Vikan


Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 8, 1947 13 Litli útlendingurinn. Barnasaga eftir Bettina. fAMMA, Yvonne tók litakass- ann minn og blandar litunum öllum saman.“ Það var Pía, sem stóð fyrir framan mig, rjóð og vígaleg. „Þú veizt vel, að Yvonne er litli gesturinn okkar, sem við eigum að vera góð við,“ svaraði ég þreytulega, þvi að ég hafði orðið að endurtaka þessa setningu daglega í alllangan tíma. „Já, en ég held að hún kámi stól- ana út með litunum,“ sagði telpan og hélt auðsjáanlega, að ég við þessa fregn myndi þjóta inn í barnaher- bergið og hrifsa litina of Yvonne. „Nú verður þú að vera góð við Yvonne," sagði ég og reyndi um leið eins og ráðlegt hafði verið I bókum þeim um barnasálfræði, sem ég hafði kynnt mér, að vekja meðaumkun telpunnar. „Mundu, hvað Yvonne hef- ir átt bágt í stríðinu, og mundu . . .“ En dóttir mín var fyrir löngu horfin með þær athugasemdir, að ég væri að búa þessar sögur til! £>að var líka satt að við vissum ekkert um litla, franska tökubarnið okkar. Hún minntist aldrei einu orði á heimili sitt eða foreldra, faðir henn- ar gat eins hafa verið prófessor eins og götusópari, eða svo fannst okkur. Þó var mér næst að halda hið síðar- nefnda, því að þegar Yvonne var að syngja franskar vísur, varð svipur Georgs svo skritinn og mér heyrðist hláturinn sjóða niðri í honum. En hún var yndisleg og skemmti- lega ósvífin og óþæg, þó að hún að vísu kæmist ekki í hálfkvisti við frönsku telpu mágkonu minnar, sem hljóp á hjólskautum á tiglagólfinu í stofunum og muldi franskbrauð of- an á flosáklæði húsgagnanna. Yvonne hnuplaði heldur ekki eins og Jeanne, fósturdóttir Guðrúnar, en sú telpa notaði hvert tækifæri til að hrifsa kökur, epli, hnetur og sultu- krukkur í svuntuna sína og hlaupa með það til bróður stns, sem var í fóstri hjá ríku fólki og hafði það eins gott og frekast var unnt. En Yvonne átti, að því er við bezt vissum, engin systkini í Danmörku. Hún var tíu ára, mjög há og grönn eftir aldri, hafði stór, glampandi augu og hrafnsvart hár, klippt í topp nið- ur á ennið. Hún var baldin við mig ■—■ stríðin við Píu, en eins og flírulegur kettlingur við manninn minn, sem auðvitað tilbað hana og kenndi mér um alla hina daglegu árekstra út af henni. Ég játa, að ég hafði týnt niður frönskunni frá því ég var í skóla, og var því í fyrstu að nota mikið orða- bækur, og í hvert skipti, sem ég sagði eitthvað við Yvonne á frönsku, setti telpan upp furðusvip og þóttist ekkert skilja. Þótt ég liðkaðist fljótt í málinu, hélt telpan áfram upptekn- um hætti og starði bara undrandi á mig — og var þetta nóg til að drepa alla löngun hjá mér til að hæna hana að mér og láta mér þykja vænt um þetta flóttabarn. Lét ég mér nægja að klappa á kollinn á henni og brosa og þykjast ekjti skilja þrjózku hennar og strlðni við mig. En George var alveg hugfanginn af henni. Hnuplaði Yvonne vindlum hans, stakk þeim of- an í blómapotta, hrifsaði af honum pilsner-flöskuna og drakk ofan í hana hálfa, áður en hann hafði áttað sig. Hún neitaði að hátta klukkan átta, því að „það væri ekki gert í París.