Vikan


Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 14

Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 14
14 VTKAN, nr. 8, 1947 Billy bófi. Framhald af bls. 7. hverfi. Þetta var nóg til þess að vekja for- vitni mína, svo að ég kom því svo fyrir að kunningsskapur tókst með okkur. Það fór líka eins og mig grunaði að hann hafði óhreint mél í pokahominu. Áður en langt leið vorum við famir að skipuleggja þjófn- að. Ég átti að ná í veski með einhverju verðmætu skjali, sem átti að vera geymt hér í Winderfield. Það var ekkert smáræði, sem ég varð að hvolfa í mig af Koníaki daginn þann, en sem betur fer, þoli ég tölu- vert. Fyrst hélt ég, að þetta skjal væri í raun og vem verðmætt, en þegar ég fór að athuga málið nánar, komst ég að raun um, að þetta með skjalið var ekkert annað en yfirskyn. Það var annað og meira, sem þrjóturinn hafði í hyggju. — Hvemig komust þér á snoðir um, hver hann var ? spurði Simpson. — Það var ekki svo erfitt, svaraði hinn hlæjandi. — Ég hafði Jim Andrews mér til aðstoðar þann dag, og ég lét hann veita honum eftirför, fyrst til Caring Cross, þar sem hann losaði sig við skeggið, og svo þaðan til Drary Lane-leikhússins. — Til Drary Lane-leikhússins ? Hvers vegna f ór hann þangað ? — Sjáið þér til, Herbert Cranley er leik- ari. Og þó hann sé ekki neinn snillingur, kann hann að dulbúa sig, og við það var öll hans áætlun miðuð. Tilgangurinn var að veslings Billy bófi yrði hengdur fyrir morð, sem Herbert Cranley ætlaði sjálfur að fremja. Þess vegna keypti hann mig, til þess að ræna veskinu, sem hann hafði áður tekið úr skrifborðsskúffu frænda síns. En í því voru engin verðmæti, sem að gagni gátu 'komið. Ef við heimsækjum nú veitingahús- ið „Skóinn", munum við áreiðanlega finna veskið einhvers staðar, þar sem lögreglan gæti auðveldlega fundið það. En á veskinu era auðvitað fingraför mín, því að Cranley hafði hanzka á höndunum, þegar hann tók við því af mér. — Hittuð þér þá Herbert Cranley í veit- ingahúsinu? spurði Simpson liissa. — Já, þar var hann fyrir, sem veitinga- maður, í ágætu gerfi, en þegar ég heilsaði honum klóraði ég hann á handarbakið með nöglunum, svo að hann mun bera þess merki, eitthvað fyrst um sinn. Ráðagerð hans var í sannleika vel hugsuð. Þegar hann talaði við mig var hann með ljóst alskegg, svo að hann var öruggur um að ég mundi ekki þekkja hann aftur skegg- lausan, sem frænda og erfingja Sir Willi- ams. Ef morðið tækist, eins og til var ætl- azt, mundi lögreglan strax snúa sér að leita að veslings Billy bófa. Hann mundi finnast í veitingahúsinu með veskið og skammbyssuna, sem morðið var framið með. Á henni myndu aðeins vera fingra- för mín, því að þegar hann lét mig snerta á henni í veitingahúsinu hafði hann hanzka, 362. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. ýmist. til lýta eða fegurðarauka. — 7. út- limur. — 14. heiður. —- 15. samsuða. — 17. frum- eind. — 18 eða. — 20. krefja. -— 22. vont. — 23. drang. — 25. sandgras þ.f. — 26. örvita. — 27. bókstafsheiti. — 28. reykur. — 30. orku. — 32. líta. — 33. afleiðslu- ending. — 35. fyrsta gerð (af bók). — 36. hvilft. — 37. rola. — 39. skriðdýrs. — 40. úrvals hlutum. — 42. nefna. — 43. rásin. — 45. bók. — 46. óheimta. — 48. sk. st. — 50. hvílt. — 51. skipti. — 52. hreyfingar. — 54. ending. — 55. tíða. — 56. vel. — 58. slæmra. — 60. endurnýja. — 62. flækja. — 64. ógert. — 65. maður. — 67. hljóðtákn. — 69. húkti. —• 70. kólf. ur. — 71. vaxna fjöðrum. Lóðrétt skýring: 1. blettur. — 2. ærin. — 3. styrkja. — 4. athug- ist! — 5. illsku hljóð. — 6. svola. — 