Vikan


Vikan - 18.04.1946, Blaðsíða 12

Vikan - 18.04.1946, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 16, 1946 ari er Gyðingur — eins og ég. Heyrðuð þér, hvað hann sagði? Hann lýgur upp frásögn um þennan atburð, svo að hann geti haft meiri peninga út úr föður mínum. Hann mun segja, að hann hafi verið rændur sínum eigin peningum og einnig fyrirtækisins, sem hann vinnur hjá. Faðir minn mun láta hann hafa það, sem hann biður um, þvi að hann er heiðvirðasti maðurinn í allri Vín — í heiminum held ég: Von Habenberg munið, að þessi frændi minn er sú þyngsta byrði, sem lögð hefir verið á kynflokk minn — Gyðingurinn, sem gerir allt til að koma sér og sínum í skítinn með svikum og óheiðarleik!" Von Habenberg lagði höndina á handlegg Ema- nuels. „Kæri vinur látið þetta ekki fá svona mikið á yður! Hver haldið þér, að gæti hugsað nokkuð illt um yður? 1 það minnsta ekki sá, sem hefir nokkra dómgreind." „Eftir Gyðingum eins og frænda mínum erum við allir dæmdir," svaraði Emanuel alvarlegur. „Verið þér nú sælir og þökk fyrir þennan greiða, sem þér gerðuð mér!“ „Sé ég yður ekki fljótt aftur Æ, við verðum að sjást. £g get ekki verið án þessa vinar, sem ég hefi nýlega eignast." Emanuel tók eftir innileikanum, sem fylgdi þessum orðum og urðu taugar hans rólegri við það og hrukkurnar hurfu af enni hans. „Já, ég vona einnig, að við sjáumst fljótt aftur.“ n. „Það vildi til eftir að þú varst farinn," sagði Caro, „ég veit ekki, hvernig þetta byrjaði. Það var mikill hávaði í spilasalnum og einhver skor- aði Stanislaus á hólm; Stanislaus er sagður hafa móðgað hann mjög. Keisaranum barst þetta til eyma og hann bannaði einvigið. Stanislaus er ofsareiður og hefir fengið skipun um að koma upp til hallarinnar seinna í dag. Og ég veit ekki, hver endalokin verða. „Hvernig getur þessu lyktað?" spurði Eman- Jiel. „AnnaS hvort heyja þeir einvígið eða keisar- inn bannar það. Annað getur ekki komið til greina." Hann tók hönd hennar í sína og sagði ineð skyndilegum ofsa. „Er það, Caro?“ „Ég veit ekki,“ sagði hún dræmt. „Ég veit ekki, þeir eru báðir svo undarlegir. Þeir geta fundið upp á ýmsu ótrúlegu — og ofrikisfullu. Ég skil þá ekki“ „Nei, nei,“ rödd hans var blíð. „Nei, Caro. Þú ert þreytt, þú dansaðir of mikið í nótt. Þú ert með óþarfa áhyggjur og ergir sjálfa þig út af smá- munum. Við skulum gleyma þessu og segðu mér nú frá áformum þínum.“ Hann leitaðist við að fá hana til að brosa, en það var eins og skugga hefði borið á hamingju þeirra. Aðeins í nokkrar mínútur gat hann haldið athygli hennar vakandi og fengið hana til að brosa með sér, þegar hann talaði um litlu veit- ingakrána á milli grenitrjánna. En svo fann hann allt í einu, að hún fjarlægðist hann og horfði óttaslegin út um gluggann eins og hún byggist við einhverri óhamingju. Hann sagði henni henni frá frænda sínum og hinum ímyndaða þjófi. Gerða hann það með gáska og fettum og brettum og enda þótt Caro brosti og jafnvel hlægi hátt, þá fann hann samt, að hugur hennar var ekki allur hjá honum. Marion Brightwin kom inn, bar fram te og brosti til Emanuels, yfir diskinn með öllu steikta brauðinu. „Þetta er þriðja nýja vestið, sem ég hefi séð yður í þennan mánuðinn," sagði hún, „og guð má vita, hvað þér eigið mörg heima hjá yður! Það er ekki undarlegt þótt yður sækist seint enskunámið, meðan hugur yðar er svona bundinn við — Caro greip allt i einu fram í fyrir henni. „Þey!