Vikan


Vikan - 08.05.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 08.05.1947, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 19, 1947 3 S ÝNING Félags ísl. frístundamólara Nýstárleg sýning var haldin 5 Listamannaskálanum í Reykja- vík dagana 9.—21. apríl. Þar sýndu um 30 frístundamálarar verk sín, tómstundaverk í myndagerð. Sýningin vakti at- hygli, um 4500 manns sóttu liana og 23 myndir seldust. Þeir sem þarna áttu myndir vinna hin ólíkustu störf; það var sund- kennari, málari, skiltamálari, rannsóknarlögregluþjónn, gjald- keri, prentmyndasmiður, raf- virki, verkamaður, brunavörður, námsmaður, námsmær, prent- ari, verkstjóri, verzlunarmaður, póstmaður, söðlasmiður, teikn- ari, skrifstofumaður, bókari og símavörður — að ógleymdum f rúnum! 1 sýningarskránni var ávarp frá stjórn félagsins og þykir okkur rétt að birta það hér óbreytt: „Félag íslenzkra frístunda- málara var stofnað 17. maí 1946, með 30 félögum. Síðan hefir félagatala aukizt, svo að nú telur það 50 félagsmenn og konur, Frá stofnun félagsins hefir verið unnið að því að koma þessari fyrstu samsýningu frí- stundamálara á fót, en við marga örðugleika hefir verið að etja, bæði með útvegun á nægj- anlega rúmgóðu húsnæði, svo og að margir sýnendur og fé- lagsmenn eru búsettir víðsvegar um landið. Við val þeirra mynda, sem hér eru sýndar, skal það tekið fram, að um það hefir engin dóm- nefnd fjallað, og engu, sem til sýningar kom verið vísað frá, heldur var til þess mælzt í upphafi, að sem hann áliti bezt gert, enda kemur smekkur og geta hvers einstaklings. Blindi maSurinn á Laugamesspítala, eftir Jón B. Jónasson. Bátar, eftir Jón Haraldsson. hver og einn sýndi það, á þann hátt bezt fram Blindralestur, eftir Axel Helgason. Höfuðmarkmið og tilgangur þessarar sýningar er að hvetja sem flesta til þátttöku í myndagerð, í fullri vissu þess, að sú tómstundaiðja er bæði þroskandi og skemmtileg og getur orðið hagnýt, ef vel tekst. Föndur með pensil og liti glæðir einnig áhugann fyrir málaralistinni og eykur skilning á verkum listamanna og verður til þess að gera málaralistina að meiri almenningseign en nú er. Það getur ekki hjá því farið að aukinn skilningur almennings á við- fangsefnum og verkum listamann- anna, verði þeim stoð og hvatning í hinni menningarlegu baráttu, er þeir heyja fyrir land og þjóð. Þessi sýning á því ekki rætur í for- dild einni saman, heldur er hún að- eins einn þáttur í vaxandi starfsemi, sem vill vinna að auknum skilningi og vaxandi virðingu fyrir hinni ungu ís- lenzku málaralist. Enginn, er sýnir myndir sínar hér, telur sig vera hstamann, því síður að krafa sé gerð til að telja að svo sé. Hér eru aðeins til sýnis tómstunda- verk nokkurra manna og kvenna, úr öllum stéttum þjóðfélagsins, sett fram á sjónarsvið almennings með það eitt fyrir augum að hvetja aðra tU að gera slíkt hið Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.