Vikan


Vikan - 05.06.1947, Qupperneq 3

Vikan - 05.06.1947, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 23, 1947 3 „Vertu bara kátur!“ A Sœlulundi og í stjórnarráðinu Sjá forsíðu. Cjaldan er um það talað, að kettir séu tryggir, en hvað sem satt er í því áliti á þeim, greyjunum, þá er engum blöð- um um það að fletta, að Fjala- kötturinn (háttvirtur!)) heldur sinni tryggð við Reykvíkinga og gleymir ekki eða vanrækir að skemmta þeim svo um mun- ar. En í þetta skipti hefir hann brugðizt öðrum, því að hann er ekki lengur tryggur „gömlu Iðnó“, þ. e. a. s. ef hægt er að tala um, að slíkur köttur geti brugðizt húsi! Hvað er annars ekki leyfilegt í sambandi við revýu? Það er sagt, að höfund- um hennar leyfist allt (eða næstum allt) og á þá ekki það sama við um þann, sem eitt- hvað segir um blessaða revý- una? Annars tökum við revýumar alvarlega, þ. e. a. s. okkur finnst þær gegna merkilegu hlutverki, einmitt af því að þær em skemmtilegar og vekja hlátur, létta skapið. Þess vegna eru þær mjög velkomnar á svið, frá okk- ar bæjardyrum séð. Já, nú brá Fjalakötturinn á leik og fór með revýu í Sjálf- stæðishúsið — og þar var hún í tveim hlutum, ,,Á Sælulundi“ (nokkurs konar Kleppur) og „I klófest í loftinu, en gaman hefði verið að mega birta eitt- hvað af vísunum, því að þær vom margar prýðilega gerðar — það fæst þó ekki að sinni. Eitt atriði langar okkur þó til að minnast á, sem er með því allra bezta í þessari revýu. Það er þegar Tobías fulltrúi (Hall- dór Guðjónsson), drenghnokki um fermingu, gætir ráðherra- stólsins um hríð. Þá kemur inn Bandaríkjamaður og vill kaupa Á Sælulundi (frá vinstri): Þjónn Þjónsson (Finnur Sigurjónsson), Fingur- björg Þumals (Emilía Jónasdóttir), Stína StálþráSs (Ema Sigurleifsdótt- ir). — Vigæir tók myndina. stjómarráðinu", sem reynizt það sama eða á líku „menning- arstigi" (eða heilbrigðis!) og persónurnar em auðvitað að mestu leyti þær sömu, þótt þær gegni öðrum hlutverkum. Ekki ætlum við að spilla á- nægjunni með því að rekja efni revýunnar eða segja frá þeim „bröndurum“, sem við gátum landið fyrir 50 dollara og stráksi skeggræðir við hann, er í essinu sínu og gengur að við- skiptunum — en þegar „Hansen frá Danmörku“ birtist, þá rýk- ur pilturinn upp til handa og fóta og hrópar, að það sé kom- inn útlendingur! (Auðvitað er það svipur hjá sjón að lesa um þetta atriði hér á móti því að sjá það og heyra í sjálfri revý- unni). Ekki finnst okkur ástæða til að telja upp alla leikarana, því að þeir eru margir ogflestirgóð- kunnir, en skringileg eru hlut- verkanöfn þeirra sumra, eins og t. d. „Fingurbjörg Þumals" (Emilía Jónasdóttir), „Stína Stálþráðs“ (Erna Sigurleifs- dóttir), „Dr. Meingrímur Skyr- bjúgs“ (Róbert Arnfinnsson), „Þjónn Þjónsson“ (Finnur Sig- urjónsson), „LjóðurLjóðs“ (Jón Aðils), „Argmundur Orðvar“ (Haraldur Á. Sigurðsson, „Skotta Skott“ (Auróra Hall- dórsdóttir), „Bliki Æðar“ út- ungunarstjóri (Finnur Sigur- jónsson), „Agagga« söngkona (Har. Á. Sigurðsson), „Dávald- ur Flaumósa“ (Láms Ingólfs- son). I hléinu söng Lárus Ingólfsson gamanvísur og var að vanda bráðskemmtilegur í öllum leiknum. Haraldur vakti mikinn fögnuð, er hann kom fram sem Agagga söngkona. Sama er að segja um vísur, sem