8. sefa. — 9. sk. st. (miðaldir). — 10. stærri. ■— 11. þýtt. — 12. hár. — 13. skrifað orð. e. f. — 16. löngun til gleðskapar. — 19. hag. — 21. krókar. — 24. drykkur. — 26. kyn. — 29. tungumál. — 30. til- raun. — 32. ránfugl. — 34. orpin grjóti. — 36. skrugga. ■— 38. fljótið. — 39 munni. — 40. galdur — 41. kvikaði. — 42. fölsk. — 44. óþokka. — 46. mann. — 47. þutu. — 49. sönglað. -— 51. umhverfis — 53. barði. — 55. umvöndun. — 57. háfjallagróð- ur. — 59. frelsa. — 61. komist. — 62. sund. — 63. saurgi. — 66. sinn af hvorum. — 68. forsetning. Lausn á 361. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. innvols. — 7. Bjólfur. — 14. lóa. —r 15. gólf. — 17. ófarna. — 18. maur. — 20. mældi. — 22. gegn. — 23. attir. — 25. mör. — 26. eik. — 27. nú. — 28. fáa. — 30. kófið. — 32. kl. — 33. ang. — 35. flaksar. — 36. hjá. — 37. leir. — 39. ólöt. — 40. harðindavetur. — 42. kátt. — 43. eitt. — 45. ala. — 46. tileygð. — 48. afl. — 50. um. — 51. biðan. — 52. sum. — 54. og. — 55. sal. — 56. ugg. — 58. mögla. — 60. teig. — 62. öfund. — 64. grön. — 65. útgang. — 67. rýra. — 69. eld. — 70. naglana. — 71. rólyndi. og þegar hann notaði hana til þess að eyði- leggja hárkolluna hafði hann vafið vasa- klút um skeftið. Þetta var svo allt með ráði gert. — Hvernig gat hann komið fram sem gestgjafi í ,,Skónum“. Átti hann veitinga- húsið ? — Húsið stendur autt og yfirgefið núna, og það notaði hann sér. Strax og hann var einn eftir kvöldverð, launiaðist hann út úr höllinni og til veitingahússins og bjó sig til að taka á móti mér þar. Tíminn var ná- kvæmlega tiltekinn, og hann flýtti sér svo hingað aftur og um ellefuleytið, þegar yfir- þjónninn gekk um húsið sat hann í lesstof- unni og las í bók. Ég hafði athugað fjárhagsástæður hans, og vissi að hann var í miklum peninga- vandræðum, svo að það var ekki erfitt að reikna út að hann vildi afa sinn feig- an, því að hann var einkaerfingi hans, og sökin átti að koma á Billy bófa. Ég talaði við Sir William og okkur kom saman um að hann skyldi sofa í öðru herbergi, en lögðum hvíta hárkollu á koddann í rúminu hans í turnherberginu. — Við vorum Lóðrétt: 1. ilmanar. — 2. Nóatún. — 3. naut. — 4. og. — 5. lóm. — 6. slæm. — 8. Jói. — 9. óf. — 10. lagið — 11. frek. — 12. ung. — 13. ranglát — 16. flökkudrengur. — 19. rif. — 21. drós. — 24. ráfið. — 26. eir. — 29. aldrifið. — 31. farvegs. — 32. kjör. — 34. glata. —• 36. hluta. — 38. ert, — 39. ört. 40. hálm. — 41. eiðum. — 42. kauptún. — 44. óigandi. — 46. til. — 47. lauf. — 49 folöld. — 51. bagal. — 53. mög. — 55. sigg. — 57. gnýr. — 59. gren. —■ 61. eta. — 62. ögn. — 63. dró. — 66. na. — 68. al. Svör við Veiztu—? á bls. 4: 1. Sú nýlunda að nota púður í orustum og í fyrsta skipti mun það hafa verið í orustunni við Crécy árið 1346. Englendingurinn Roger Bacon fann púðrið upp um 1250. 2. Ólöf ríka á Skarði. 3. Þórnesþing og það setti Þórólfur Mostrar- skegg, er nam land á Snæfellsnesi. 4. Saturnus. 5. Pjórar. 6. 1 Norður-lrlandi. 7. Dómarinn Samúel. 8. John L. Lewis. 9. Pár Lagerkvist. 10. Neðri kjálkana. neyddir til þess, að láta Herbert renna skeiðið áenda, ef við vildum standa hann að verki við morðtilraun. Ég var þegar búinn að ganga frá öllu, svo að við þurftum ekki annað en bíða eftir því að hann kæmi, svo að hann gæti fengið þær viðtökur, sem hann hafði unnið til. — Já herra Burton, sagði Simpson. — Herbert Cranley getur vissulega þakkað yður það, að það mun áreiðanlega líða nokkur ár þar til hann getur klæðzt öðru en fangabúningi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.