frost.
Tunglið óð í skýjum. Við áttum leið eftir fjörunni.
Klettar með sundum á milli voru út frá ströndinni
alla leiðina.
— Svo lögðum við af stað. Það var hálf drauga-
legt umhorfs — allir þessir svörtu klettar úti við
sundin. — En við land voru hvítar snjó og is-
breiður, en þó auð jörð sumstaðar á milli.
— Við héldum ferðinni áfram hægt og sígandi.
Það var heldur seinfarið vegna íshröngla og snjó.
Finnbogi, félagi minn, var maður heldur fátalaður,-
Nú gekk hann hægt og drumbslega og horfði
myrkum, þungbúnum augum út yfir sund og
svarta kletta og muldraði í hálfum hljóðum stef
gamalla vísna um auðnir og ís og skuggabaldra
myrkranna. Stundum hvarf tunglið á bak við
skýjakafið og þá var æði draugalegt að sjá
klettadrangana úti á sjónum, sem og þústir ýmis-
konar uppi úr snjónum á landi og voru það
steinar og aðrar myndanir, sem gnæfðu þar upp.
—• Allt í einu stöðvaði Finnbogi mig og benti
á eitthvað kolsvart úti á klettasnös við sjóinn,
eitthvaö skrítið, sem gnæfði þama upp. Hvað
var það? Ég gerði ráð fyrir að þetta væri ein-
ungis klettur eða drangi, sem mændi þarna
upp. Það var þó hreint ekki ólíkt einhvers-
konar veru — eins og með hettu yfir höfði.
Gat það átt sér stað( að þarna væri einhver
skepna á ferðiími, lifandi eða dauð, — draugur,
ofurseldur ríki skugganna, — eða maður, gæddur
lífsins hamrandi hjartaslagi. — En nú kom tungl-
ið út úr skýjunum. — Og sjá! — Eg hafði þá
rétt fyrir mér, í þeirri ætlun minni að þetta væri
einungis klettadrangi. Það sýndi sig sem sé þegar
tunglið glampaði á hann. Það var þá bara traust-
ur, gamall klettur, eins og þeir tíðkuðust svo
margir þarna. — Ég sá að Finnboga létti greini-
lega. Það hafði sýnilega gripið hann sem snöggv-
ast einhver óhugnaðartilfinning. Og ég hafði jafn-
vel smitast af þessari tilfinningu. — Maður er
.svo næmur fyrir á dimmum vetrarkvöldum, við
is og hjarn og svarta kletta.
— Við héldum áfram ferðinni. — Ja, þetta
var nú að vísu missýning, jánkaði Finnbogi, þegar
ég eins og brosti — ögrandi, yfir því að þetta
hefði ekki verið neitt! „Þetta var nú svo sem
ekkert að hræðast", sagði ég og hló, vist heldur
háðslega. —- Er. ekki náði ég svo mikið sem votti
að brosi frá Finnboga, enda þótt tilgangur minn
hefði verið sá að fá hann til að hlæja með. —
Hann þrammaði þarna einungis áfram myrkur á
svip og muidraði eitthvað á milli tannanna í öm-
uriegum kuldatón.
— Ferðinni var enn haldið áfram, jafnt og
þétt þrömmuðum við þarna áfram i fjörunni. —
En þá snarstoppaði Finnbogi allt í einu, honum
var auðsjáanlega mikið niðri fyrir, og hann hreytti
út úr sér, og það bara alveg formálslaust um
leið og hann benti ákafur út á tanga einn all-
langt í burtu.
Þarna er þá sæskrímsli!
—• Það hummaði svona hálfgert í mér við ^essi
tíðindi, sem komu mér alveg óvænt, og ég snar-
stoppaöi lika. — Ég sé Finnboga grina út í
myrlcrið óttafullan, en þó áfergjulega, rétt eins
og augun ætluðu út úr höfðinu á lionum. — Nú,
en hvað var þetta þá eiginlcga? Ég sá eitthvað
grátt þarna úti í myrkrinu, eitthvað í dýrsmynd.
Nú, en var þetta þá ekki bara missýning, eins
og áður? Nei, varla, til þess sást þó of greinilega
að þetta var cinhvcr skepna, og hún hreyfði sig
ofurlítið, því varð ekki neitað. Ég vil nú helst
ekki vera hjátrúarfullur. En get ég afneitað vitn-
SMÁSAGA
eftir ÁRNA ÖLAFSSON.
isburði minna eigin skynfæra? Við hlið mér stóð
Finnbogi og glápti ennþá eins og bergnuminn á
skepnuna. Það var áreiðanlegt að hann fann til
óhugnaðar og einhvemveginn læddist sá óhugn-
aður einnig inn i mig. „Það er sæskrímslið, það
er það,“ tautaði Finnbogi með skelkaðri röddu.
