Vikan


Vikan - 08.05.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 08.05.1947, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 19, 1947 verðið þér að fara með Sybil í boðin og ég býst við að við verðum að bjóða fólki heim —“ „Það er nógur tími til að tala um það,“ svaraði Linda róleg. „Ég neyðist vist til að biðja yður að taka það að yður, því að ég er svo oft að heiman.“ „Jæja, það vissi ég ekki,“ svaraði hún. „Eg hefi eftirlit með landamæravörnunum," sagði hann, „og það hefir í för með sér að ég verð að fylgjast 'vel með þjóðflokkunum og hafa oft ráðstefnur á stjómarskrifstofunum i Kairo. Því eins nýt ég þess að vera þess á milli hérna í ein- verunni og hvíla mig.“ „Og nú verðum við Sybil til að raska ró yðar hérna,“ sagði Linda og hló, og það kenndi kvíða í rödd hennar. „Nei, alls ekki! Eg er glaður yfir að hafa ykk- ur hérna,“ sagði majórinn, en rödd hans var allt annað en sannfærandi. Linda ándvarpaði í skugganum, þar sem hún sat. Sybil birtist í dyrunum, þegar þjónninn til- kynnti að kvöldverðurinn væri tilbúinn. Borð- stofan var löng og lægra til lofts í henni en í hin- um herbergjunum. Veggirnir voru hvítkalkaðir og borðið gamalt munkaborð. Á stofunni voru stórar dyr úr gleri og þar fyrir framan voru_' svalir. Majórinn sagði, að þegar heitt væri í veðrii* væri venja að borða þar úti. jr* Maturinn var vægast sagt hræðilegur, þunn súpa, fiskur, sem var eins og leðja á bragðið og steik, en kjötið í henni minnti á nautakjöt, þótt það væri af lambi, því að það var grátt og þurrt. Kartöflurnar voru soðnar og með þeim voru bomar kryddaðar, svartar baunir. Eftirmaturinn var karamellubúðingur. Linda reyndi að borða þetta, en hét því með sjálfri sér að svona skyldi maturinn ekki vera framvegis. Sybil, sem borðaði alltaf fremur lítið af hræðslu við að spilla líkamsvexti sínum og var auk þess mjög mátvönd, nartaði rétt í matinn og var fýld á svipinn. Majórinn borðaði aftur á móti með beztu lyst, því að hann var svangur. En þó var hann alltaf að nöldra við þjóninn og þeg- ar karamellubúðingurinn var borinn inn, bölvaði hann hátt. Linda þóttist samt vita að hann væri vanur svona vondum mat, því að mótmæli hans voru eitthvað svo máttlaus. Annað hvort hafði hann of annríkt til að skipta sér af matnum eða hann nennti því ekki. Eftir borðhaldið gengu þau út á svalirnar til að drekka kaffi. Sybil fann þar stóran grammó- fón og eikarkassa fullan af plötum. Hún tók að leika á grammófóninn, en til allrar hamingju var hún ekki búin að taka jazz-plöturnar sinar upp úr farangrinum. Linda sat og hlustaði á. Þetta voru mest létt lög eftir Robeson og Tauber, vínarvalsar og þýzk dansmúsík; Allt falleg lög, sem áttu vel við dimma og mollulega hitabeltisnóttina. Kaye sat þögull og reykti hvern vindlinginn á fætur öðrum. Hugur Lindu reikaði mörg ár aftur í tímann — til kvölds, sem hafði ekki verið ólíkt þessu, en þó í öðru landi. „O, ég má ekki hugsa um það. Eg vildi óska að Sybil stöðvaði grammófóninn." Þjónn kom inn með tvö kertaljós, sem hann setti á borðið áður en hann tók kaffibollana.. Kerti stóðu á milli majórsins og Lindu og vörp- uðu skærri birtu á andlit þeirra. Hún horfði í djúp augu majórsins og sá hvernig hann varð skyndilega forvitnislegur á svipinn, þegar hann leit á andlit hennar í birtunni. , „Hefi ég ekki hitt yður einhvers staðar áður, ungfrú Summers," spurði hann hikandi. „Það gæti hugsast, þótt mér þyki það harla ósennilegt," svaraði hún og furðaði sig á rósemi sinni. „Finnst yður að þér hafði séð mig áður?