Vikan


Vikan - 09.05.1946, Page 1

Vikan - 09.05.1946, Page 1
T T ann er fæddur 29. júní 1895 á Litlu- ■*■ Seylu (nú Brautarholti) á Langholti í Skagafirði, sonur Sigurðar Jónssonar, bónda og oddvita, og Jóhönnu Steinsdóttur konu hans. Sigurður vakti þegar á ungl- ingsárum mikla athygli fyrir sönggáfu sína. CIGURÐUR fór ungur til Danmerkur og ^ stundaði þar söngnám hjá Herold söngvara, sem þá var mesti söngvari Dana. Dvaldi hann þar í nokkur ár, þó ekki sam- fleytt, því í millitíð kom hann oft hingað upp og hélt söngskemmtanir víða um land. Hann hefir og einnig dvalið í Tékkósló- vakíu við söngnám, en þar lærði hann hjá hinum fræga kennara Gorra. Sigurður fór til Ameríku árið 1932 og dvaldist þar í 4 ár, aðallega í Kanada, og fékkst þar mest við söngkennslu, en hélt þar einnig söng- skemmtanir og söng með kórum, sem ein- söngvari. Þá fór hann til Englands og söng þar m. a. inn á plötur, ýmsar aríur, sem aldrei hafa flutzt hingað til lands. Hann dvaldi hér um ár, en fór þá til Þýzkalands í ársbyrjun 1938 og hefir dvalizt þar síðan. Þar starfaði hann fyrst við óperuna í Oldenburg, og söng þar sem fyrsti hetju- tenor. Síðan hefir hann sungið við mörg stærstu óperuhús Þýzkalands og alltaf sem fyrsti tenor. Hann hefur og sungið í Danzig bæði í óperu og einnig haldið þar konserta. Eftir því, sem næst verður kom- ist hefir hann sungið í milli 40—50 óperum í Þýzkalandi frá 1938. Á árunum 1942— 1943 mun hann hafa sungið eitthvað á veg- um Norrænafélagsins í Þýzkalandi og mun þá hafa farið til Osló, og verið á vegum félagsins. Hér fer á eftir útdráttur úr frásögn um það, sem fyrir söngvarann bar á stríðsár- unum: I. 1939—1940 var ég ráðinn sem fyrsti tenorsöngvari við Ríkisóperuna í Olden- burg. Um þær mundir sem Noregur var hertekinn, fór fram hátíðasýning á „Fljúg- andi Hollendingurinn", og sem tenórsöngv- ari óperuhússins, átti ég að leika Erik. Stuttu fyrir sýninguna varð ég veikur, og Framhald á bls. 3. SIGURÐUR SKAGFIELD óperusöngvari Sigurður Skagfield óperusöngvari

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.