— Hálfrökkur hafði verið á, því að tunglið
huldi sig á bak við ský. En nú kom það aiit i
einu fram úr skýjunum í öliu sinu veldi og skein
á sæskrímsliö. — Og hvílk sjón! — Það er bezt
að ég láti Finnboga hafa fyrir því að lýsa því,
enda gerði hann það rækilega. (Ég sá það nú
reyndar heldur ekki eins greinilega og hann). En
þessi var lýsing hans:
— Sæskrímslið er hesti hærra og siifurgrátt
að lit. Augu þess hafa blóðsins rauða lit. Það
hefir gríðar sverieik og hárvöxt mikinn. Á kviðn-
um ber það — eins og glöggt má sjá — og Finn-
bogi benti í áttina til skepnunnar — já, á kviðn-
um, endurtók hann, — endilöngum, ber það röð
af spenum — kvendýrið — sjáðu — og hann
kinkaði spakmannlega kolli framan í mig. Svo
benti hann aftur -— það hefir ægilegar klumps-
legar tennur. — Ég gríndi á skepnuna af öllum
mætti sjónar minnar og mér sýndist ég virki-
lega sjá röð af klumpslegum tönnum, ógurlegum
að stærð. — Og að síðustu glumdu svo í eyrum
mér lokaorðin í lýsingu Finnboga — þetta er
ægileg skepna og ógurleg!
— Og svo þagnaði Finnbogi og starði aðeins
þarna fram á við til dýrsins. Og ég fann mig
heldur ekki til þess knúinn að segja aukatekið
orð eftir þessa mögnuðu lýsingu Finnboga. Þvi
að mér var satt að segja ekki orðið almennilega
um sel sjálfum. Ég starði og starði á skepnuna,
eins og ég ætlaði að glápa úr mér augun, en
samt gat ég ekki betur séð en að lýsing Finnboga
passaði að flestu leyti. Einna einkennilegast virt-
ist mér það, hvað kviðurinn á skepnunni var síð-
ur, svona eins og á kú og með öllu þessu áföstu,
sem virtist, eða var, röð af spenum. En þó var
skepnan var há eins og hæstu hestar eða hærri, —
hærri, fullyrti Finnbogi!
— Þetta hafði nú allt verið áhrifamikil sjón
hingað til, en þó áttu áhrifín eftir að vaxa. Því
að nú gaf skepnan frá sér hljóð — virkilega und-
ariegt hljóð og ólíkt því sem gerist um skepnur
úr mennskum heimi, og því óviðkunnanlegt og
óhugnanlegt í hæsta máta, og þetta hljóð líktist
einskonar samblandi af fuglsgaggi og bjölluhring-
ingu. — Varö ekki annað álitið en að svo ótút-
legt hljóð, úr barka svo ókindarlegrar skepnu,
bæri sannanlegan vott þess, að hún væri frá ann-
arlegri veröld og tengd' myrkranna makt! Og
sjálfsagt hafa þessar eða líkar hugleiðingar orðið
þess valdandi, að nú var félaga mínum, Finnboga,
nóg boðið og hann tók til fótanna. Einnig mér
var nóg boðið, en vildi þó ekki flýja alveg af
hólmi, hljóp þó á eftir Finnboga, en einungis til
þess að grípa í hann og stöðva hann.
— Og svo stóðum við báðir kyrrir um stund
og ég vil ekki neita því að okkur þótti báðum
nóg um. Ég sjálfur raunhyggjumaðurinn var
fylltur óhugnaði. Við stóðum þarna eins og á nál-
um. En einhver breyting varð að verða, það fann
ég vel. Þetta gat ekki svo til gengið áfram!
— Og til allrar hamingju kom breyting.
— Eitthvað í huga mér, eitthvað það, sem
eftir var af raunhyggjumanninum i mér, vildi
ekki eim almennilega trúa þessari sýn. Og ég
leitaði að úrræðum í huga mér til þess að sleppa
við hana, en þó án þess að finna nokkurt.
— En í því hugarvili og vandræðum, sem af
þessu leiddu, kom þó allt i einu linun nokkur. —
Ég heyrði, sem sé, eða þóttist heyra.hljóð, sem var
mér gamalkunnugt. — Við fáum seinna að heyra
hvaða hljóð það var. — Og varð ég nú hughraust-
ari og tók að smáfeta mig í áttina til sæskrímslis-
ins. — Ég vildi þó — Fjárinn hafi það! — vita
vissu mína um það, hvort að þetta væri nú virki-
lega það, sem það sýndist vera -- sæskrímsli eða
ekki ? — Ég varð að hálftoga félaga minn, Finn-
boga, með mér, því að hann var eins og skiljan-
Framh. á bls. 14.
Barnið fannst — en
faðirinn ekki.
Ung, harmilostin móðir, sem
þekkir lík og föt tíu mánaða
dóttur sinnar, er týndist og
fannst aftur í skurði. En faðir
barnsins, sem hvarf éinnig, kom
ekki fram. Myndin er frá Ame-
ríku.