“ Hún varð að tala, annars myndi hann heyra ofsalegan hjartslátt hennar. „Nei — nei — mér fannst bara allt í einu and- lit yðar vera mér svo kunnuglegt — það hlýtur að vera af ljósinu. Það minnti mig á einhvern — ég man ekki hvern." „Eg held, að ég vilji fara að hátta, majór. Sybil ætti að koma með mér — hún er afar þreytt.“ Hann stóð upp fúslega. „Já, þetta hefir verið langur dagur. Eg vona að þið sofið vel." Sybil, sem var stöðugt fýld, kom ekki með neinar mótbárur. Hún hafði misst allan áhuga á grammófóninum og plötunum, sem henni þótti frámunalega gamaldags og leiðinlegar. „Þá það,“ svaraði hún, þegar Linda kallaði á hana. „Eg get alveg eins farið* að hátta'. Hér er auðsjáanlega ekki hægt að gera neitt betra.“ Kaye majór reyndi að stilla reiði sína og svar- aði: „Það verður fjörugra héma á næstunni. Tony kemur hingað á morgun og kemur sennilega með Jack Daintry og einhverja fleiri með sér. Það er nóg af ungum mönnum í Abbou Abbas á þessum tíma árs. Og eftir tvær vikur koma konurnar heim — og þegar þær eru komnar verður nóg til að dreifa huga þinurn." Andlit Sybil varð ekki alveg eins fýlulegt. „Eg vona sannarlega að Tony komi á morg- un.“ „Það máttu vera viss um, svaraði fjárhalds- maður hennar. Sybil var háttuð og steinsvaf. Húsbóndinn hafði lokað öllum gluggahlerum og hurðum og var kominn upp í herbergi sitt. Það hvíldi þögn yfir öllu húsinu og tunglið var að koma upp. Linda, sem sat hreyfingalaus við opinn glugga og hafði slökkt öll ljós hugsaði um nótt fyrir sextán ár- um. Dimma, mollulega nótt, þegar hún og majór- inn höfðu verið tvö ein í litla, eyðilega herberg- inu með tréveggjunum — hann hafði legið í mjóu sjúkrarúmi og hún setið á hörðum stól við hlið hans. Kaye lá með reifað höfuð, andlitið var þjáningarfullt og fölt, en hann leitaðist við að horfa á hana. „Æ, nú hafið þér aftur tekið umbúðirnar. Þér verðið að hafa þær.“ „Eg vildi sjá yður.“ „Getið þér það?“ spurði hún með eftirvænt- ingu. „Já.“ „Greinilega?" „Hér um bil." „O, ég er svo glöð.“ Rödd Lindu brast, og það hafði einnig kennt skjálfta í rödd unga liðsfor- ingjans. „Þá verð ég að minnsta kosti ekki blindur." „Nei. Þetta var aðeins taugaáfallinu að kenna. Nú verðið þér að vera rólegur." Linda vætti bóm- ullarumbúðir í kælandi vökva og beygði sig yfir hann. „Lofið mér að setja þetta á yður aftur." „Eg vil halda áfram að horfa á yður. Beygið yður betur — betur — —“ Blessað 'rnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Þetta hefir verið erfið- Pabbinn: Ó! Ég gleymdi, að það er spila- Pabbinn: Ekki get ég lagt mig í ur dagur! Ég má til að leggja mig kvöld hjá konunni! rúmið mitt. áður en ég borða. Pabbinn: Ég verð að varast að vekja Stúlkan: Frú Holtan var að biðja um, Stúlkan: Hvað er að? Lilla. Hvar ætli ég geti lagt mig? að fá bamavagninn lánaðan. Frúin: Lítið þér i vagninn! Mamman: Sjálfsagt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.