“ sagði hún. „Ég vissi, að þar myndi koma að því. Marion, einn af þjónum mannsins mtns stendur fyrir utan dymar." Fröken Brightwin hrökk við, og um leið og hún stóð upp var' tekið að berja ákaft á dymar. „Bjóstu við að hann myndi koma?“ spurði Emanuel. Hún yppti öxlum. „Ég vissi, að hann myndi fyrr eða seinna komast að þessu. En hvað það er líkt Stanislausi að senda þjón.“ Hendur hennar voru rólegar, þegar hún tók á móti bréfinu af stúlkunni, sem kom með það inn. Enginn dráttur í andliti hennar hreyfðist, er hún las það. Þegar hún hafði lokið því, fór hún aftur að lesa byrjunina á því, eins og til að gera sér betur ljóst innihald þess. Emanuel fannst bréfið vera alveg óþolandi langt. „Biðjið manninn að bíða, sagði Caro. „Ég ætla að senda með honum svar við þessu.“ Þegar hurðin féll aftur á eftir þjónustustúlkunni, sneri hún sér að Emanuel og kreisti bréfið á milli fingr- anna. Stanislaus veit um þetta," sagði hún. „Mér hefir verið það lengi ljóst, að hann vissi það. Ég hefi tekið eftir, hvemig hann upp á síðkastið hefir horft lengi og rannsakandi á mig. Það er eins og hann búi yfir einhverjum skemmtilegum leyndardómi, Það er Stanislausi líkt. Hann vill bíða lengi — síðan láta höggið ríða.“ „Já,“ sagði Emanuel. „En hvað segir hann? Hvað hefir hann i hyggju að gera? Hvað viU hann, að þú gerir ?“ „Hann fer hurt úr Vin,“ sagði Caro og sneri sér aftur að bréfinu. „Hann hefir talað við keis- arann, sem er mjög reiður við Stanislaus og hef- ir sagt honum með berum orðum, að nærvera hans hér í Vin sé ekki lengur æskileg. Hann segir" — og hún las upp úr bréfinu, sem hún hélt á. „Ég harma það mjög að þurfa að trufla þig í námi þínu eða kennslu, en það var alveg óhjá- kvæmilegt. Við förum í kvöld frá Vin til Fóllands. Ef Habsborgaramir eru búnir að fá nóg af mér, þá er ég ekki síður feginn að losna við þá. Ég vona að þú farir ekki að hefja riflildi og gaura- gang út af þessu. Ég hefi verið þolinmóður og um- burðarlyndur við þig. Mér gremst aðeins, að þú skulir hafa haldið mig svo einfaldan. Ungi Gyð- ingurinn þinn er duglegur, friður og háttprúður, það sem ég er aftur á móti ekki, en ég er eigin- maður þinn og heimta að þú komir með mér. Ég hirði ekkert um, þótt hann hafi verið elskhugi þinn, það skiptir engu máli. Ég vil aðeins að þessu barnalega ævintýri þinu sé hér með lokið. Ferðin til Póllands er óvenju leiðinleg, en þú spil- ar „piket" ágætlega. Kveddu nú strax og komdu. Segðu honum að skyldur þínar sem barónsfrú Lukoes og eiginkona Stanislausar Lukoes kref jist þess, að þú farir óðara. Ég hefi verið þolinmóður og umburðarlyndur — en í framtíðinni mun ég verða hvorugt." S. L. Blessað bamið! Teikning eftir George ftlcManus. Pabbinn: Æ, Lilli minn, hættu nú að gráta! Pabbi má til að fara að vinna, pabbi ætti að vera kominn í skrifstofuna núna! Mamman: Hvað er að, elskan? Pabbinn: Hafðu ekki hátt, ástin mín! Hann er sofnaður, — hann sá, að ég var að fara og fór að gráta! Pabbinn: Nú er litli vinurinn í draumalandinu — mér þyk- ir leitt að skilja við hann — en ég verð að fara — vertu sæll, elsku vinur! Pabbinn: Ég verð að flýta mér — ég er orðinn hálftíma of seinn — þama kemur strætisvagninn! Pabbinn: Æ! Ég verð að fara heim aftur - ég gleymdi að kyssa konuna!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.