Vikan - 09.05.1946, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 19, 1946
13
FELUMYND
D ægrastytting
1. Haraldur og konan hans eiga 15 böm og er
eitt og hálft ár á milli þeirra allra. Sigurður
heitir elzta bamið, en það yngsta Gréta. Sigurð-
ur er átta sinnum eldri en Gréta.
Hvað er Sigurður gamall?
3. Fimm stúlkur fóru i kvikmyndahús og vom
sæti þeirra númeruð frá 18 til 22.
Eftir sýninguna tóku þær að ræða um, hvaða
,, númer hver hefði haft. Maria sagði, að hún héfði
setið í sæti 18. Manna hélt, að hún hefði hvorki
setið í sæti 18 né 22, heldur þar á milli. Petra
sagðist hafa verið i númer 20 og Karen í 21. Að
lokum sagðist Hagna hafa sctið á milli Petru og
Nönnu. Fjórar höfðu rétt fyrir sér, en hver mundi
skakkt ? .
Sjá svör á bls. 14.
Skrítlur.
Jóna:. Hún Kata er þó nokkuð eldri en hún
lítur út fyrir að vera.
Kristín: Já! Og það versta er, að það er auð-
séð á henni!
*
Stúlkan: Stórkaupmaðurinn er ekki í bænum.
Maðurinn: Nú er hann það! Næst, þegar hann
fer í ferðalag, ætti hann að muna eftir að hafa
höfuðið með sér — það er svo leiðinlegt að sjá
það gægjast fram undan gluggatjöldunum, þegar
hann er ekki heima!
*
Hann: Má ég bjóða ungfrúnni ís?
Hún: Það er eftir því, hvort það er 25 eða
50 aura ís!
*
Maðurinn (hreykinn): Það er talað um mig 1
blaðinu í dag!
Konan: Nú?
Maðurinn: Já! Héma stendur, að 3,706,00 far-
þegar hafi ferðast með strætisvögnunum á síð-
astliðnu ári.
Konan: Já, en þú sagðir, að það væri talað um
þig í blaðinu.
Maðurinn: Já, ég er einn af farþegunum!
2. Á matsöluhúsi borðaði sjö manns. Fyrir
páskana keypti það í sameiningu 30 flöskur af
brennivíni. Karlmennirnir höfðu útvegað minnst
2 flöskur hver, en þó enginn jafnmargar. Kven-
fólkið var duglegra og lagði engin stúlka til
minna en þrjár flöskur, en engar jafnt. Til sam-
ans útveguðu fröken Hansen og Per Olsen 14
flöskur. Hvað voru margar stúlkur af þessum
brennivínskaupendum ?
QHj2.(jjywl ícóng,uhmn.
BARNASAGA
EINU sinn var kóngur, sem var
hræðilega gleyminn. Hann gat
aldrei munað neitt og fólk sagði:
„Ef nefið á kónginum væri ekki
fast á honum, myndi hann áreiðan-
lega gleyma því!“
Hann gleymdi að fara í stígvélin
sin á morgnana og kom út á inni-
skónum, þegar hann ætlaði í göngu-
ferð. Hann gleymdi að hann hafði
sett sykur i kaffið sitt, svo að hann
setti í það hvað eftir annað og gerði,
það ódrekkandi. Þannig var það einn-
ig, þegar hann átti að veita ráð-
herrum sínum áheyrn, hann fór þá
niður í garðinn og horfði á gullfisk-
ana í stað þess að ræða um ríkismál-
in. Einu sinni kom hann ekki í
hádegisverðinn — hafði hann farið
einn síns lið út í skóg og gat enginn
fundið hann. Nú hafði hann áreiðan-
Iega villzt og ekki getað munað
hvert hann átti að fara.
Og kóngurinn var horfinn eins og
jörðin hefði gleypt hann.
Hvar í dauðanum gat hann verið?
Þetta voru ljótu vandræðin!
Kóngurinn átti dóttur, sem var
fögur og göfug og eins vitur og
minnisgóð og faðir hennar var gleym-
inn.
„Þetta dugar ekki lengur!" sagði
prinsessan. „Faðir minn er bæði góð-
ur og skynsamur, en siðan minni hans
hefir hrakað svona, þá er hann
óhæfur sem kóngur. Við verðum að
kjósa annan, sem gæti stjórnað í
staðinn fyrir hann!"
„Látum prinsessuna gegna kon-
ungsstörfunum!" sögðu ráðherrarnir
og þjóðin samþykkti það, því að allir
vissu, hvað prinsessan var vitur og
góð.
„En ég geri þetta aðeins, þangað
til faðir minn verður læknaður af
þessum sjúkdómi sínum," sagði hún
og var það einnig samþykkt.
Prinsessan sendi nú boðbera í allar
áttir til að spyrjast fyrir um kóng-
inn, en hann var alveg horfinn og
enginn hafði séð hann.