“ Teborðinu mínu, sem er fléttað úr tágum og sett glerplötu, breytti hún í brúðuvagn, og ef ég var að heiman að deginum, gat ég verið viss um að finna öll börnin í götunni I hóp I I- búðinni, maulandi kökur, sem Yvonne skipti móðurlega á milli þeírra úr kökukössunum mínum. Aftur á móti hafði komið i ljós við sömu tækifæri, að Píu var illa við að lána öðrum börnum leikföngin sin, og stundum sýndi hún leiðinlega af- brýðisemi gagnvart Yvonne, þegar við George vorum ástúðleg við þetta erfiða fósturbarn okkar. En nú leið að jólum, og hafði ég hugsað mér að Yvonne litla, sem átti ekki .eftir að vera nema stutt hjá okkur, skyldi halda svo skemmtileg jól, að hún myndi aldrei gleyma þeim. Eftir langar íhuganir hafði ég ákveð- ið að halda jólaboð fyrir öll þau frönsk börn, sem ég þekkti, og voru þau um 7 eða 8 talsins. „Þú verður að leika jólasvein," sagði ég við Georg, er svaraði því aðeins nöldrandi, en ég sagði, að það væri það minnsta, sem hann gæti gert. „Hugsaðu þér, að það væri Pía litla, sem ætti að halda jól í ókunnu landi og liði af heimþrá." Georg rumdi eitthvað við þessu og sá ég þá að björninn var unninn. Ég velti nú málinu lengi fyrir mér. 1 staðinn fyrir arininn, sem jóla- sveinninn að frönskum sið setti gjaf- irnar á, urðum við að nota móofn- inn. Það var auðvitað geysimikill munur á móofni og heimilislegum arni, en það er svo margt, sem mað- ur verður að gera sér að góðu á stríðstímum. Ég hafði hugsað mér að fórna síð- asta kakóinu mínu handa börnunum, því að með þeyttum rjóma líktist það mjög súkkulaði. Áður en þau færu ætlaði ég að gefa þeim „His á lámande," semerfranskur hrísgrjóna- búðingur með möndlum í, framborið í litlum leirskálum. Ég átti að vísu ekki til mikið af hrísgrjónum, en þar sem sennilega myndi nóg fást af hrísgrjónum, þegar Pía giftir sig, ætlaði ég að fórna dætrum Parísar því litla, sem ég átti af þeim. Ég keypti ýmislegar smá jólagjaf- ir og klippti jólaskraut, og var Pía full áhuga og eftirvæntingar, en Yvonne horfði aðeins á með þessu stríðnislega brosi, sem gerði mig allt- . af feimna og klaufalega gagnvart henni. Ég var önnum kafin dagana fyrir hátíðina. Stofurnar voru skreyttar með greni, kertum, jólasveinum og verum, sem áttu að tákna ýmislegar persónur i ævintýrum. George ætlaði að lesa á frönsku upp úr ævintýrum H. C. Andersens, svo að við höfðum búið til bréfmyndir, sem áttu að tákna ævintýraverurnar, og hengt þær upp á vegg. Gjafirnar höfðu ver- ið vafðar inn í skrautlegan jóla- pappir, jólakjólar Píu og Yvonne voru tilbúnir og voru jólasveinsföt Georgs nokkurnveginn mátuleg, ef hann dró magann inn. Alit var þannig eins og það átti að vera, nema Yvonne, sem stöðugt kom fram við mig eins og ég væri ó- kunnug og utan fjölskyldunnar, og sem hún nennti naumast að tala við, en varð þó að sýna nauðsynlegustu kurteisi. Á þorlákskvöld fór Georg í gönguferð með Píu, en Yvonne, sem var dálitið kvefuð, mátti ekki fara og var inni i barnaherberginu. Ég var þreytt og niðursokkin og braut heil- ann um, hvers vegna engin börn hændust að mér, utan við mitt eigið afkvæmi. Allt í einu barst til mín hljóð frá barnaherberginu — það líktist hálf- kæfðum gráti, en það hlaut að vera misheyrn. Allan þann tíma, sem Yvonne hafði verið hjá okkur, hafði hún ekki fellt tár, og þó —! Ég lædd- ist að dyrunum og lagði við hlustirn- ar. Jú, það var rétt — það heyrðist örvæntingarfullur grátur, ekki barns- grátur, heldur eins og fullorðin mann- eskja, sem hefði misst alla von, væri