Emilía söng o. fl. o.fl. Því má ekki gleyma, að unga fólkið stendur sig yfirleitt prýðilega í revýunni, er eðlilegt og óþvingað, og það er góðs viti. ★ Það er alltaf gaman að sjá og heyra það, sem Fjalaköttur- inn (Haraldur Á. Sigurðsson, Indriði Waage og Tómas Guð- mundsson) framleiðir — og ekki síður nú en áður! Einskonar jarðarför Smásaga eftir Astrid Vik-Skaftfells. Birgir litli í Ási, dökkhærður drengur átta ára gamall, stóð úti á túni, þrjózkulegur á svip, með kreppta hnefana í buxnavösunum. Hann hafði reiðzt ákaf- lega inni í stofunni, og titraði ennþá af bræði. Fröken Ingunn var alltaf að banna hon- um. Hann mátti ekki gera þetta, og ekki hitt. Hún kallaði allan daginn: „Þú getur óhreinkað þig, þetta getur verið hættulegt fyrir þig, Birgir minn.“ Hann mátti aldrei gera neitt. Hann var orðinn átta ára, og mátti ekki einu sinni ganga niður að tjörninni til að horfa á fisk- ana, og sjá, þegar þeir komu upp í vatns- skorpuna. „Nei, þú getur dottið í tjörnina og drukknað, Birgir minn.“ Var ekki von að manni sárnaði. Hvað kom það henni við? Hann skyldi víst fara niður að tjörninni og drukkna þar, ef hon- um sýndist, hvað sem hún segði. Fröken Ingunn var flagð . . . tröllskessa . . . hún er ... Hann átti ekki nógu sterk orð, og kreppti svo bara hnefana ennþá fastar í buxnavösunum. Birgir var móðurlaus. Hann mundi varla eftir mömmu sinni, hafði aðeins óljósa endurminningu um að hún hafði verið ljós og björt eins og engill. Ekkert lík fröken Ingunni, sem var löng og beinastór, með bogið nef, og grængul stingandi augu, og viðbjóðslega smeðjulegan málróm, þegar pabbi hans var heima. Svei, hvað hann vissi það vel að hún meinti það ekki, þegar hún var að hæla honum, og sagði við pabba hans: „Birgir litli er svo duglegur drengur, Birgir er svo hlýðinn, og við erum svo góðir vinir, að ég get ekki hugsað til þess að hætta að hugsa um hann.“ Þetta hafði hún einmitt sagt, og þessu hafði hann reiðzt svo afskaplega. Hann skældi munninn og hermdi eftir henni, og þegar hún kom til hans og ætlaði að strjúka um kollinn á honum, fannst hon- um sem klær vildu beygja höfuðið á sér niður, þótt hann streittist á móti af öllum kröftum. Honum lá við að öskra upp yfir sig, og andlitið afmyndaðist af bræði. Svo rauk hann út á tún, sparkaði í stein sem lá þar, og sárkenndi til, og varð svo enn reiðari en áður. Hann sá kisu, sem lá við hliðið og sleikti sólskinið, tók stein og kast- aði í áttina til hennar, svo hún spratt á fætur. Hann æpti af kæti, og kastaði öðrum steini, á eftir henni. Hún var löng og mjó eins og fröken Ingunn. Hann kastaði og kastaði í sífellu, og skríkti af ánægju. Gulu augun í kisu voru eins og í fröken Ingunni. Hann skyldi kasta í þau, svo þau gætu aldrei séð neitt framar. Þau skyldu aldrei geta séð hann framar. Veslings kisa gat nú samt forðað sér undir hlöðugólfið, og sat þar og horfði á hann. Birgir hló kuldahlátur, og reyndi ennþá nókkrum sinnum að drepa gulu aug- un, en kisa var nógu hyggin til að hverfa áður en það var orðið of seint, og Birgir sendi henni tóninn í vonzku. Því næst tók hann sprettinn þvert yfir túnið og upp á hólinn hinu megin við húsið. Framh. á bls. 7.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.