En margir prinsar og riddarar
komu og báðu prinsessunnar, því að
hún var bæði fögur og auðug. Hún
braut heilan um, hverjum hún ætti
að taka, en að siðustu sagði hún:
„Ég ætla ekki að giftast neinum
nema þeim, sem getur fundið föður
minn — en það er ekki nóg-með það,
sá verður einnig að lækna hann af
þessu minnisleysi!"
Nú fóru prinsarnir af stað og
reyndu að finna kónginn og meðalið,
sem gat læknað minnisleysið.
Meðal þeirra var ungur prins, sem
var mjög fátækur, en fríðastur af
þeim öllum, og hann elskaði prins-
essuna heitt. Ilann hugsaði með
sjálfum sér:
„Eg á ekki skilið að eignast
prinsessuna, en samt sem áður ætla
ég að reyna að finna föður hennar
— því að hann þarf ekki annað en
að sjá dóttur sína, þá mun hann
muna allt. Enginn getur gleymt
henni."
Þegar prinsinn var kominn út fyr-
ir borgarhliðin, mætti hann gamalli
ölmusukonu, og henni gaf hann síð-
ustu peningana sína. Þá sagði kon-
an:
„Af því að þú ert svona hjartagóð-
ur, þá ætla ég að hjálpa .þér. Taktu
staf og gaktu alltaf í þá átt, sem
hann vísar þér — þá finnur þú það,
sem þú leitar að.“
Með þessum orðum rétti hún hon-
um litinn staf, og þegar prinsinn fór
eftir því, sem konan sagði, kom hann
að síðustu að litlu húsi í miðjum
skóginum. Þegar hann barði að dyr-
um, kom maður út og sagði:
„Komdu inn, hver svo sem þú ert
— ég veit ekki hver ég er sjálfur eða
hvar ég er staddur, en allir gestir eru
velkomnir til mín.“
Prinsinn skildi, að maðurinn hlaut
að vera horfni kóngurinn, þótt hann
líktist einna helzt gömlum kennara
með gleraugu á nefinu. En þegar
prinsinn stakk upp á því, að hann
færi heim með sér og gerðist kóngur
á ný, hörfaði gamli maðurinn ótta-
sleginn undan og sagði:
„Sg þori ekki að hætta mér út í
þennan stóra skóg — ég myndi þá
villast og aldrei komast hingað aftur.
Ég gerði þetta cinu.sinni og flakkaði
þá um og hafði ekkért til að bíta og
brenna, en að síðustu fann ég þenn-
an kofa og hefi haft aðsetur mitt í
honum síðan."
Þá skildi prinsinn, að hann varð að
beita öðrum ráðum, svo að hann
þakkaði gamla kónginum fyrir gest-
risnina og fór burt.
Skógurinn var mjög villugjarn, svo
að það liðu sjö 'vikur, þar til hann
kom út úr honum, en þá gekk hann
upp að höllinni og sagði prinsessunni
alla söguna.
„Við skulum hraða okkur af stað!"
sagði hún, „ef til vill get ég fengið
föður minn með mér — annars verð-
ur ekkert hægt að gera!"
Síðan gengu prinsinn og prinsess-
an tvö ein í gegnum skóginn, en í
þetta sinn gekk þeim vel að finna
kofann.
Meg fram einni kofahliðinni gekk
gamall maður, með gleraugu á nef-
inu, og virtist hann vera í djúpum
þönkum.
„Pabbi," hrópaði prinsessan og
hljóp til mannsins.
Hann horfði undrandi á hana um
stund, en allt í einu birti yfir svip
hans og hann sagði:
„En ert þetta þú, elsku barn.
hvernig komstu hingað? Hvað á allt.
þetta að þýða? Eg hlýt að hafa orðið.
fyrir töfrum, þar sem ég var búinn
að gleyma öllu!"
Það var einmitt það, sem hafði
hent veslings kónginn, og stuttu á
eftir kom prinsinn með viðbjóðslegari,
svartan dverg, sem var vandlega
bundinn.
„Nú hefi ég fundið dverginn, sem
lét kónginn gleyma," sagði hann,
„gamla ölmusukonan birtist mér og
sagði, að hún væri guðmóðir mín og
góð skógardís og ætlaði nú að hjálpa
mér. Síðan benti hún mér á, hvar
dvergurinn var og hjálpaði mér við
að ná honum á mitt vald."
„Já, nú get ég munað allt!" sagðí
kóngurinn og var bæði glaður og
unglegur aftur. „Förum héðan og
höldum brúðkaup ykkar, þvi að þú
og dóttir mín eigið að giftast, en ég
ætla að vera kóngur dálítið lengur!"
Dvergnum var kastað í dimmustu
dýflissuna, sem til var, en mikil gleði
ríkti um allt landið, þegar kóngurinn
kom aftur, alheilbrigður og settist
að nýju í hásætið.
Brúðkaup prinsins og prinsessunn-
ar var haldið með miklum fagnaðar-
látum og vegsemd, og lifðu þau bæði.
vel og lengi.