að gráta. Hvað átti ég að taka til bragðs? Ef ég færi inn, átti ég á hættu að hún fengi eitt af þeim ofsa- fengnu köstum, sem ég var farin að óttast. En þó —. Ég opnaði hurðina — þarna lá hún endilöng, með granna handleggina utan um koddann og skalf og hristist grannur líkami hennaraf ofsafengnum gráti. Ég settist á rúmbríkina og tók að strjúka hár hennar mjúklega. Ég gerði enga tilrauií tii að hugga hana á móðurmáli hennar, heldur hvíslaði að henni öllum þeim huggunarorðum, sem ég kunni á dönsku. Sagði henni, hvað mér þætti í raun og veru vænt um hana — og að ég skildi heimþrá hennar. Hún hefði sennilega lifað og reynt í stríðinu atburði, sem hefðu hrellt hennar viðkvæmu barnssál og gert hana harðlynda og vantrúaða á góðsemi mannanna. En að ég vildi engu síður gleðja hana og vera henni góð en mamma hennar heima í París. Yvonne opnaði krepptan hnefannog sá ég þá samanvöðlaða mynd af Paris. Þetta var sennilega eini minn- ingargripurinn frá borginni, sem hún, eins og allir hennar landar, elskuðu. „Veslings Yvonne litla,“ hvíslaði ég og lagði kinnina að votum vanga hennar. — Og þá skeði það — krafta- verkið, sem ég hafði beðið svo lengi eftir. Hún vafði handleggjunum um háls mér, þrýsti sér fast upp að mér og tók að segja mér með mikilli mælsku frá fjölskyldu sinni. Frá föð- urnum, sem hafði fallið í stríðinu, móðurinni, sem gerðist dyravörður í lítilli hliðargötu — frá stóru breið- götunum með fína fólkinu, sem var einnig orðið fátækt —- frá hungrinu og kuldanum og hvernig þau hefðu lært að stela til að seðja sárasta sult- inn — frá stóra bróður hennar sem hafði verið sendur úr landi og að móðir hennar vonaði stöðugt að hann kæmi aftur. Einkum talaði hún um móður sina, sem henni þótti svo vænt um, þótt hún væri ekki fín frú eins og fósturmamma, en sem var mamma og bezta mamman í öllu Frakklandi. Ég gat naumast skilið hana, svo hratt talaði hún. Hún lýsti þessu öllu með leiftrandi augum og handapati, greip blýant og teiknaði fátæklegu stofuna heima, sem henni fannst vera himnaríki á þessari jörð. Þess á milli þrýsti hún sér að mér og hló og grét í einu. Myndina af París sléttaði hún vandlega og gældi við hana eins og brúðu. Þegar Georg og Pía komu heim fundu þau okkur útgrátnar, en þó glaðar í bragði, þar sem við vorum að leika okkur að jólagjöfum, sem Yvonne hafði raunar ekki átt að fá fyrr en á aðfangadagskvöld, og inni í stofunni spilaði grammófónninn „Marseillaisen," þjóðsöng Frakka. Pía var undrandi á svipinn, en sagði ekkert við því, þótt Yvonne- héldi í hönd mina það sem eftir var- kvöldsins. Georg strauk hár mitt á þann hátt, að ég var næstum farin að gráta aftur. En nú er ég hamingjusöm, því að ég veit, að ekki einungis boðið fyrir frönsku börnin mun heppnast vel, heldur munum við öll -— Yvonne líka — fá friðsöm og gleðileg jól. SKRlTLUR. n Stúlkan: Ég er vandræðum með þennan dreng, hann kann allt utan- að, sem honum hefir verið sett fyrir og hinir krakkarnir eru öskureiðir út í hann. Hvað á ég að gera við hann? Konan: Setja hann í skammar- krókinn. Drengurinn á stólnum: Þú mátt eiga hálfan ísinn minn, ef þú kemst hjálparlaust upp á hinn stólinn! „Hvernig. finnst þér Largo Hand- els?“ „Eiginlega finnst mér Sherloch Holmes betri."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.